„Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 11:51 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki hægt að lesa neinn vinstri sigur úr niðurstöðum kosninganna. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er hvergi nærri af baki og lýsir því yfir að það séu ýmis stjórnarmynstur inni í myndinni. Hann lítur ekki á niðurstöður kosninganna sem einhvern sigur vinstrisins. Fjölmargir hafa lýst því yfir að við blasi að „Valkyrkjustjórnin“ svokölluð, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, hljóti að vera fyrsti kostur í stöðunni. Bjarni sat fyrir svörum á Sprengisandi ásamt þeim Bergþóri Ólasyni Miðflokki og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og hann var ekki á því. Bjarni bar sig vel. „Flokkurinn er áfram klettur í íslenskum stjórnmálum,“ sagði Bjarni og var til þess að gera brattur. „Samfylkingin er að koma úr mikilli eyðimerkurgöngu og fór með himinskautum. En hann gerði eiginlega ekkert annað alla kosningabaráttuna en að tapa fylgi. þetta er alls ekki þessi afgerandi sigur, þetta er minna en ég fékk í síðustu kosningum og þá töluðu menn um afhroð,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að ef Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar yrði sett við borðið með þeim félögum, kona sem hann eigi erfitt með að sjá fyrir sér sem vinstri mann þó hún hafi verið að færast í átt til einhvers konar miðju jafnaðarmennsku uppá síðkastið, þá værum við með ríflegan meirihluta. „Og það er ekki vinstri niðurstaða.“ Sigurður Ingi sagði að ekki væri alltaf einfalt mál að rýna í niðurstöður lýðræðislegra kosninga og fá út einhvern einn vilja. alltaf sé flókið að setja saman ríkisstjórn. En ríkisstjórninni var hafnað? „Já, við skulum nú átta okkur á því að ég var sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn þannig að við skulum nú ekki einu sinni ræða þetta,“ sagði Bjarni og hló. Alþingiskosningar 2024 Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Fjölmargir hafa lýst því yfir að við blasi að „Valkyrkjustjórnin“ svokölluð, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, hljóti að vera fyrsti kostur í stöðunni. Bjarni sat fyrir svörum á Sprengisandi ásamt þeim Bergþóri Ólasyni Miðflokki og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og hann var ekki á því. Bjarni bar sig vel. „Flokkurinn er áfram klettur í íslenskum stjórnmálum,“ sagði Bjarni og var til þess að gera brattur. „Samfylkingin er að koma úr mikilli eyðimerkurgöngu og fór með himinskautum. En hann gerði eiginlega ekkert annað alla kosningabaráttuna en að tapa fylgi. þetta er alls ekki þessi afgerandi sigur, þetta er minna en ég fékk í síðustu kosningum og þá töluðu menn um afhroð,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að ef Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar yrði sett við borðið með þeim félögum, kona sem hann eigi erfitt með að sjá fyrir sér sem vinstri mann þó hún hafi verið að færast í átt til einhvers konar miðju jafnaðarmennsku uppá síðkastið, þá værum við með ríflegan meirihluta. „Og það er ekki vinstri niðurstaða.“ Sigurður Ingi sagði að ekki væri alltaf einfalt mál að rýna í niðurstöður lýðræðislegra kosninga og fá út einhvern einn vilja. alltaf sé flókið að setja saman ríkisstjórn. En ríkisstjórninni var hafnað? „Já, við skulum nú átta okkur á því að ég var sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn þannig að við skulum nú ekki einu sinni ræða þetta,“ sagði Bjarni og hló.
Alþingiskosningar 2024 Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira