Lætur reyna á minningargreinamálið Árni Sæberg skrifar 8. nóvember 2024 09:03 Reynir ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni, lögmanni hans, sem mun óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Vísir/Vilhelm Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, ætlar að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli sem varðar sæmdarrétt höfunda og útgefenda minningargreina. Sólartúni ehf, útgáfufélagi Mannlífs hefur verið gert að greiða alls 350 þúsund krónur vegna brots á sæmdarrétti, með því að birta brot úr minningargrein í Morgunblaðinu án þess að geta höfundar. Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. Í færslu á Facebook segir Reynir að þar sem málskostnaður hafi verið felldur niður milli aðila málsins beri Morgunblaðið kostnað upp á sjö til átta milljónir króna, fyrir að halda úti tveimur lögmönnum í málaferlum í héraði og fyrir Landsrétti. „Mannlíf þarf að bera sinn kostnað við að verjast auðkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur og félögum hennar. Það er ekki fjarri sanni að þarna sé fólk í krafti auðvalds að klekkja á aðilum sem ekki hafa úr að spila jafnmiklum fjármunum. Í sumum réttarríkjum eru lög til að verjast tilhæfulausum málsóknum.“ Hafi spilað fram bróður hins látna Reynir segir að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hafi ekki látið sér nægja að reisa eitt mál á hendur eiganda Mannlífs heldur hafi félagið einnig spilað fram höfundi minningargreinar sem var vitnað til. Þannig hafi verið höfðuð tvö mál. „Þeir greiddu lögmannskostnað þess einstaklings sem fékk dæmdar 300 þúsund krónur í bætur fyrir að vitnað var til minningarorða hans án þess að nafngreina höfundinn öðruvísi en sem bróður hins látna.“ Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður er sá sem um ræðir. Hann hefur þegar vísað þessum ummælum Reynis til föðurhúsanna í þræði á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann fagnar fullnaðarsigri í málinu. Og svo bítur hann höfuðið af skömminni með því að segja að mér "hafi verið spilað fram", þegar hann veit sem er að það var ég sem vakti athygli á þessu, penslaði fjölmiðla og markaðs-facebookgrúppur með því hversu viðbjóðslega hann og hans miðill voru að hegða sér. pic.twitter.com/WIRVeaHQrj— Atli Viðar (@atli_vidar) November 8, 2024 Þrengi stöðu fjölmiðla Reynir segir að minningargreinamálið sé þannig vaxið að standi dómur í málinu gjörbreyti það stöðu fjölmiðla og þrengi að þeim varðandi tilvitnanir. Það sé eindregin skoðun hans að felldur hafi verið dómur án þess að ígrunda afleiðingarnar og að með ólíkindum væri að láta þann dóm standa. „Hagsmunir Sólartúns í málinu er ekki nema umræddar 350 þúsund krónur að því undanskildu að Mogganum tekst að koma því höggi á félagið að það þurfi að leggja út yfir þrjár milljónir króna til að berjast fyrir ritfrelsi og frelsi til tjáningar. Ég mun í sparnaðarskyni segja upp áskrift að Mogganum og spara þannig um 9 þúsund krónur á mánuði eða um 100 þúsund á ári.“ Málið feli í sér grundvallaratriði sem óhaggað myndi kalla vandræði yfir fjölmiðla og fólk. Þess vegna muni lögmaður hans, Gunnar Ingi Jóhannsson, sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. Í færslu á Facebook segir Reynir að þar sem málskostnaður hafi verið felldur niður milli aðila málsins beri Morgunblaðið kostnað upp á sjö til átta milljónir króna, fyrir að halda úti tveimur lögmönnum í málaferlum í héraði og fyrir Landsrétti. „Mannlíf þarf að bera sinn kostnað við að verjast auðkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur og félögum hennar. Það er ekki fjarri sanni að þarna sé fólk í krafti auðvalds að klekkja á aðilum sem ekki hafa úr að spila jafnmiklum fjármunum. Í sumum réttarríkjum eru lög til að verjast tilhæfulausum málsóknum.“ Hafi spilað fram bróður hins látna Reynir segir að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hafi ekki látið sér nægja að reisa eitt mál á hendur eiganda Mannlífs heldur hafi félagið einnig spilað fram höfundi minningargreinar sem var vitnað til. Þannig hafi verið höfðuð tvö mál. „Þeir greiddu lögmannskostnað þess einstaklings sem fékk dæmdar 300 þúsund krónur í bætur fyrir að vitnað var til minningarorða hans án þess að nafngreina höfundinn öðruvísi en sem bróður hins látna.“ Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður er sá sem um ræðir. Hann hefur þegar vísað þessum ummælum Reynis til föðurhúsanna í þræði á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann fagnar fullnaðarsigri í málinu. Og svo bítur hann höfuðið af skömminni með því að segja að mér "hafi verið spilað fram", þegar hann veit sem er að það var ég sem vakti athygli á þessu, penslaði fjölmiðla og markaðs-facebookgrúppur með því hversu viðbjóðslega hann og hans miðill voru að hegða sér. pic.twitter.com/WIRVeaHQrj— Atli Viðar (@atli_vidar) November 8, 2024 Þrengi stöðu fjölmiðla Reynir segir að minningargreinamálið sé þannig vaxið að standi dómur í málinu gjörbreyti það stöðu fjölmiðla og þrengi að þeim varðandi tilvitnanir. Það sé eindregin skoðun hans að felldur hafi verið dómur án þess að ígrunda afleiðingarnar og að með ólíkindum væri að láta þann dóm standa. „Hagsmunir Sólartúns í málinu er ekki nema umræddar 350 þúsund krónur að því undanskildu að Mogganum tekst að koma því höggi á félagið að það þurfi að leggja út yfir þrjár milljónir króna til að berjast fyrir ritfrelsi og frelsi til tjáningar. Ég mun í sparnaðarskyni segja upp áskrift að Mogganum og spara þannig um 9 þúsund krónur á mánuði eða um 100 þúsund á ári.“ Málið feli í sér grundvallaratriði sem óhaggað myndi kalla vandræði yfir fjölmiðla og fólk. Þess vegna muni lögmaður hans, Gunnar Ingi Jóhannsson, sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30