Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 07:46 Ruud van Nistelrooy fagnar hér einu marka Manchester United á móti Leicester City en hann er nú að taka við Leicester. Getty/Carl Recine Breskir og hollenskir miðlar segja frá því að Ruud Van Nistelrooy verði næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. BBC, Guardian og De Telegraaf segja frá þessu alveg eins skúbbarinn frægi Fabrizio Romano. Van Nistelrooy stýrði Manchester United í fjórum leikjum á dögunum eftir að Erik ten Hag var rekinn. United vann þrjá af þessum leikjum og tapaði engum. Ruben Amorim var síðan ráðinn knattspyrnustjóri United og Portúgalinn vildi ekki halda Van Nistelrooy hjá United þrátt fyrir að Hollendingurinn hefði sóst eftir því. Vann Leicester tvisvar á dögunum Tveir af sigurleikjum United í þessari stuttu knattspyrnustjóratíð Van Nistelrooy voru einmitt á móti Leicester. United vann 5-2 í deildabikarleik liðanna og svo 3-0 sigur í deildinni. Leicester rak Steve Cooper eftir 2-1 tap á móti Chelsea um síðustu helgi. Liðið situr í sextánda sæti en er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti. Cooper entist stutt í starfi því hann tók við í sumar þegar Enzo Maresca hætti til að taka við Chelsea. Maresca hafði komið liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeidina. Aðeins tveir sigrar á leiktíðinni Leicester tókst aðeins að vinna tvo sigurleiki undir stjórn Cooper. Það er því ljóst að Van Nistelrooy bíður afar krefjandi starf ætli liðið að fara ekki beint niður aftur. Þetta verður annað aðalstjórastarf Van Nistelrooy fyrir utan Manchester United. Hann stýrði PSV Eindhoven tímabilið 2022-23 og gerði liðið meðal annars að hollenskum bikarmeisturum. Næsti leikur Leicester er útileikur á móti Brentford á laugardaginn en það er ekki vitað hvort Van Nistelrooy stýrði liðinu þar. Ben Dawson mun líklega taka að sér þann leik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Enski boltinn Mest lesið Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Fótbolti Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Sport Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Körfubolti Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Handbolti Dagskráin í dag: Síðasti formúlukappaksturinn og þriðji þáttur Kanans Sport Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Enski boltinn Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Fleiri fréttir Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Mourinho svaraði Guardiola: Ég vann mína þrjá titla drengilega United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Fulham upp í sjötta sætið Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu Verið meiddur í fjögur og hálft ár Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Sjá meira
BBC, Guardian og De Telegraaf segja frá þessu alveg eins skúbbarinn frægi Fabrizio Romano. Van Nistelrooy stýrði Manchester United í fjórum leikjum á dögunum eftir að Erik ten Hag var rekinn. United vann þrjá af þessum leikjum og tapaði engum. Ruben Amorim var síðan ráðinn knattspyrnustjóri United og Portúgalinn vildi ekki halda Van Nistelrooy hjá United þrátt fyrir að Hollendingurinn hefði sóst eftir því. Vann Leicester tvisvar á dögunum Tveir af sigurleikjum United í þessari stuttu knattspyrnustjóratíð Van Nistelrooy voru einmitt á móti Leicester. United vann 5-2 í deildabikarleik liðanna og svo 3-0 sigur í deildinni. Leicester rak Steve Cooper eftir 2-1 tap á móti Chelsea um síðustu helgi. Liðið situr í sextánda sæti en er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti. Cooper entist stutt í starfi því hann tók við í sumar þegar Enzo Maresca hætti til að taka við Chelsea. Maresca hafði komið liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeidina. Aðeins tveir sigrar á leiktíðinni Leicester tókst aðeins að vinna tvo sigurleiki undir stjórn Cooper. Það er því ljóst að Van Nistelrooy bíður afar krefjandi starf ætli liðið að fara ekki beint niður aftur. Þetta verður annað aðalstjórastarf Van Nistelrooy fyrir utan Manchester United. Hann stýrði PSV Eindhoven tímabilið 2022-23 og gerði liðið meðal annars að hollenskum bikarmeisturum. Næsti leikur Leicester er útileikur á móti Brentford á laugardaginn en það er ekki vitað hvort Van Nistelrooy stýrði liðinu þar. Ben Dawson mun líklega taka að sér þann leik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Enski boltinn Mest lesið Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Fótbolti Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Sport Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Körfubolti Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Handbolti Dagskráin í dag: Síðasti formúlukappaksturinn og þriðji þáttur Kanans Sport Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Enski boltinn Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Fleiri fréttir Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Mourinho svaraði Guardiola: Ég vann mína þrjá titla drengilega United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Fulham upp í sjötta sætið Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu Verið meiddur í fjögur og hálft ár Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Sjá meira