Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2024 07:02 Icardi er vinsæll í Tyrklandi. EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU Hinn 31 árs gamli Mauro Icardi var á sínum tíma einn heitasti framherji Evrópu, innan vallar sem utan. Undanfarin misseri hefur hann hins vegar verið meira í fréttum vegna ástarmála sinna heldur en vegna frammistöðu á knattspyrnuvellinum. Argentínumaðurinn Icardi spilar í dag með Galatasaray í Tyrklandi en hann gerði garðinn frægan hjá Inter á Ítalíu áður en hann færði sig yfir til Parísar þar sem hann lék með PSG frá 2019 til 2023. Jafnframt spilaði hann átta A-landsleiki frá 2013-18. Það eru nokkur ár síðan Icardi og eiginkona hans Wanda Nara, sem var áður gift Maxi Lopez – góðvini Icardi, komust í fréttirnar þar sem hjónaband þeirra var á barmi skilnaðar. Á endanum gáfust hjónakornin upp og ákváðu að þetta væri komið gott enda átti Icardi að hafa haldið við aðrar konur þó þau væru enn gift. Skilnaðurinn gekk vissulega ekki snurðulaust fyrir sig en í sitthvora áttina þau fóru. Nú hefur ítalski miðillinn Corriere della Sera greint frá því að Icardi hafi fundið ástina á ný. Það þykir þó heldur kómískt að ástina fann hann í örmum skilnaðarlögfræðings síns, Angela Burgos. Icardi, il nuovo amore è Angela Burgos, l'avvocato che lo segue nel divorzio da Wanda https://t.co/OmVG5fpnT7— Corriere della Sera (@Corriere) November 26, 2024 Burgos er sannkallaður stjörnulögfræðingur og rekur eigin stofu samkvæmt Corriere della Sera. Þá heldur hún úti sjónvarpsþætti um lögfræðitengd málefni. Icardi ætti að hafa nægan tíma til að stela hjarta Burgos þar sem hann meiddist illa á hné gegn Tottenham Hotspur á dögunum og verður mögulega frá út leiktíðina. Hann hafði byrjað tímabilið af krafti og komið að átta mörkum (sex mörk, tvær stoðsendingar) í 14 leikjum í öllum keppnum. Lið hans, Galatasaray, hefur byrjað tímabilið af krafti heima fyrir og á enn eftir að tapa leik. Trónir liðið á toppi deildarinnar með 34 stig, fimm meira en Fenerbahçe í sem situr í 2. sætinu. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Í beinni: Liverpool - Ipswich Town | Toppliðið tekur á móti nýliðunum Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Sjá meira
Argentínumaðurinn Icardi spilar í dag með Galatasaray í Tyrklandi en hann gerði garðinn frægan hjá Inter á Ítalíu áður en hann færði sig yfir til Parísar þar sem hann lék með PSG frá 2019 til 2023. Jafnframt spilaði hann átta A-landsleiki frá 2013-18. Það eru nokkur ár síðan Icardi og eiginkona hans Wanda Nara, sem var áður gift Maxi Lopez – góðvini Icardi, komust í fréttirnar þar sem hjónaband þeirra var á barmi skilnaðar. Á endanum gáfust hjónakornin upp og ákváðu að þetta væri komið gott enda átti Icardi að hafa haldið við aðrar konur þó þau væru enn gift. Skilnaðurinn gekk vissulega ekki snurðulaust fyrir sig en í sitthvora áttina þau fóru. Nú hefur ítalski miðillinn Corriere della Sera greint frá því að Icardi hafi fundið ástina á ný. Það þykir þó heldur kómískt að ástina fann hann í örmum skilnaðarlögfræðings síns, Angela Burgos. Icardi, il nuovo amore è Angela Burgos, l'avvocato che lo segue nel divorzio da Wanda https://t.co/OmVG5fpnT7— Corriere della Sera (@Corriere) November 26, 2024 Burgos er sannkallaður stjörnulögfræðingur og rekur eigin stofu samkvæmt Corriere della Sera. Þá heldur hún úti sjónvarpsþætti um lögfræðitengd málefni. Icardi ætti að hafa nægan tíma til að stela hjarta Burgos þar sem hann meiddist illa á hné gegn Tottenham Hotspur á dögunum og verður mögulega frá út leiktíðina. Hann hafði byrjað tímabilið af krafti og komið að átta mörkum (sex mörk, tvær stoðsendingar) í 14 leikjum í öllum keppnum. Lið hans, Galatasaray, hefur byrjað tímabilið af krafti heima fyrir og á enn eftir að tapa leik. Trónir liðið á toppi deildarinnar með 34 stig, fimm meira en Fenerbahçe í sem situr í 2. sætinu.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Í beinni: Liverpool - Ipswich Town | Toppliðið tekur á móti nýliðunum Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Sjá meira