Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 16:46 Ástríður Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Vísir Skrifstofa Landskjörstjórnar fundaði nú síðdegis með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna þriggja, vegna aftakaveðurspár fyrir komandi kjördag. Framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir enn stefnt að því að kjörfundur fari fram alls staðar á laugardag, en hvorki fólk né atkvæði verði lögð í hættu. „Við áttum fund með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna og fórum yfir veðurspár og veðurhorfur. Það er enn dálítil óvissa um framhaldið,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Veðurspáin er ekki góð á Austurlandi á laugardag og Norðvesturlandi. Spáð er 10 til 15 metrum á sekúndu á Norður- og Norðausturlandi, og allt að 20 metrum á sekúndu austar á landinu. Snjókumu er spáð á Austfjörðum, Austurlandi og Norðausturlandi, en éljum á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Því er uppi vafi um hversu greiðfært verður til að komast með atkvæði frá kjörstöðum og á talningarstaði. Ræða við Vegagerð, Veðurstofu og Landhelgisgæslu Ástríðuur segir að enn sé stefnt að því að kjörfundur verði um allt land á laugardag. Aðrar sviðsmyndir séu þó til skoðunar, ef veður leikur kjósendur og starfsólk kjörstjórna grátt. Hún segir ráðstafanir vegna mögulegs aftakaveðurs í sífelldri skoðun hjá Landskjörstjórn. „Það er í raun bara verið að ræða og undirbúa það ef eitthvað þarf að bregðast við. Það er ekki tímabært núna að taka ákvarðanir. Eins og hefur komið fram þá er búið að vera að skipuleggja flutning á atkvæðum og slíku á talningarstaði og við erum búin að eiga samtöl og fundi með Vegagerðinni, Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni. Við erum búin að vera í samtali við viðbragðsaðila og undirbúa okkur fyrir þessar óvissuaðstæður sem við stöndum frammi fyrir.“ Hægt að telja í stökum sveitarfélögum Þrjár sviðsmyndir séu á borðinu sem stendur. „Sú fyrsta er að allt gangi eins og gert er ráð fyrir á kjördag, fólk komist að kjósa, og hægt verði að telja. Næsta sviðsmynd lýtur að því að talningu seinki, það verði tafir á flutningi atkvæða á talningarstað. Þá er hægt að fresta talningu eða hún gengur hægar fyrir sig. Jafnvel er hægt að skipa umdæmiskjörstjórnir sem gætu þá talið í ákveðnum bæjarfélögum,“ segir Ástríður. Vilja fyrst og fremst tryggja öryggi Þriðja sviðsmyndin felist í algjöru þrautaúrræði, sem væri að fresta kjörfundi á ákveðnum stað eða stöðum. Það hefði þær afleiðingar í för með sér að ekki væri hægt að hefja talningu atkvæða neins staðar á landinu, fyrr en frestuðum kjörfundi væri lokið. Heimild er í kosningalögum til að fresta kjörfundi og ákveða nýjan kjördag innan viku frá frestun. „Það væri þrautaúrræði, ef þess þyrfti. En það er allt í lagi að það komi fram að það er stefna Landskjörstjórnar að fólk og atkvæði verði ekki lögð í hættu. Þá eigum við bæði við öryggi kjósenda og starfsmanna við kosningar og talningu.“ Lítið annað sé að gera en að horfa reglulega til veðurs næstu daga. „Spár geta breyst og veður er ekkert alltaf í samræmi við spár, án þess að ég ætli að fara að tala illa um veðurfræðinga. Við verðum bara að bíða átekta og fylgjast vel með,“ segir Ástríður. Veður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
„Við áttum fund með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna og fórum yfir veðurspár og veðurhorfur. Það er enn dálítil óvissa um framhaldið,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Veðurspáin er ekki góð á Austurlandi á laugardag og Norðvesturlandi. Spáð er 10 til 15 metrum á sekúndu á Norður- og Norðausturlandi, og allt að 20 metrum á sekúndu austar á landinu. Snjókumu er spáð á Austfjörðum, Austurlandi og Norðausturlandi, en éljum á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Því er uppi vafi um hversu greiðfært verður til að komast með atkvæði frá kjörstöðum og á talningarstaði. Ræða við Vegagerð, Veðurstofu og Landhelgisgæslu Ástríðuur segir að enn sé stefnt að því að kjörfundur verði um allt land á laugardag. Aðrar sviðsmyndir séu þó til skoðunar, ef veður leikur kjósendur og starfsólk kjörstjórna grátt. Hún segir ráðstafanir vegna mögulegs aftakaveðurs í sífelldri skoðun hjá Landskjörstjórn. „Það er í raun bara verið að ræða og undirbúa það ef eitthvað þarf að bregðast við. Það er ekki tímabært núna að taka ákvarðanir. Eins og hefur komið fram þá er búið að vera að skipuleggja flutning á atkvæðum og slíku á talningarstaði og við erum búin að eiga samtöl og fundi með Vegagerðinni, Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni. Við erum búin að vera í samtali við viðbragðsaðila og undirbúa okkur fyrir þessar óvissuaðstæður sem við stöndum frammi fyrir.“ Hægt að telja í stökum sveitarfélögum Þrjár sviðsmyndir séu á borðinu sem stendur. „Sú fyrsta er að allt gangi eins og gert er ráð fyrir á kjördag, fólk komist að kjósa, og hægt verði að telja. Næsta sviðsmynd lýtur að því að talningu seinki, það verði tafir á flutningi atkvæða á talningarstað. Þá er hægt að fresta talningu eða hún gengur hægar fyrir sig. Jafnvel er hægt að skipa umdæmiskjörstjórnir sem gætu þá talið í ákveðnum bæjarfélögum,“ segir Ástríður. Vilja fyrst og fremst tryggja öryggi Þriðja sviðsmyndin felist í algjöru þrautaúrræði, sem væri að fresta kjörfundi á ákveðnum stað eða stöðum. Það hefði þær afleiðingar í för með sér að ekki væri hægt að hefja talningu atkvæða neins staðar á landinu, fyrr en frestuðum kjörfundi væri lokið. Heimild er í kosningalögum til að fresta kjörfundi og ákveða nýjan kjördag innan viku frá frestun. „Það væri þrautaúrræði, ef þess þyrfti. En það er allt í lagi að það komi fram að það er stefna Landskjörstjórnar að fólk og atkvæði verði ekki lögð í hættu. Þá eigum við bæði við öryggi kjósenda og starfsmanna við kosningar og talningu.“ Lítið annað sé að gera en að horfa reglulega til veðurs næstu daga. „Spár geta breyst og veður er ekkert alltaf í samræmi við spár, án þess að ég ætli að fara að tala illa um veðurfræðinga. Við verðum bara að bíða átekta og fylgjast vel með,“ segir Ástríður.
Veður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira