Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2024 14:08 Símarnir eru teknir af börnunum fylgi þau ekki reglum sem settar eru í skólanum um símana. Vísir/Getty Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. Þegar svör skólastjóranna voru greind eftir hverfum eða miðstöðvum komi fram að í Austurmiðstöð segi níu skólastjórar já en sex að skólinn sé ekki símalaus, í Norðurmiðstöð sögðu átta skólar já og þrír nei. Í Suðurmiðstöð sögðu þrír skólastjórar já og tveir nei. Í Vesturmiðstöð sögðu sex skólastjórar já og einn nei. Nánar hér. Skólastjórarnir voru einnig spurðir hvernig símabanninu væri framfylgt og hvernig það hefði gengið. Flestir skólastjórarnir sögðu að vel hefði gengið að framfylgja símabanninu. Slökkt á símanum og hann í töskunni Reglurnar varðandi símanotkun væru á þá leið að slökkt ætti að vera á símunum og að þeir ættu að vera í töskum nemenda á skólatíma en að ef nemendur gleymdu sér og hefðu símana uppi við, minntu kennarar þá á reglurnar og bentu nemendum á að setja símana í töskur sínar. Þá segir að í þeim tilvikum þar sem nemendur fylgdu ekki fyrirmælum um að setja símana aftur í töskurnar hafi símarnir verið teknir af þeim og hringt í foreldra eða forráðamenn og þeir beðnir að sækja símana. Þá hafi nokkrir skólastjórar í þessu samhengi nefnt að það skipti miklu máli að reglur um símanotkun hefðu verið samdar í samráði við nemendur og jafnvel foreldra og það skipti miklu máli varðandi vilja nemenda til að framfylgja þeim. Þá hafi einn skólastjóri nefnt að nemendur og foreldrar hefðu skrifað undir sérstakan samning varðandi símanotkunina sem hjálpaði mikið til við að reglunum væri framfylgt. Þó er tekið fram að ekki hafi verið spurt sérstaklega um þetta atriði og það megi vel vera að þetta sé einnig gert í fleiri skólum en þessum eina skóla. Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Svíar banna síma í grunnskólum Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er. 9. desember 2023 08:18 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Þegar svör skólastjóranna voru greind eftir hverfum eða miðstöðvum komi fram að í Austurmiðstöð segi níu skólastjórar já en sex að skólinn sé ekki símalaus, í Norðurmiðstöð sögðu átta skólar já og þrír nei. Í Suðurmiðstöð sögðu þrír skólastjórar já og tveir nei. Í Vesturmiðstöð sögðu sex skólastjórar já og einn nei. Nánar hér. Skólastjórarnir voru einnig spurðir hvernig símabanninu væri framfylgt og hvernig það hefði gengið. Flestir skólastjórarnir sögðu að vel hefði gengið að framfylgja símabanninu. Slökkt á símanum og hann í töskunni Reglurnar varðandi símanotkun væru á þá leið að slökkt ætti að vera á símunum og að þeir ættu að vera í töskum nemenda á skólatíma en að ef nemendur gleymdu sér og hefðu símana uppi við, minntu kennarar þá á reglurnar og bentu nemendum á að setja símana í töskur sínar. Þá segir að í þeim tilvikum þar sem nemendur fylgdu ekki fyrirmælum um að setja símana aftur í töskurnar hafi símarnir verið teknir af þeim og hringt í foreldra eða forráðamenn og þeir beðnir að sækja símana. Þá hafi nokkrir skólastjórar í þessu samhengi nefnt að það skipti miklu máli að reglur um símanotkun hefðu verið samdar í samráði við nemendur og jafnvel foreldra og það skipti miklu máli varðandi vilja nemenda til að framfylgja þeim. Þá hafi einn skólastjóri nefnt að nemendur og foreldrar hefðu skrifað undir sérstakan samning varðandi símanotkunina sem hjálpaði mikið til við að reglunum væri framfylgt. Þó er tekið fram að ekki hafi verið spurt sérstaklega um þetta atriði og það megi vel vera að þetta sé einnig gert í fleiri skólum en þessum eina skóla.
Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Svíar banna síma í grunnskólum Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er. 9. desember 2023 08:18 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28
Svíar banna síma í grunnskólum Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er. 9. desember 2023 08:18
Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56