Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 10:30 Andri Lucas Guðjohnsen og Logi Tómasson verða á heimavelli í einhverju allt öðru landi en Íslandi í lok mars. vísir/Hulda Margrét Vegna vallarmála á Íslandi neyðist íslenska karlalandsliðið í fótbolta í fyrsta sinn til þess að spila heimaleik erlendis, í lok mars á næsta ári. Þetta kemur fram í svari Eysteins Péturs Lárussonar, framkvæmdastjóra KSÍ, við fyrirspurn Vísis. Eftir sigur Íslands gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni á laugardaginn varð endanlega ljóst að strákarnir okkar myndu spila í tveggja leikja umspili í lok mars. Leikurinn við Wales í kvöld ræður því hvort umspilið verður við lið úr A-deild, um að komast þangað, eða við lið úr C-deild, um að forðast fall þangað. Hvort sem umspilið verður við lið úr A- eða C-deild þá mun Ísland spila tvo leiki, á heima- og útivelli. Vegna þeirra krafna sem UEFA gerir í umspili í Þjóðadeild karla kemur ekki til greina að heimaleikur Íslands verði á öðrum leikvangi en Laugardalsvelli hér á landi, samkvæmt svari KSÍ, og ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli vegna þeirra miklu framkvæmda sem þar eru í gangi og á að ljúka næsta sumar. Kanna valkosti erlendis Mögulegir mótherjar Íslands í A-umspili eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Tapi Ísland í kvöld eða gera jafntefli við Wales fer liðið í umspil við eitthvert þessara liða úr C-deild: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. En hvort sem Ísland glímir við Kevin De Bruyne, Scott McTominay eða Milan Skriniar þá verður heimaleikur íslenska liðsins í mars í einhverju öðru landi en Íslandi. „Það er ljóst að ekki verður hægt að leika á Íslandi þannig að við erum að skoða möguleika erlendis. Ekkert ákveðið í þeim efnum ennþá en vonandi kemur það í ljós fljótlega hver lendingin verður í því,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Stelpurnar stefna aftur á Kópavogsvöll Að sama skapi er óljóst hvar kvennalandslið Íslands spilar sína heimaleiki í Þjóðadeildinni í apríl á næsta ári, í aðdraganda EM í Sviss. Ljóst er að stelpurnar okkar munu ekki geta spilað á Laugardalsvelli en kröfur UEFA til leikvalla eru hins vegar lægri hjá konunum. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, vonast því til þess að leikirnir við Noreg og Sviss í apríl fara fram á Kópavogsvelli, þar sem liðið hefur áður spilað heimaleiki, eins og hann sagði í viðtali við Vísi fyrir helgi. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Eysteins Péturs Lárussonar, framkvæmdastjóra KSÍ, við fyrirspurn Vísis. Eftir sigur Íslands gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni á laugardaginn varð endanlega ljóst að strákarnir okkar myndu spila í tveggja leikja umspili í lok mars. Leikurinn við Wales í kvöld ræður því hvort umspilið verður við lið úr A-deild, um að komast þangað, eða við lið úr C-deild, um að forðast fall þangað. Hvort sem umspilið verður við lið úr A- eða C-deild þá mun Ísland spila tvo leiki, á heima- og útivelli. Vegna þeirra krafna sem UEFA gerir í umspili í Þjóðadeild karla kemur ekki til greina að heimaleikur Íslands verði á öðrum leikvangi en Laugardalsvelli hér á landi, samkvæmt svari KSÍ, og ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli vegna þeirra miklu framkvæmda sem þar eru í gangi og á að ljúka næsta sumar. Kanna valkosti erlendis Mögulegir mótherjar Íslands í A-umspili eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Tapi Ísland í kvöld eða gera jafntefli við Wales fer liðið í umspil við eitthvert þessara liða úr C-deild: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. En hvort sem Ísland glímir við Kevin De Bruyne, Scott McTominay eða Milan Skriniar þá verður heimaleikur íslenska liðsins í mars í einhverju öðru landi en Íslandi. „Það er ljóst að ekki verður hægt að leika á Íslandi þannig að við erum að skoða möguleika erlendis. Ekkert ákveðið í þeim efnum ennþá en vonandi kemur það í ljós fljótlega hver lendingin verður í því,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Stelpurnar stefna aftur á Kópavogsvöll Að sama skapi er óljóst hvar kvennalandslið Íslands spilar sína heimaleiki í Þjóðadeildinni í apríl á næsta ári, í aðdraganda EM í Sviss. Ljóst er að stelpurnar okkar munu ekki geta spilað á Laugardalsvelli en kröfur UEFA til leikvalla eru hins vegar lægri hjá konunum. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, vonast því til þess að leikirnir við Noreg og Sviss í apríl fara fram á Kópavogsvelli, þar sem liðið hefur áður spilað heimaleiki, eins og hann sagði í viðtali við Vísi fyrir helgi.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira