Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2024 07:02 Icardi er vinsæll í Tyrklandi. EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU Hinn 31 árs gamli Mauro Icardi var á sínum tíma einn heitasti framherji Evrópu, innan vallar sem utan. Undanfarin misseri hefur hann hins vegar verið meira í fréttum vegna ástarmála sinna heldur en vegna frammistöðu á knattspyrnuvellinum. Argentínumaðurinn Icardi spilar í dag með Galatasaray í Tyrklandi en hann gerði garðinn frægan hjá Inter á Ítalíu áður en hann færði sig yfir til Parísar þar sem hann lék með PSG frá 2019 til 2023. Jafnframt spilaði hann átta A-landsleiki frá 2013-18. Það eru nokkur ár síðan Icardi og eiginkona hans Wanda Nara, sem var áður gift Maxi Lopez – góðvini Icardi, komust í fréttirnar þar sem hjónaband þeirra var á barmi skilnaðar. Á endanum gáfust hjónakornin upp og ákváðu að þetta væri komið gott enda átti Icardi að hafa haldið við aðrar konur þó þau væru enn gift. Skilnaðurinn gekk vissulega ekki snurðulaust fyrir sig en í sitthvora áttina þau fóru. Nú hefur ítalski miðillinn Corriere della Sera greint frá því að Icardi hafi fundið ástina á ný. Það þykir þó heldur kómískt að ástina fann hann í örmum skilnaðarlögfræðings síns, Angela Burgos. Icardi, il nuovo amore è Angela Burgos, l'avvocato che lo segue nel divorzio da Wanda https://t.co/OmVG5fpnT7— Corriere della Sera (@Corriere) November 26, 2024 Burgos er sannkallaður stjörnulögfræðingur og rekur eigin stofu samkvæmt Corriere della Sera. Þá heldur hún úti sjónvarpsþætti um lögfræðitengd málefni. Icardi ætti að hafa nægan tíma til að stela hjarta Burgos þar sem hann meiddist illa á hné gegn Tottenham Hotspur á dögunum og verður mögulega frá út leiktíðina. Hann hafði byrjað tímabilið af krafti og komið að átta mörkum (sex mörk, tvær stoðsendingar) í 14 leikjum í öllum keppnum. Lið hans, Galatasaray, hefur byrjað tímabilið af krafti heima fyrir og á enn eftir að tapa leik. Trónir liðið á toppi deildarinnar með 34 stig, fimm meira en Fenerbahçe í sem situr í 2. sætinu. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Argentínumaðurinn Icardi spilar í dag með Galatasaray í Tyrklandi en hann gerði garðinn frægan hjá Inter á Ítalíu áður en hann færði sig yfir til Parísar þar sem hann lék með PSG frá 2019 til 2023. Jafnframt spilaði hann átta A-landsleiki frá 2013-18. Það eru nokkur ár síðan Icardi og eiginkona hans Wanda Nara, sem var áður gift Maxi Lopez – góðvini Icardi, komust í fréttirnar þar sem hjónaband þeirra var á barmi skilnaðar. Á endanum gáfust hjónakornin upp og ákváðu að þetta væri komið gott enda átti Icardi að hafa haldið við aðrar konur þó þau væru enn gift. Skilnaðurinn gekk vissulega ekki snurðulaust fyrir sig en í sitthvora áttina þau fóru. Nú hefur ítalski miðillinn Corriere della Sera greint frá því að Icardi hafi fundið ástina á ný. Það þykir þó heldur kómískt að ástina fann hann í örmum skilnaðarlögfræðings síns, Angela Burgos. Icardi, il nuovo amore è Angela Burgos, l'avvocato che lo segue nel divorzio da Wanda https://t.co/OmVG5fpnT7— Corriere della Sera (@Corriere) November 26, 2024 Burgos er sannkallaður stjörnulögfræðingur og rekur eigin stofu samkvæmt Corriere della Sera. Þá heldur hún úti sjónvarpsþætti um lögfræðitengd málefni. Icardi ætti að hafa nægan tíma til að stela hjarta Burgos þar sem hann meiddist illa á hné gegn Tottenham Hotspur á dögunum og verður mögulega frá út leiktíðina. Hann hafði byrjað tímabilið af krafti og komið að átta mörkum (sex mörk, tvær stoðsendingar) í 14 leikjum í öllum keppnum. Lið hans, Galatasaray, hefur byrjað tímabilið af krafti heima fyrir og á enn eftir að tapa leik. Trónir liðið á toppi deildarinnar með 34 stig, fimm meira en Fenerbahçe í sem situr í 2. sætinu.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira