Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2024 22:00 Jurriën Timber fagnar eftir að hafa komið Arsenal í 1-0 gegn Manchester United. getty/Jacques Feeney Arsenal vann Manchester United, 2-0, í stórleik 14. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur. Þetta var fyrsta tap United undir stjórn Rúbens Amorim og fjórða tap liðsins í röð fyrir Arsenal sem er áfram í 3. sæti deildarinnar, nú með 28 stig, sjö stigum minna en topplið Liverpool. United er í 11. sætinu með nítján stig. Staðan var markalaus í hálfleik en á 54. mínútu kom Jurriën Timber Arsenal yfir með skalla eftir hornspyrnu Declans Rice. United réði illa við hornspyrnur Arsenal og á 73. mínútu skoruðu Skytturnar aftur eftir horn. Thomas Partey skallaði þá boltann í William Saliba og inn. Matthjis de Ligt komst næst því að skora fyrir gestina þegar David Raya varði skalla hans á 67. mínútu. Annars ógnuðu Rauðu djöflarnir lítið í leiknum. Enski boltinn
Arsenal vann Manchester United, 2-0, í stórleik 14. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur. Þetta var fyrsta tap United undir stjórn Rúbens Amorim og fjórða tap liðsins í röð fyrir Arsenal sem er áfram í 3. sæti deildarinnar, nú með 28 stig, sjö stigum minna en topplið Liverpool. United er í 11. sætinu með nítján stig. Staðan var markalaus í hálfleik en á 54. mínútu kom Jurriën Timber Arsenal yfir með skalla eftir hornspyrnu Declans Rice. United réði illa við hornspyrnur Arsenal og á 73. mínútu skoruðu Skytturnar aftur eftir horn. Thomas Partey skallaði þá boltann í William Saliba og inn. Matthjis de Ligt komst næst því að skora fyrir gestina þegar David Raya varði skalla hans á 67. mínútu. Annars ógnuðu Rauðu djöflarnir lítið í leiknum.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn