„Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:01 Alfreð Finnbogasyni líst mjög vel á þá tvo kosti sem eru mest í umræðunni sem næsti landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Harry Langer Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. Hver á að vera næsti landsliðsþjálfari Íslands? er spurning sem margur veltir fyrir sér þessa dagana. Fyrrum landsliðsmaðurinn Alfreð segir kostina tvo sem eru hvað mest í umræðunni báða vera álitlega fyrir framtíð liðsins. Åge Hareide sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari á mánudaginn og hafa tvö nöfn þegar skorið sig úr í umræðunni um eftirmann hans, Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu. Hafa báðir áhuga Þeir eru báðir sagðir hafa áhuga á starfinu en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hefur KSÍ ekki haft samband við þá enn sem komið er. Þorvaldur Örlygsson sagði í sportpakkanum á mánudaginn að honum litist betur á það að ráða innlendan þjálfara fremur en erlendan. Það ýtir enn frekar undir líkurnar á því að Freyr eða Arnar verði fyrir valinu. Alfreð Finnbogason lagði nýlega fótboltaskóna á hilluna frægu eftir langan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu. Alfreð þekkir annan aðilann betur en hinn. Honum líst þó vel á báða kosti. Þekkir Freysa mjög vel „Ég þekki Freysa mjög vel eftir að hafa unnið með honum í landsliðinu og í Lyngby. Arnar hefur verið að vinna frábært starf hjá Víking. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir fleiri sem koma til greina en ef þetta eru kostirnir tveir þá er það bara frábært,“ sagði Alfreð í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég held að þessir tveir aðilar gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið og ná ábyggilega mjög vel til þessara yngri leikmanna. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan há íslenska landsliðinu,“ sagði Alfreð en vill hann ekkert gera upp á milli þeirra Freys og Arnars? Í mjög góðum málum „Ég þekki ekki Arnar jafnvel sem þjálfara eins og Freysa. Utan frá er hann að gera stórkostlega hluti. Það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra. Þetta eru tveir frábærir kostir og ef þetta eru kostirnir tveir sem eru í boði þá held ég að við séum í mjög góðum málum,“ sagði Alfreð. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Hver á að vera næsti landsliðsþjálfari Íslands? er spurning sem margur veltir fyrir sér þessa dagana. Fyrrum landsliðsmaðurinn Alfreð segir kostina tvo sem eru hvað mest í umræðunni báða vera álitlega fyrir framtíð liðsins. Åge Hareide sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari á mánudaginn og hafa tvö nöfn þegar skorið sig úr í umræðunni um eftirmann hans, Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu. Hafa báðir áhuga Þeir eru báðir sagðir hafa áhuga á starfinu en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hefur KSÍ ekki haft samband við þá enn sem komið er. Þorvaldur Örlygsson sagði í sportpakkanum á mánudaginn að honum litist betur á það að ráða innlendan þjálfara fremur en erlendan. Það ýtir enn frekar undir líkurnar á því að Freyr eða Arnar verði fyrir valinu. Alfreð Finnbogason lagði nýlega fótboltaskóna á hilluna frægu eftir langan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu. Alfreð þekkir annan aðilann betur en hinn. Honum líst þó vel á báða kosti. Þekkir Freysa mjög vel „Ég þekki Freysa mjög vel eftir að hafa unnið með honum í landsliðinu og í Lyngby. Arnar hefur verið að vinna frábært starf hjá Víking. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir fleiri sem koma til greina en ef þetta eru kostirnir tveir þá er það bara frábært,“ sagði Alfreð í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég held að þessir tveir aðilar gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið og ná ábyggilega mjög vel til þessara yngri leikmanna. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan há íslenska landsliðinu,“ sagði Alfreð en vill hann ekkert gera upp á milli þeirra Freys og Arnars? Í mjög góðum málum „Ég þekki ekki Arnar jafnvel sem þjálfara eins og Freysa. Utan frá er hann að gera stórkostlega hluti. Það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra. Þetta eru tveir frábærir kostir og ef þetta eru kostirnir tveir sem eru í boði þá held ég að við séum í mjög góðum málum,“ sagði Alfreð.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira