Kanónurnar sem eru að hverfa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. desember 2024 03:07 Þingmenn sem þjóðin hefur kynnst vel síðustu ár eru að öllum líkindum að hverfa af þingi. vísir Miklar sveiflur eru á fylgi þingflokka sem hefur þau áhrif að þekktir þingmenn ýmissa flokka hverfa af þingi. Vísir tók saman stærstu nöfnin sem þurfa að öllum líkindum að hverfa á braut. Ráðherrar hverfa á braut Þingflokkur VG þurrkast út samkvæmt öllum tölum. Fylgið var botnfrosið fyrir kosningar og niðurstaða kosninga virðist jafnvel verri en verstu spár, flokkurinn mælist með 2,4 prósent, samanborið við 12,6 prósent árið 2021. Formaðurinn Svandís Svavarsdóttir hefur aðeins verið í því hlutverki í tvo mánuði en er langt frá því að ná inn. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009. Hún var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2012–2013, heilbrigðisráðherra 2017–2021, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022 og matvælaráðherra 2022–2024. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson er einnig að hverfa af þingi. Hann var umhverffis- og auðlindaráðherra 2017–2021 og félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2024. Sömu leið fer Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Vonarstjarnan á leið út Í Framsóknarflokknum eru einnig miklar vendingar, þar sem flokkurinn er að missa Reykjavíkurþingmenn sína alla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er á leið út af þingi eins og staðan er núna. Hún hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2016. Lilja Alfreðsdóttir.vísir/vilhelm Sama á við um Ásmund Einar Daðason oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var þingmaður Vinstri grænna frá árinu 2009 þangað til hann færði sig yfir í Framsókn og gegndi embætti félags- og barnamálaráðherra frá árinu 2017. Þess ber að geta að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson mælist ekki inni sem stendur en hann er næsti maður inn í Suðurkjördæmi þegar þetta er ritað. Sjóræningaskipið sokkið Þingflokkur Pírata fer sömu leið og þurrkast út. Þar innanborðs eru kanónur á borð við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformann sem hefur verið á þingi frá árinu 2016. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.vísir/vilhelm Ræðukóngurinn Björn Leví Gunnarsson er einnig á leið út. Hann hefur einnig verið á þingi frá árinu 2016, og áberandi í mörgum málum, sérstaklega efnahagsmálum. Andrés Ingi Jónsson fer sömu leið, hann var þingmaður Vinstri grænna frá 2016, en fyrir Pírata frá 2021. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Vinstri græn Alþingi Mest lesið Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Erlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Bíll valt í Garðabæ Innlent „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Innlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Fleiri fréttir Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Sjá meira
Ráðherrar hverfa á braut Þingflokkur VG þurrkast út samkvæmt öllum tölum. Fylgið var botnfrosið fyrir kosningar og niðurstaða kosninga virðist jafnvel verri en verstu spár, flokkurinn mælist með 2,4 prósent, samanborið við 12,6 prósent árið 2021. Formaðurinn Svandís Svavarsdóttir hefur aðeins verið í því hlutverki í tvo mánuði en er langt frá því að ná inn. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009. Hún var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2012–2013, heilbrigðisráðherra 2017–2021, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022 og matvælaráðherra 2022–2024. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson er einnig að hverfa af þingi. Hann var umhverffis- og auðlindaráðherra 2017–2021 og félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2024. Sömu leið fer Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Vonarstjarnan á leið út Í Framsóknarflokknum eru einnig miklar vendingar, þar sem flokkurinn er að missa Reykjavíkurþingmenn sína alla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er á leið út af þingi eins og staðan er núna. Hún hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2016. Lilja Alfreðsdóttir.vísir/vilhelm Sama á við um Ásmund Einar Daðason oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var þingmaður Vinstri grænna frá árinu 2009 þangað til hann færði sig yfir í Framsókn og gegndi embætti félags- og barnamálaráðherra frá árinu 2017. Þess ber að geta að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson mælist ekki inni sem stendur en hann er næsti maður inn í Suðurkjördæmi þegar þetta er ritað. Sjóræningaskipið sokkið Þingflokkur Pírata fer sömu leið og þurrkast út. Þar innanborðs eru kanónur á borð við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformann sem hefur verið á þingi frá árinu 2016. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.vísir/vilhelm Ræðukóngurinn Björn Leví Gunnarsson er einnig á leið út. Hann hefur einnig verið á þingi frá árinu 2016, og áberandi í mörgum málum, sérstaklega efnahagsmálum. Andrés Ingi Jónsson fer sömu leið, hann var þingmaður Vinstri grænna frá 2016, en fyrir Pírata frá 2021.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Vinstri græn Alþingi Mest lesið Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Erlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Bíll valt í Garðabæ Innlent „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Innlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Fleiri fréttir Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Sjá meira