Lætur reyna á minningargreinamálið Árni Sæberg skrifar 8. nóvember 2024 09:03 Reynir ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni, lögmanni hans, sem mun óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Vísir/Vilhelm Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, ætlar að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli sem varðar sæmdarrétt höfunda og útgefenda minningargreina. Sólartúni ehf, útgáfufélagi Mannlífs hefur verið gert að greiða alls 350 þúsund krónur vegna brots á sæmdarrétti, með því að birta brot úr minningargrein í Morgunblaðinu án þess að geta höfundar. Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. Í færslu á Facebook segir Reynir að þar sem málskostnaður hafi verið felldur niður milli aðila málsins beri Morgunblaðið kostnað upp á sjö til átta milljónir króna, fyrir að halda úti tveimur lögmönnum í málaferlum í héraði og fyrir Landsrétti. „Mannlíf þarf að bera sinn kostnað við að verjast auðkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur og félögum hennar. Það er ekki fjarri sanni að þarna sé fólk í krafti auðvalds að klekkja á aðilum sem ekki hafa úr að spila jafnmiklum fjármunum. Í sumum réttarríkjum eru lög til að verjast tilhæfulausum málsóknum.“ Hafi spilað fram bróður hins látna Reynir segir að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hafi ekki látið sér nægja að reisa eitt mál á hendur eiganda Mannlífs heldur hafi félagið einnig spilað fram höfundi minningargreinar sem var vitnað til. Þannig hafi verið höfðuð tvö mál. „Þeir greiddu lögmannskostnað þess einstaklings sem fékk dæmdar 300 þúsund krónur í bætur fyrir að vitnað var til minningarorða hans án þess að nafngreina höfundinn öðruvísi en sem bróður hins látna.“ Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður er sá sem um ræðir. Hann hefur þegar vísað þessum ummælum Reynis til föðurhúsanna í þræði á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann fagnar fullnaðarsigri í málinu. Og svo bítur hann höfuðið af skömminni með því að segja að mér "hafi verið spilað fram", þegar hann veit sem er að það var ég sem vakti athygli á þessu, penslaði fjölmiðla og markaðs-facebookgrúppur með því hversu viðbjóðslega hann og hans miðill voru að hegða sér. pic.twitter.com/WIRVeaHQrj— Atli Viðar (@atli_vidar) November 8, 2024 Þrengi stöðu fjölmiðla Reynir segir að minningargreinamálið sé þannig vaxið að standi dómur í málinu gjörbreyti það stöðu fjölmiðla og þrengi að þeim varðandi tilvitnanir. Það sé eindregin skoðun hans að felldur hafi verið dómur án þess að ígrunda afleiðingarnar og að með ólíkindum væri að láta þann dóm standa. „Hagsmunir Sólartúns í málinu er ekki nema umræddar 350 þúsund krónur að því undanskildu að Mogganum tekst að koma því höggi á félagið að það þurfi að leggja út yfir þrjár milljónir króna til að berjast fyrir ritfrelsi og frelsi til tjáningar. Ég mun í sparnaðarskyni segja upp áskrift að Mogganum og spara þannig um 9 þúsund krónur á mánuði eða um 100 þúsund á ári.“ Málið feli í sér grundvallaratriði sem óhaggað myndi kalla vandræði yfir fjölmiðla og fólk. Þess vegna muni lögmaður hans, Gunnar Ingi Jóhannsson, sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. Í færslu á Facebook segir Reynir að þar sem málskostnaður hafi verið felldur niður milli aðila málsins beri Morgunblaðið kostnað upp á sjö til átta milljónir króna, fyrir að halda úti tveimur lögmönnum í málaferlum í héraði og fyrir Landsrétti. „Mannlíf þarf að bera sinn kostnað við að verjast auðkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur og félögum hennar. Það er ekki fjarri sanni að þarna sé fólk í krafti auðvalds að klekkja á aðilum sem ekki hafa úr að spila jafnmiklum fjármunum. Í sumum réttarríkjum eru lög til að verjast tilhæfulausum málsóknum.“ Hafi spilað fram bróður hins látna Reynir segir að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hafi ekki látið sér nægja að reisa eitt mál á hendur eiganda Mannlífs heldur hafi félagið einnig spilað fram höfundi minningargreinar sem var vitnað til. Þannig hafi verið höfðuð tvö mál. „Þeir greiddu lögmannskostnað þess einstaklings sem fékk dæmdar 300 þúsund krónur í bætur fyrir að vitnað var til minningarorða hans án þess að nafngreina höfundinn öðruvísi en sem bróður hins látna.“ Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður er sá sem um ræðir. Hann hefur þegar vísað þessum ummælum Reynis til föðurhúsanna í þræði á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann fagnar fullnaðarsigri í málinu. Og svo bítur hann höfuðið af skömminni með því að segja að mér "hafi verið spilað fram", þegar hann veit sem er að það var ég sem vakti athygli á þessu, penslaði fjölmiðla og markaðs-facebookgrúppur með því hversu viðbjóðslega hann og hans miðill voru að hegða sér. pic.twitter.com/WIRVeaHQrj— Atli Viðar (@atli_vidar) November 8, 2024 Þrengi stöðu fjölmiðla Reynir segir að minningargreinamálið sé þannig vaxið að standi dómur í málinu gjörbreyti það stöðu fjölmiðla og þrengi að þeim varðandi tilvitnanir. Það sé eindregin skoðun hans að felldur hafi verið dómur án þess að ígrunda afleiðingarnar og að með ólíkindum væri að láta þann dóm standa. „Hagsmunir Sólartúns í málinu er ekki nema umræddar 350 þúsund krónur að því undanskildu að Mogganum tekst að koma því höggi á félagið að það þurfi að leggja út yfir þrjár milljónir króna til að berjast fyrir ritfrelsi og frelsi til tjáningar. Ég mun í sparnaðarskyni segja upp áskrift að Mogganum og spara þannig um 9 þúsund krónur á mánuði eða um 100 þúsund á ári.“ Málið feli í sér grundvallaratriði sem óhaggað myndi kalla vandræði yfir fjölmiðla og fólk. Þess vegna muni lögmaður hans, Gunnar Ingi Jóhannsson, sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent