Nú reynir á konurnar þrjár Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 10:13 Að mati Ólínu munu ýmsir reyna að rugla í pottinum með það fyrir augum að koma Sjálfstæðisflokknum enn á ný til valda en þá reyni á konurnar þrjár sem eru sigurvegarar kosninganna. vísir/vilhelm Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar. „Hinn þungi dómur þjóðarinnar yfir nýafstöðnu stjórnarsamstarfi birtist afdráttarlaus og skýr í afhroði stjórnarflokkanna, sem er i senn sögulegt og fordæmalaust - ekki síst útreið VG og Framsóknar. Afdrif VG staðfesta enn og aftur þá sögulegu staðreynd að það hefur aldrei farið vel fyrir vinstriflokkum sem ganga stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknun - í hvert sinn sem það hefur gerst hafa vinstriflokkarnir goldið fyrir dýru verði, líkt og nú er augljóst,“ segir Ólína. Þrjár öflugar forystukonur Að mati hennar eru sigurvegarar kosninganna Samfylking, Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sem Ólína telur eiga nú ýmissa kosta völ. „Þrír fyrstnefndu eru skipaðir öflugum forystukonum sem allar hafa burði, bæði vitsmuni og hjartalag, til þess að mynda starfhæfa og stöðuga ríkisstjórn með traustan og öruggan þingmeirihluta á bak við sig, og með gildi jöfnuðar og sanngjarnra stjórnarhátta að leiðaraljósi.“ Ólína sér fyrir sér kvennastjórn, það sá ákallið sem lesa megi í niðurstöður kosninganna.vísir/vilhelm Ólína vonar innilega að þær þrjár axli þá ábyrgð að láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður þessara þriggja flokka, og að þær geri sitt ítrasta til þess að þær geti gengið upp. En vitaskuld sé viðbúið að reynt verði að hræra í pottinum, rugla myndina til að koma Sjálfstæðisflokknum með einhverjum hætti inn í stjórnarsamstaf og til valda á ný. Urður, Verðandi og Skuld „Það væri þó hróplegu ósamræmi við augljósan vilja kjósenda ef sú yrði niðurstaðan - en verið viss, það verður reynt,“ segir Ólína. og segir að nú reyni á konurnar þrjár: „Sem segja má að séu nú í hlutverkum örlagadísanna forðum, Urðar, Verðandi og Skuldar,“ segir Ólína og dregur úr pússi sínu örlaganornirnar þrjár til samanburðar. Hún vonar að þær vaxi allar „af visku og náð“ í því ábyrgðarfulla verkefni sem nú bíður þeirra; „að mynda starfhæfa og traust ríkisstjórn til heilla fyrir land og þjóð. Megi þeim vel farnast.“ Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
„Hinn þungi dómur þjóðarinnar yfir nýafstöðnu stjórnarsamstarfi birtist afdráttarlaus og skýr í afhroði stjórnarflokkanna, sem er i senn sögulegt og fordæmalaust - ekki síst útreið VG og Framsóknar. Afdrif VG staðfesta enn og aftur þá sögulegu staðreynd að það hefur aldrei farið vel fyrir vinstriflokkum sem ganga stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknun - í hvert sinn sem það hefur gerst hafa vinstriflokkarnir goldið fyrir dýru verði, líkt og nú er augljóst,“ segir Ólína. Þrjár öflugar forystukonur Að mati hennar eru sigurvegarar kosninganna Samfylking, Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sem Ólína telur eiga nú ýmissa kosta völ. „Þrír fyrstnefndu eru skipaðir öflugum forystukonum sem allar hafa burði, bæði vitsmuni og hjartalag, til þess að mynda starfhæfa og stöðuga ríkisstjórn með traustan og öruggan þingmeirihluta á bak við sig, og með gildi jöfnuðar og sanngjarnra stjórnarhátta að leiðaraljósi.“ Ólína sér fyrir sér kvennastjórn, það sá ákallið sem lesa megi í niðurstöður kosninganna.vísir/vilhelm Ólína vonar innilega að þær þrjár axli þá ábyrgð að láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður þessara þriggja flokka, og að þær geri sitt ítrasta til þess að þær geti gengið upp. En vitaskuld sé viðbúið að reynt verði að hræra í pottinum, rugla myndina til að koma Sjálfstæðisflokknum með einhverjum hætti inn í stjórnarsamstaf og til valda á ný. Urður, Verðandi og Skuld „Það væri þó hróplegu ósamræmi við augljósan vilja kjósenda ef sú yrði niðurstaðan - en verið viss, það verður reynt,“ segir Ólína. og segir að nú reyni á konurnar þrjár: „Sem segja má að séu nú í hlutverkum örlagadísanna forðum, Urðar, Verðandi og Skuldar,“ segir Ólína og dregur úr pússi sínu örlaganornirnar þrjár til samanburðar. Hún vonar að þær vaxi allar „af visku og náð“ í því ábyrgðarfulla verkefni sem nú bíður þeirra; „að mynda starfhæfa og traust ríkisstjórn til heilla fyrir land og þjóð. Megi þeim vel farnast.“
Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira