Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 17:15 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands vegna kynferðisbrota gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var tólf til fjórtán ára gömul. Manninum var gefið að sök að slá stúlkuna í fjölda skipta í rassinn og í eitt skipti nuddað beran rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist líta á stúlkuna sem sína eigin dóttur og hann hefði alið hana upp sem slíka. Dómurinn sagði ósamræmi í framburði Hann viðurkenndi að hafa nuddað stúlkuna en sagði það hafa verið að hennar beiðni. Þegar hann nuddaði hana hafi vinkona stjúpdótturinnar verið viðstödd allan tíman og móðir hennar verið í dyragættinni og séð hvað væri að fara fram. Engar athugasemdir hafi komið fram þá. Hann sagðist ekki hafa nuddað beran rass hennar né innanverð læri. Hann hefði lært nudd og væri vel að sér í líffærafræði. Hann hafi veitt nuddið af þekkingu en ekki til að brjóta á stúlkunni. Maðurinn sagðist hafa nuddað svokallaðan maximus-vöðva stúlkunnar. Bent er á að umræddur vöðvi er stærsti rassvöðvinn, og því þótti dómnum vera innbyrðis ósamræmi í framburði mannsins sem bæði sagðist hafa nuddað vöðvann en ekki hafa nuddað rass hennar. Þótti „djókið“ aldrei fyndið Varðandi rassskellingarnar sagði maðurinn að hann hefði ekki haft neinn ásetning til að brjóta á stjúpdótturinni. Hann sagði að um væri að ræða djók sem væri tengt ærslum og leikjum. Hann sagði að þau hefðu slegið hvort annað í líkaman reglulega, þar með talið í rassinn. Þetta hafi verið til gamans gert. Hann sagði að stúlkan hafi aldrei upplifað þetta sem kynferðislega áreitni fyrr en í skýrslugjöf hjá lögreglu þegar hún hafi verið búin að ræða við móður sína. Fyrir dómi sagði stúlkan að sér hafi alltaf þótt þetta óþægilegt. Sérstaklega í eitt skipti þegar hann hafi sagt: „Æj nei djók, þú gætir fílað þetta.“ Hún hafi ekki þorað að kvarta undan þessu fyrr en maðurinn hafi líka gert þetta við vinkonu hennar. Háttsemin af kynferðislegum toga Í dómnum er bent á að á þessum tíma hafi stúlkan verið á táningsaldri en hann fullorðinn maður og hennar eina föðurímynd. Ekki væri hægt að fallast á það með manninum að þessi háttsemi fælist eingöngu í glettni og leik. Þá segir í dómnum að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að gjörðir hans hafi verið af kynferðislegum toga. Hann var sakfelldur samkvæmt ákæru og fær líkt og áður segir sjö mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 1,25 milljónir í miskabætur, og gert að greiða 3,7 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Manninum var gefið að sök að slá stúlkuna í fjölda skipta í rassinn og í eitt skipti nuddað beran rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist líta á stúlkuna sem sína eigin dóttur og hann hefði alið hana upp sem slíka. Dómurinn sagði ósamræmi í framburði Hann viðurkenndi að hafa nuddað stúlkuna en sagði það hafa verið að hennar beiðni. Þegar hann nuddaði hana hafi vinkona stjúpdótturinnar verið viðstödd allan tíman og móðir hennar verið í dyragættinni og séð hvað væri að fara fram. Engar athugasemdir hafi komið fram þá. Hann sagðist ekki hafa nuddað beran rass hennar né innanverð læri. Hann hefði lært nudd og væri vel að sér í líffærafræði. Hann hafi veitt nuddið af þekkingu en ekki til að brjóta á stúlkunni. Maðurinn sagðist hafa nuddað svokallaðan maximus-vöðva stúlkunnar. Bent er á að umræddur vöðvi er stærsti rassvöðvinn, og því þótti dómnum vera innbyrðis ósamræmi í framburði mannsins sem bæði sagðist hafa nuddað vöðvann en ekki hafa nuddað rass hennar. Þótti „djókið“ aldrei fyndið Varðandi rassskellingarnar sagði maðurinn að hann hefði ekki haft neinn ásetning til að brjóta á stjúpdótturinni. Hann sagði að um væri að ræða djók sem væri tengt ærslum og leikjum. Hann sagði að þau hefðu slegið hvort annað í líkaman reglulega, þar með talið í rassinn. Þetta hafi verið til gamans gert. Hann sagði að stúlkan hafi aldrei upplifað þetta sem kynferðislega áreitni fyrr en í skýrslugjöf hjá lögreglu þegar hún hafi verið búin að ræða við móður sína. Fyrir dómi sagði stúlkan að sér hafi alltaf þótt þetta óþægilegt. Sérstaklega í eitt skipti þegar hann hafi sagt: „Æj nei djók, þú gætir fílað þetta.“ Hún hafi ekki þorað að kvarta undan þessu fyrr en maðurinn hafi líka gert þetta við vinkonu hennar. Háttsemin af kynferðislegum toga Í dómnum er bent á að á þessum tíma hafi stúlkan verið á táningsaldri en hann fullorðinn maður og hennar eina föðurímynd. Ekki væri hægt að fallast á það með manninum að þessi háttsemi fælist eingöngu í glettni og leik. Þá segir í dómnum að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að gjörðir hans hafi verið af kynferðislegum toga. Hann var sakfelldur samkvæmt ákæru og fær líkt og áður segir sjö mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 1,25 milljónir í miskabætur, og gert að greiða 3,7 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira