Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2024 13:33 Emmanuel Macron og Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad í Frakklandi í október. AP/Aurelien Morissard Ríkisstjórn Tjad tilkynnti í gær að binda ætti enda á varnarsamstarf með Frakklandi og mun það væntanlega fela í sér brotthvarf franskra hermanna þaðan. Tjad er síðasta ríkið á Sahelsvæðinu þar sem Frakkar eru enn með viðveru, eftir að þeim var vísað frá Búrkína Fasó, Malí og Níger í kjölfar valdarána. Þetta var skömmu eftir að utanríkisráðherra Frakklands sótti Tjad heim. Sá fór einnig til Senegal en Bassirou Diomaye Faye, forseti þess ríkis, lýsti því einnig yfir í gær að Frakkar ættu að loka herstöðvum sínum í Senegal. Vera franskra hermanna í landinu færi gegn fullveldi þess. Faye vill samt ekki meina að með því vilji hann slíta tengsl Senegal og Frakklands, eins og fram kemur í frétt France24. Hann var kjörinn til embættis í mars og hét hann því að tryggja fullveldi landsins. Vilja fækka hermönnum á svæðinu Frakkar hafa um árabil verið með hermenn í Tjad, Gabon og Fílabeinsströndinni en undanfarið hefur átt sér stað umræða í Frakklandi um að draga úr umsvifum ríkisins þar. Um þúsund franskir hermenn eru í Tjad, með orrustuþotur og önnur hergögn. 🇹🇩🇫🇷 Le Tchad decide de mettre fin à l'accord de coopération en matière de défense avec la France.Communiqué du Gouvernement 👇 pic.twitter.com/YXeBjv2WZ4— Ambassade du Tchad en France (@Ambatchadparis) November 28, 2024 AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðamenn í Frakklandi hafi íhugað að fækka hermönnum í Senegal og Gabon úr um 350 í hundrað. Í Tjad hafi staðið til að fækka hermönnum úr um þúsund í þrjú hundrað og á Fílabeinsströndinni úr um sex hundrað í hundrað. Á undanförnum árum hafa herforingjastjórnir í Búrkína Fasó, Malí og Níger vísað frönskum og bandarískum hermönnum á brott og þess í stað bætt samskipti við Rússland og ráðið rússneska málaliða á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands. Öryggisástand þessara ríkja hefur síðan þá versnað töluvert og á það sérstaklega við Malí og Búrkína Fasó. Vígahópum hefur vaxið mjög ásmegin á öllu Sahel-svæðinu og víðar í Afríku. Líta meira til Rússlands Tjad hefur spilað stóra rullu í baráttunni gegn þessum vígahópum, sem bandalagsríki Vesturlanda en að undanförnu hefur ríkið færst nær Rússlandi, eins og fleiri ríki á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Ríkisstjórn Tjad vísaði bandarískum sérsveitarmönnum úr landi fyrr á þessu ári en viðræður um endurkomu þeirra munu hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, tók völd eftir að faðir hans, sem stjórnað hafði landinu í rúma þrjá áratugi, var felldur í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum í málefnum Afríku að ákvörðun hans muni líklega reynast tækifæri fyrir Rússa, Tyrki og ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þessi þrjú ríki hafa verið að auka umsvif sín á Sahelsvæðinu. Tjad Senegal Hryðjuverkastarfsemi Frakkland Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Þetta var skömmu eftir að utanríkisráðherra Frakklands sótti Tjad heim. Sá fór einnig til Senegal en Bassirou Diomaye Faye, forseti þess ríkis, lýsti því einnig yfir í gær að Frakkar ættu að loka herstöðvum sínum í Senegal. Vera franskra hermanna í landinu færi gegn fullveldi þess. Faye vill samt ekki meina að með því vilji hann slíta tengsl Senegal og Frakklands, eins og fram kemur í frétt France24. Hann var kjörinn til embættis í mars og hét hann því að tryggja fullveldi landsins. Vilja fækka hermönnum á svæðinu Frakkar hafa um árabil verið með hermenn í Tjad, Gabon og Fílabeinsströndinni en undanfarið hefur átt sér stað umræða í Frakklandi um að draga úr umsvifum ríkisins þar. Um þúsund franskir hermenn eru í Tjad, með orrustuþotur og önnur hergögn. 🇹🇩🇫🇷 Le Tchad decide de mettre fin à l'accord de coopération en matière de défense avec la France.Communiqué du Gouvernement 👇 pic.twitter.com/YXeBjv2WZ4— Ambassade du Tchad en France (@Ambatchadparis) November 28, 2024 AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðamenn í Frakklandi hafi íhugað að fækka hermönnum í Senegal og Gabon úr um 350 í hundrað. Í Tjad hafi staðið til að fækka hermönnum úr um þúsund í þrjú hundrað og á Fílabeinsströndinni úr um sex hundrað í hundrað. Á undanförnum árum hafa herforingjastjórnir í Búrkína Fasó, Malí og Níger vísað frönskum og bandarískum hermönnum á brott og þess í stað bætt samskipti við Rússland og ráðið rússneska málaliða á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands. Öryggisástand þessara ríkja hefur síðan þá versnað töluvert og á það sérstaklega við Malí og Búrkína Fasó. Vígahópum hefur vaxið mjög ásmegin á öllu Sahel-svæðinu og víðar í Afríku. Líta meira til Rússlands Tjad hefur spilað stóra rullu í baráttunni gegn þessum vígahópum, sem bandalagsríki Vesturlanda en að undanförnu hefur ríkið færst nær Rússlandi, eins og fleiri ríki á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Ríkisstjórn Tjad vísaði bandarískum sérsveitarmönnum úr landi fyrr á þessu ári en viðræður um endurkomu þeirra munu hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, tók völd eftir að faðir hans, sem stjórnað hafði landinu í rúma þrjá áratugi, var felldur í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum í málefnum Afríku að ákvörðun hans muni líklega reynast tækifæri fyrir Rússa, Tyrki og ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þessi þrjú ríki hafa verið að auka umsvif sín á Sahelsvæðinu.
Tjad Senegal Hryðjuverkastarfsemi Frakkland Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira