Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 11:18 Orri Óskarsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga fyrir höndum umspil í lok mars, um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar. Getty/Stefan Ivanovic Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Kósovó í umspilinu um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Segja má að umspilið verði ansi sérstakt því ljóst er að Ísland getur ekki spilað sinn heimaleik á Íslandi, vegna vallarmála hér á landi. Liðin mætast í tveimur leikjum og er áætlað að þeir fari fram fimmtudaginn 20. mars og sunnudaginn 23. mars. Dregið var í beinni útsendingu í dag. Ísland á heimaleik í seinni leiknum en samkvæmt svari KSÍ er útilokað að sá leikur fari fram á Íslandi. Hann mun því fara fram erlendis en ekki er enn ljóst nákvæmlega hvar. Ef Ísland vinnur umspilið mun liðið áfram leika í B-deild í Þjóðadeildinni haustið 2026, en tapi liðið mun það leika í C-deildinni. Hareide ekki viðstaddur Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki viðstaddur dráttinn í Sviss í dag en þar mátti sjá Davíð Snorra Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Vangaveltur hafa verið um framtíð Hareide en riftunarákvæði er í samningi hans sem bæði Norðmaðurinn og stjórn KSÍ geta nú nýtt. Það verður því að koma í ljós hvort að Hareide og Davíð verða með liðið í leikjunum við mars, eða mögulega einhver allt annar þjálfari. Heimir og hans menn mæta Búlgaríu Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu eru í svipuðum sporum og Ísland, eftir að hafa endað í 3. sæti síns riðils í B-deildinni. Þeir drógust gegn Búlgaríu. B/C-umspilið í Þjóðadeild UEFA Kósovó - Ísland Búlgaría - Írland Armenía - Georgía Slóvakía - Slóvenía Fjórir mögulegir mótherjar Íslands voru í skálinni í dag, liðin sem enduðu í 2. sæti síns riðils í C-deildinni nú, en það voru Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía. Kósovóar deila við UEFA Kósovóar hafa staðið í deilu við UEFA eftir að leikmenn liðsins gengu af velli undir lok leiks gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í haust þegar staðan var markalaus. UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur. Kósovóar segja leikmenn sína hafa orðið fyrir barðinu á rasískum hrópum stuðningsmanna Rúmeníu, og UEFA staðfestir það að ákveðnu leyti í dómi sínum þar sem rúmenska knattspyrnusambandið fær sekt og eins leiks áhorfendabann. Knattspyrnusamband Kósovó ætlar því að áfrýja úrskurði UEFA til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins. Rúmeníu var dæmdur 3-0 sigur en hvort sem því yrði breytt í tap Rúmeníu eða jafntefli þá myndi Kósovó alltaf hafa endað í 2. sæti riðils þjóðanna í C-deildinni, og því fara í umspilið sem nú er ljóst að verður við Ísland. Sigurinn sem tryggði Íslandi sæti á HM Ísland og Kósovó hafa tvisvar áður mæst en það var í undankeppni HM 2018. Ísland rétt marði þá 2-1 sigur á útivelli, en leikið var í Albaníu, og skoruðu Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson mörk Íslands. Í seinni leiknum vann Ísland 2-0 sigur á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið farseðil á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Undankeppni HM 2018 var einmitt fyrsta undankeppni Kósovó, en þjóðin lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 og hlaut aðild að UEFA og FIFA árið 2016. Uppfært 11.47: Í greininni stóð upphaflega að Kósovó væri í heimaleikjabanni en það er ekki rétt. Rúmenar, mótherjar Kósovóa í umdeildum leik í haust, fengu heimaleikjabann. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 21. nóvember 2024 09:02 Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Tékkland og Wales tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigra í lokaumferðinni í sínum riðlum. 19. nóvember 2024 22:28 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Segja má að umspilið verði ansi sérstakt því ljóst er að Ísland getur ekki spilað sinn heimaleik á Íslandi, vegna vallarmála hér á landi. Liðin mætast í tveimur leikjum og er áætlað að þeir fari fram fimmtudaginn 20. mars og sunnudaginn 23. mars. Dregið var í beinni útsendingu í dag. Ísland á heimaleik í seinni leiknum en samkvæmt svari KSÍ er útilokað að sá leikur fari fram á Íslandi. Hann mun því fara fram erlendis en ekki er enn ljóst nákvæmlega hvar. Ef Ísland vinnur umspilið mun liðið áfram leika í B-deild í Þjóðadeildinni haustið 2026, en tapi liðið mun það leika í C-deildinni. Hareide ekki viðstaddur Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki viðstaddur dráttinn í Sviss í dag en þar mátti sjá Davíð Snorra Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Vangaveltur hafa verið um framtíð Hareide en riftunarákvæði er í samningi hans sem bæði Norðmaðurinn og stjórn KSÍ geta nú nýtt. Það verður því að koma í ljós hvort að Hareide og Davíð verða með liðið í leikjunum við mars, eða mögulega einhver allt annar þjálfari. Heimir og hans menn mæta Búlgaríu Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu eru í svipuðum sporum og Ísland, eftir að hafa endað í 3. sæti síns riðils í B-deildinni. Þeir drógust gegn Búlgaríu. B/C-umspilið í Þjóðadeild UEFA Kósovó - Ísland Búlgaría - Írland Armenía - Georgía Slóvakía - Slóvenía Fjórir mögulegir mótherjar Íslands voru í skálinni í dag, liðin sem enduðu í 2. sæti síns riðils í C-deildinni nú, en það voru Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía. Kósovóar deila við UEFA Kósovóar hafa staðið í deilu við UEFA eftir að leikmenn liðsins gengu af velli undir lok leiks gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í haust þegar staðan var markalaus. UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur. Kósovóar segja leikmenn sína hafa orðið fyrir barðinu á rasískum hrópum stuðningsmanna Rúmeníu, og UEFA staðfestir það að ákveðnu leyti í dómi sínum þar sem rúmenska knattspyrnusambandið fær sekt og eins leiks áhorfendabann. Knattspyrnusamband Kósovó ætlar því að áfrýja úrskurði UEFA til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins. Rúmeníu var dæmdur 3-0 sigur en hvort sem því yrði breytt í tap Rúmeníu eða jafntefli þá myndi Kósovó alltaf hafa endað í 2. sæti riðils þjóðanna í C-deildinni, og því fara í umspilið sem nú er ljóst að verður við Ísland. Sigurinn sem tryggði Íslandi sæti á HM Ísland og Kósovó hafa tvisvar áður mæst en það var í undankeppni HM 2018. Ísland rétt marði þá 2-1 sigur á útivelli, en leikið var í Albaníu, og skoruðu Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson mörk Íslands. Í seinni leiknum vann Ísland 2-0 sigur á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið farseðil á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Undankeppni HM 2018 var einmitt fyrsta undankeppni Kósovó, en þjóðin lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 og hlaut aðild að UEFA og FIFA árið 2016. Uppfært 11.47: Í greininni stóð upphaflega að Kósovó væri í heimaleikjabanni en það er ekki rétt. Rúmenar, mótherjar Kósovóa í umdeildum leik í haust, fengu heimaleikjabann. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
B/C-umspilið í Þjóðadeild UEFA Kósovó - Ísland Búlgaría - Írland Armenía - Georgía Slóvakía - Slóvenía
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 21. nóvember 2024 09:02 Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Tékkland og Wales tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigra í lokaumferðinni í sínum riðlum. 19. nóvember 2024 22:28 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 21. nóvember 2024 09:02
Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Tékkland og Wales tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigra í lokaumferðinni í sínum riðlum. 19. nóvember 2024 22:28
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti