Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 10:30 Andri Lucas Guðjohnsen og Logi Tómasson verða á heimavelli í einhverju allt öðru landi en Íslandi í lok mars. vísir/Hulda Margrét Vegna vallarmála á Íslandi neyðist íslenska karlalandsliðið í fótbolta í fyrsta sinn til þess að spila heimaleik erlendis, í lok mars á næsta ári. Þetta kemur fram í svari Eysteins Péturs Lárussonar, framkvæmdastjóra KSÍ, við fyrirspurn Vísis. Eftir sigur Íslands gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni á laugardaginn varð endanlega ljóst að strákarnir okkar myndu spila í tveggja leikja umspili í lok mars. Leikurinn við Wales í kvöld ræður því hvort umspilið verður við lið úr A-deild, um að komast þangað, eða við lið úr C-deild, um að forðast fall þangað. Hvort sem umspilið verður við lið úr A- eða C-deild þá mun Ísland spila tvo leiki, á heima- og útivelli. Vegna þeirra krafna sem UEFA gerir í umspili í Þjóðadeild karla kemur ekki til greina að heimaleikur Íslands verði á öðrum leikvangi en Laugardalsvelli hér á landi, samkvæmt svari KSÍ, og ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli vegna þeirra miklu framkvæmda sem þar eru í gangi og á að ljúka næsta sumar. Kanna valkosti erlendis Mögulegir mótherjar Íslands í A-umspili eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Tapi Ísland í kvöld eða gera jafntefli við Wales fer liðið í umspil við eitthvert þessara liða úr C-deild: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. En hvort sem Ísland glímir við Kevin De Bruyne, Scott McTominay eða Milan Skriniar þá verður heimaleikur íslenska liðsins í mars í einhverju öðru landi en Íslandi. „Það er ljóst að ekki verður hægt að leika á Íslandi þannig að við erum að skoða möguleika erlendis. Ekkert ákveðið í þeim efnum ennþá en vonandi kemur það í ljós fljótlega hver lendingin verður í því,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Stelpurnar stefna aftur á Kópavogsvöll Að sama skapi er óljóst hvar kvennalandslið Íslands spilar sína heimaleiki í Þjóðadeildinni í apríl á næsta ári, í aðdraganda EM í Sviss. Ljóst er að stelpurnar okkar munu ekki geta spilað á Laugardalsvelli en kröfur UEFA til leikvalla eru hins vegar lægri hjá konunum. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, vonast því til þess að leikirnir við Noreg og Sviss í apríl fara fram á Kópavogsvelli, þar sem liðið hefur áður spilað heimaleiki, eins og hann sagði í viðtali við Vísi fyrir helgi. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Eysteins Péturs Lárussonar, framkvæmdastjóra KSÍ, við fyrirspurn Vísis. Eftir sigur Íslands gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni á laugardaginn varð endanlega ljóst að strákarnir okkar myndu spila í tveggja leikja umspili í lok mars. Leikurinn við Wales í kvöld ræður því hvort umspilið verður við lið úr A-deild, um að komast þangað, eða við lið úr C-deild, um að forðast fall þangað. Hvort sem umspilið verður við lið úr A- eða C-deild þá mun Ísland spila tvo leiki, á heima- og útivelli. Vegna þeirra krafna sem UEFA gerir í umspili í Þjóðadeild karla kemur ekki til greina að heimaleikur Íslands verði á öðrum leikvangi en Laugardalsvelli hér á landi, samkvæmt svari KSÍ, og ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli vegna þeirra miklu framkvæmda sem þar eru í gangi og á að ljúka næsta sumar. Kanna valkosti erlendis Mögulegir mótherjar Íslands í A-umspili eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Tapi Ísland í kvöld eða gera jafntefli við Wales fer liðið í umspil við eitthvert þessara liða úr C-deild: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. En hvort sem Ísland glímir við Kevin De Bruyne, Scott McTominay eða Milan Skriniar þá verður heimaleikur íslenska liðsins í mars í einhverju öðru landi en Íslandi. „Það er ljóst að ekki verður hægt að leika á Íslandi þannig að við erum að skoða möguleika erlendis. Ekkert ákveðið í þeim efnum ennþá en vonandi kemur það í ljós fljótlega hver lendingin verður í því,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Stelpurnar stefna aftur á Kópavogsvöll Að sama skapi er óljóst hvar kvennalandslið Íslands spilar sína heimaleiki í Þjóðadeildinni í apríl á næsta ári, í aðdraganda EM í Sviss. Ljóst er að stelpurnar okkar munu ekki geta spilað á Laugardalsvelli en kröfur UEFA til leikvalla eru hins vegar lægri hjá konunum. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, vonast því til þess að leikirnir við Noreg og Sviss í apríl fara fram á Kópavogsvelli, þar sem liðið hefur áður spilað heimaleiki, eins og hann sagði í viðtali við Vísi fyrir helgi.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki