Sigur Atla á Mannlífi sé ekki ástæða til að skála í freyðivíni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 21:46 Reynir Traustason ásamt lögmanni sínum Gunnar Inga Jóhannssyni. visir/vilhelm Mannlífi hefur verið gert að greiða bæði Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúði og Morgunblaðinu miskabætur vegna fréttar sem unnin var upp úr minningargrein Atla Viðars um bróður sinn. Ritstjóri Mannlífs segir dóminn beina árás á tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu og lögmaður hans segir dóminn vekja upp spurningar um vinnubrögð fjölmiðla framvegis. Forsaga málsins er frétt sem vefmiðillinn Mannlíf birti um andlát Eyþórs Más, bróður Atla Viðars, sem unnin var upp úr því sem fram kom í minningargrein hans í Morgunblaðinu. Í fréttinni er tekið orðrétt upp innan gæsalappa efni úr minningargrein Atla Viðars án þess að hans sé getið eða þess að efnið hafi verið tekið úr greininni. Mannlíf aflaði sér þar að auki ekki samþykkis hans né Morgunblaðsins til birtingar efnisins úr greininni. Atli Viðar stefndi Mannlífi í maí á síðasta ári og krafðist miskabóta upp á 1,5 milljón úr hendi Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs og Sólartúni, útgáfufélags Mannlífs. Í málinu var deilt um hvort að minningargreinar njóti verndar samkvæmt höfundalögum. Reynir bar það fyrir sig að svo væri ekki og jafnvel þó greinarnar njóti verndar hefði umfjöllunin verið heimil á grundvelli heimildar sömu laga til að taka upp í blöð og tímarit efni úr öðrum blöðum og tímaritum. Frétt um andlát einstaklings geti aldrei talist ólögmæt meingerð gagnvart aðstandanda og minningargreinin njóti ekki, frekar en minningargreinar almennt, höfundarréttar. Atli Viðar byggði á því að birting fréttarinnar hafi verið meingerð gegn honum, bæði sem höfundur minningargreinarinnar sem og nákomins aðstandanda. Hann hafi ekki þurft að sæta því án hans samþykkis að persónuleg skrif hans um bróður sinn séu tekin upp á Mannlífi og þau umkringd með fjölda auglýsinga. Þannig hafi skrifin verið fénýtt. Þá hafi fréttaskrifin verið brot á svokölluðum sæmdarrétti Atla Viðars sem höfundar, sem felist bæði í nafngreiningar og virðingarrétti. Reynir níðist á syrgjendum Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem fréttastofa hefur undir höndum, er ekki fallist á að fréttaskrifin hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart Atla Viðari. Hins vegar var talið að minningargreinin væri vernduð af höfundarrétti, nánar tiltekið sæmdarrétti höfundar. Telur dómurinn að með því að sleppa því að nafngreina Atla Viðar hafi Mannlíf brotið á sæmdarrétti hans, það er rétti til að fá nafn síns getið. Mannlíf bar því við að smekklegra væri að sleppa því að nafngreina Atla en þau rök voru talin haldlaus að mati héraðsdóms. Atli Viðar taldist hafa framselt Morgunblaðinu höfundarrétt sinn með því að senda minningargreinina þangað til birtingar. Taldi dómurinn að með fréttaskrifunum hafi Mannlíf brotið á fjárhagslegum höfundarrétti blaðsins. Var Reyni og Mannlífi gert að greiða Atla Viðari 300.000 krónur í miskabætur og Morgunblaðinu 50.000 krónur. Þá var fallist á kröfu þeirra um að dómurinn verði birtur í heild í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins á kostnað Mannlífs. Atli Viðar fagnaði niðurstöðu dómsins með freyðivíni eins og sjá má á Twitter. Hann segir það „100% hamrað inn í samfélagsvitundina að hann [Reynir] níðist á syrgjendum“. „Það er ekki í lagi í augum réttarins og ef hann gerir þetta aftur verður honum úthýst úr samfélagi manna,“ skrifar Atli Viðar á Twitter síðu sinni. Þórðargleðin veki athygli Reynir Traustason tjáði sig um dóminn á Facebook. Þar segir hann alvarlegustu tíðindin þau að ekki megi vitna í minningarorð um látið fólk nema í undantekningartilvikum eða jafnvel alls ekki. Það sé bein árás á tjáningarfrelsi allra fjölmiðla í landinu. Reynir ásamt lögmanni hans Gunnari Inga Jóhannssyni.visir/vilhelm „Athygli vekur Þórðargleði nokkurra fjölmiðla vegna dómsins. Við umrætt fjölmiðlafólk er það eitt að segja að þið skuluð gaumgæfa hvað þessi dómur þýðir fyrir ykkur öll,“ skrifar Reynir og bætir við: „Aðför Árvakurs að okkur á Mannlífi verður til þess að fjölmiðlafyrirtækið hefur 50 þúsund krónur upp úr krafsinu en Mannlíf þarf að greiða 2.350.000 kr. þegar litið er til kostnaðar vegna lögmanna. Þar liggur höggið og tilgangur eigenda Árvakurs með lögsókninni opinberast.“ Þá muni hann leita leiða til að áfrýja málinu og „forðast það stórslys sem óhaggaður dómur er fyrir tjáningarfrelsið í landinu. Við spyrjum að leikslokum.“ Minna svigrúm en menn héldu Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis og útgáfufélags Mannlífs, segir kröfur dómsins til vinnubragða Mannlífs ekki í samræmi við það hvernig fjölmiðlar starfi almennt og vísar þá til dómsins í máli Morgunblaðsins gegn Mannlífi. „Menn töldu að réttur fjölmiðla til að birta þegar birt efni væri meira en kemur fram í þessum dómi. Enda hefur verið gert ráð fyrir því í fjölmiðlalögum og höfundalögum að fjölmiðlar nytu verulegs svigrúms til þess. Það svigrúm er greinilega ekki jafn mikið og menn héldu,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að full ástæða sé til að skoða þau atriði betur. „Við höfum áhyggjur af því að dómstóllinn sé þarna að leggja mat á það hvernig fréttir séu unnar, sem er auðvitað ekki hlutverk dómstóla.“ Gunnar Ingi Jóhannsson.Vísir/Egill Ekki ástæða til að fagna í freyðivíni Varðandi mál Atla Viðars gegn Mannlífi segir Gunnar Ingi: „Það mál snerist um nafngreiningarrétt og niðurstaðan er sú að það þarf að nafngreina með fullu nafni þann aðila sem skrifaði þessa minningargrein. Það er ekki hægt að skilja þann dóm öðruvísi en að ef það hefði verið gert þá hefði það mál unnist. Þó að sá aðili hafi talið að í þeim dómi hafi falist einhvers konar viðurkenning á því að Mannlíf hafi ekki mátt vitna í minningargreinina. Þannig að það er svo sem ekki tilefni til að skála í freyðivíni fyrir þann aðila, í mesta lagi appelsíni.“ Niðurstaðan veki því spurningar um hvort nafngreina þurfi alla blaðamenn sem skrifi fréttir sem sé vitnað til og höfunda að öllum skýrslum eða öðru efni sem birt sé í blöðum og öðrum miðlum. „Það hefur ekki verið venjan í fjölmiðlum hingað til en kannski er það bara nýr veruleiki,“ segir Gunnar Ingi. Hann sjái því ekki muninn á því þegar Morgunblaðið verði sér út um efnið, minningargreinarnar, sem það láti framselja sér til eignar og öðru efni sem það láti framselja sér frá blaðamönnum, sem dæmi. „Þetta eru allt gildar lögfræðilegar spurningar sem við verðum bara að meta hvort það þurfi annað álit á en það er ekki sjálfgefið þar sem fjárhagslegir hagsmunir í málinu voru greinilega mjög takmarkaðir,“ segir Gunnar Ingi að lokum. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Forsaga málsins er frétt sem vefmiðillinn Mannlíf birti um andlát Eyþórs Más, bróður Atla Viðars, sem unnin var upp úr því sem fram kom í minningargrein hans í Morgunblaðinu. Í fréttinni er tekið orðrétt upp innan gæsalappa efni úr minningargrein Atla Viðars án þess að hans sé getið eða þess að efnið hafi verið tekið úr greininni. Mannlíf aflaði sér þar að auki ekki samþykkis hans né Morgunblaðsins til birtingar efnisins úr greininni. Atli Viðar stefndi Mannlífi í maí á síðasta ári og krafðist miskabóta upp á 1,5 milljón úr hendi Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs og Sólartúni, útgáfufélags Mannlífs. Í málinu var deilt um hvort að minningargreinar njóti verndar samkvæmt höfundalögum. Reynir bar það fyrir sig að svo væri ekki og jafnvel þó greinarnar njóti verndar hefði umfjöllunin verið heimil á grundvelli heimildar sömu laga til að taka upp í blöð og tímarit efni úr öðrum blöðum og tímaritum. Frétt um andlát einstaklings geti aldrei talist ólögmæt meingerð gagnvart aðstandanda og minningargreinin njóti ekki, frekar en minningargreinar almennt, höfundarréttar. Atli Viðar byggði á því að birting fréttarinnar hafi verið meingerð gegn honum, bæði sem höfundur minningargreinarinnar sem og nákomins aðstandanda. Hann hafi ekki þurft að sæta því án hans samþykkis að persónuleg skrif hans um bróður sinn séu tekin upp á Mannlífi og þau umkringd með fjölda auglýsinga. Þannig hafi skrifin verið fénýtt. Þá hafi fréttaskrifin verið brot á svokölluðum sæmdarrétti Atla Viðars sem höfundar, sem felist bæði í nafngreiningar og virðingarrétti. Reynir níðist á syrgjendum Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem fréttastofa hefur undir höndum, er ekki fallist á að fréttaskrifin hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart Atla Viðari. Hins vegar var talið að minningargreinin væri vernduð af höfundarrétti, nánar tiltekið sæmdarrétti höfundar. Telur dómurinn að með því að sleppa því að nafngreina Atla Viðar hafi Mannlíf brotið á sæmdarrétti hans, það er rétti til að fá nafn síns getið. Mannlíf bar því við að smekklegra væri að sleppa því að nafngreina Atla en þau rök voru talin haldlaus að mati héraðsdóms. Atli Viðar taldist hafa framselt Morgunblaðinu höfundarrétt sinn með því að senda minningargreinina þangað til birtingar. Taldi dómurinn að með fréttaskrifunum hafi Mannlíf brotið á fjárhagslegum höfundarrétti blaðsins. Var Reyni og Mannlífi gert að greiða Atla Viðari 300.000 krónur í miskabætur og Morgunblaðinu 50.000 krónur. Þá var fallist á kröfu þeirra um að dómurinn verði birtur í heild í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins á kostnað Mannlífs. Atli Viðar fagnaði niðurstöðu dómsins með freyðivíni eins og sjá má á Twitter. Hann segir það „100% hamrað inn í samfélagsvitundina að hann [Reynir] níðist á syrgjendum“. „Það er ekki í lagi í augum réttarins og ef hann gerir þetta aftur verður honum úthýst úr samfélagi manna,“ skrifar Atli Viðar á Twitter síðu sinni. Þórðargleðin veki athygli Reynir Traustason tjáði sig um dóminn á Facebook. Þar segir hann alvarlegustu tíðindin þau að ekki megi vitna í minningarorð um látið fólk nema í undantekningartilvikum eða jafnvel alls ekki. Það sé bein árás á tjáningarfrelsi allra fjölmiðla í landinu. Reynir ásamt lögmanni hans Gunnari Inga Jóhannssyni.visir/vilhelm „Athygli vekur Þórðargleði nokkurra fjölmiðla vegna dómsins. Við umrætt fjölmiðlafólk er það eitt að segja að þið skuluð gaumgæfa hvað þessi dómur þýðir fyrir ykkur öll,“ skrifar Reynir og bætir við: „Aðför Árvakurs að okkur á Mannlífi verður til þess að fjölmiðlafyrirtækið hefur 50 þúsund krónur upp úr krafsinu en Mannlíf þarf að greiða 2.350.000 kr. þegar litið er til kostnaðar vegna lögmanna. Þar liggur höggið og tilgangur eigenda Árvakurs með lögsókninni opinberast.“ Þá muni hann leita leiða til að áfrýja málinu og „forðast það stórslys sem óhaggaður dómur er fyrir tjáningarfrelsið í landinu. Við spyrjum að leikslokum.“ Minna svigrúm en menn héldu Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis og útgáfufélags Mannlífs, segir kröfur dómsins til vinnubragða Mannlífs ekki í samræmi við það hvernig fjölmiðlar starfi almennt og vísar þá til dómsins í máli Morgunblaðsins gegn Mannlífi. „Menn töldu að réttur fjölmiðla til að birta þegar birt efni væri meira en kemur fram í þessum dómi. Enda hefur verið gert ráð fyrir því í fjölmiðlalögum og höfundalögum að fjölmiðlar nytu verulegs svigrúms til þess. Það svigrúm er greinilega ekki jafn mikið og menn héldu,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að full ástæða sé til að skoða þau atriði betur. „Við höfum áhyggjur af því að dómstóllinn sé þarna að leggja mat á það hvernig fréttir séu unnar, sem er auðvitað ekki hlutverk dómstóla.“ Gunnar Ingi Jóhannsson.Vísir/Egill Ekki ástæða til að fagna í freyðivíni Varðandi mál Atla Viðars gegn Mannlífi segir Gunnar Ingi: „Það mál snerist um nafngreiningarrétt og niðurstaðan er sú að það þarf að nafngreina með fullu nafni þann aðila sem skrifaði þessa minningargrein. Það er ekki hægt að skilja þann dóm öðruvísi en að ef það hefði verið gert þá hefði það mál unnist. Þó að sá aðili hafi talið að í þeim dómi hafi falist einhvers konar viðurkenning á því að Mannlíf hafi ekki mátt vitna í minningargreinina. Þannig að það er svo sem ekki tilefni til að skála í freyðivíni fyrir þann aðila, í mesta lagi appelsíni.“ Niðurstaðan veki því spurningar um hvort nafngreina þurfi alla blaðamenn sem skrifi fréttir sem sé vitnað til og höfunda að öllum skýrslum eða öðru efni sem birt sé í blöðum og öðrum miðlum. „Það hefur ekki verið venjan í fjölmiðlum hingað til en kannski er það bara nýr veruleiki,“ segir Gunnar Ingi. Hann sjái því ekki muninn á því þegar Morgunblaðið verði sér út um efnið, minningargreinarnar, sem það láti framselja sér til eignar og öðru efni sem það láti framselja sér frá blaðamönnum, sem dæmi. „Þetta eru allt gildar lögfræðilegar spurningar sem við verðum bara að meta hvort það þurfi annað álit á en það er ekki sjálfgefið þar sem fjárhagslegir hagsmunir í málinu voru greinilega mjög takmarkaðir,“ segir Gunnar Ingi að lokum.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira