Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 18:59 Ásgeir Jónsson segir útlit fyrir að verðbólga hjaðni hratt næstu misseri en þó sé óvissa í kortunum. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur segir að verði samið um miklar launahækkanir í yfirstandandi kjarasamningum geti það haft skaðleg áhrif . Vísir Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og nú um 0,5 prósentur. Stýrivextir eru nú 8,5 prósent. Nefndin býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu misserum. Mikið hafi dregið úr hagvexti sem nefndin spáir að verði samanlagt lítill sem enginn á þessu ári. Lækkunarferlið hafið „Við erum að sjá skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna tiltölulega hratt. Við sjáum að Grindavíkuráhrifin svokölluðu, þar sem íbúar Grindavíkur keyptu fasteignir í öðrum sveitarfélögum, eru farin af fasteignamarkaði. Það er að hægja á. Það er mjög jákvætt því stór hluti af þeirri verðbólgu sem við höfum séð er tengd húsnæðiskostnaði,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að lækkunarferlið haldi áfram á næstu misserum. „Ég held að við munum sjá stöðuga og nokkuð myndarlega stýrivaxtahækkun allt næsta ár,“ segir hann. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að búist sé við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósenta markmið bankans árið 2026. Ýmsir óvissuþættir séu þó fram undan eins og aukinn sparnaður heimila sem geti leitt til aukinnar einkaneyslu á næstu misserum sem geti svo haft áhrif á að verðbólga aukist á ný. „Það er mikill sparnaður sem er jákvætt en auðvitað höfum við áhyggjur af því að þegar við slökum á peningalegu aðhaldi að þá muni peningarnir aftur leita út í hagkerfið,“ segir hann. Hækkanir umfram núverandi kjarasamninga geti haft skaðleg áhrif Ásgeir segir að hóflegir kjarasamningar sem voru gerðir í vor hafi haft jákvæð áhrif á verðbólguþróun. Aðspurður um hvort það hefði neikvæð áhrif á þróunina ef kennarar og læknar semja um meiri launahækkanir en í vor svarar hann: Við erum mjög ánægð með þá kjarasamninga sem voru gerðir í vor sem eru til langs tíma og við teljum að þeir skapi langtímastöðugleika. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að komi til mun meiri launahækkanna í yfirstandandi kjarasamningum en samið var um í vor geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. „Ég vona svo sannarlega að þarna verði ekki sleginn allt annar taktur en búið er að gera á almenna markaðnum. Það væri til vansa og væri skaðlegt ef samningar sem eru nú að almenna markaðnum myndu flosna upp,“ segir Jón. Kjaramál Seðlabankinn Íslandsbanki Kennaraverkfall 2024 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og nú um 0,5 prósentur. Stýrivextir eru nú 8,5 prósent. Nefndin býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu misserum. Mikið hafi dregið úr hagvexti sem nefndin spáir að verði samanlagt lítill sem enginn á þessu ári. Lækkunarferlið hafið „Við erum að sjá skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna tiltölulega hratt. Við sjáum að Grindavíkuráhrifin svokölluðu, þar sem íbúar Grindavíkur keyptu fasteignir í öðrum sveitarfélögum, eru farin af fasteignamarkaði. Það er að hægja á. Það er mjög jákvætt því stór hluti af þeirri verðbólgu sem við höfum séð er tengd húsnæðiskostnaði,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að lækkunarferlið haldi áfram á næstu misserum. „Ég held að við munum sjá stöðuga og nokkuð myndarlega stýrivaxtahækkun allt næsta ár,“ segir hann. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að búist sé við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósenta markmið bankans árið 2026. Ýmsir óvissuþættir séu þó fram undan eins og aukinn sparnaður heimila sem geti leitt til aukinnar einkaneyslu á næstu misserum sem geti svo haft áhrif á að verðbólga aukist á ný. „Það er mikill sparnaður sem er jákvætt en auðvitað höfum við áhyggjur af því að þegar við slökum á peningalegu aðhaldi að þá muni peningarnir aftur leita út í hagkerfið,“ segir hann. Hækkanir umfram núverandi kjarasamninga geti haft skaðleg áhrif Ásgeir segir að hóflegir kjarasamningar sem voru gerðir í vor hafi haft jákvæð áhrif á verðbólguþróun. Aðspurður um hvort það hefði neikvæð áhrif á þróunina ef kennarar og læknar semja um meiri launahækkanir en í vor svarar hann: Við erum mjög ánægð með þá kjarasamninga sem voru gerðir í vor sem eru til langs tíma og við teljum að þeir skapi langtímastöðugleika. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að komi til mun meiri launahækkanna í yfirstandandi kjarasamningum en samið var um í vor geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. „Ég vona svo sannarlega að þarna verði ekki sleginn allt annar taktur en búið er að gera á almenna markaðnum. Það væri til vansa og væri skaðlegt ef samningar sem eru nú að almenna markaðnum myndu flosna upp,“ segir Jón.
Kjaramál Seðlabankinn Íslandsbanki Kennaraverkfall 2024 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira