Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 10:30 Andri Lucas Guðjohnsen og Logi Tómasson verða á heimavelli í einhverju allt öðru landi en Íslandi í lok mars. vísir/Hulda Margrét Vegna vallarmála á Íslandi neyðist íslenska karlalandsliðið í fótbolta í fyrsta sinn til þess að spila heimaleik erlendis, í lok mars á næsta ári. Þetta kemur fram í svari Eysteins Péturs Lárussonar, framkvæmdastjóra KSÍ, við fyrirspurn Vísis. Eftir sigur Íslands gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni á laugardaginn varð endanlega ljóst að strákarnir okkar myndu spila í tveggja leikja umspili í lok mars. Leikurinn við Wales í kvöld ræður því hvort umspilið verður við lið úr A-deild, um að komast þangað, eða við lið úr C-deild, um að forðast fall þangað. Hvort sem umspilið verður við lið úr A- eða C-deild þá mun Ísland spila tvo leiki, á heima- og útivelli. Vegna þeirra krafna sem UEFA gerir í umspili í Þjóðadeild karla kemur ekki til greina að heimaleikur Íslands verði á öðrum leikvangi en Laugardalsvelli hér á landi, samkvæmt svari KSÍ, og ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli vegna þeirra miklu framkvæmda sem þar eru í gangi og á að ljúka næsta sumar. Kanna valkosti erlendis Mögulegir mótherjar Íslands í A-umspili eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Tapi Ísland í kvöld eða gera jafntefli við Wales fer liðið í umspil við eitthvert þessara liða úr C-deild: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. En hvort sem Ísland glímir við Kevin De Bruyne, Scott McTominay eða Milan Skriniar þá verður heimaleikur íslenska liðsins í mars í einhverju öðru landi en Íslandi. „Það er ljóst að ekki verður hægt að leika á Íslandi þannig að við erum að skoða möguleika erlendis. Ekkert ákveðið í þeim efnum ennþá en vonandi kemur það í ljós fljótlega hver lendingin verður í því,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Stelpurnar stefna aftur á Kópavogsvöll Að sama skapi er óljóst hvar kvennalandslið Íslands spilar sína heimaleiki í Þjóðadeildinni í apríl á næsta ári, í aðdraganda EM í Sviss. Ljóst er að stelpurnar okkar munu ekki geta spilað á Laugardalsvelli en kröfur UEFA til leikvalla eru hins vegar lægri hjá konunum. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, vonast því til þess að leikirnir við Noreg og Sviss í apríl fara fram á Kópavogsvelli, þar sem liðið hefur áður spilað heimaleiki, eins og hann sagði í viðtali við Vísi fyrir helgi. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Eysteins Péturs Lárussonar, framkvæmdastjóra KSÍ, við fyrirspurn Vísis. Eftir sigur Íslands gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni á laugardaginn varð endanlega ljóst að strákarnir okkar myndu spila í tveggja leikja umspili í lok mars. Leikurinn við Wales í kvöld ræður því hvort umspilið verður við lið úr A-deild, um að komast þangað, eða við lið úr C-deild, um að forðast fall þangað. Hvort sem umspilið verður við lið úr A- eða C-deild þá mun Ísland spila tvo leiki, á heima- og útivelli. Vegna þeirra krafna sem UEFA gerir í umspili í Þjóðadeild karla kemur ekki til greina að heimaleikur Íslands verði á öðrum leikvangi en Laugardalsvelli hér á landi, samkvæmt svari KSÍ, og ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli vegna þeirra miklu framkvæmda sem þar eru í gangi og á að ljúka næsta sumar. Kanna valkosti erlendis Mögulegir mótherjar Íslands í A-umspili eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Tapi Ísland í kvöld eða gera jafntefli við Wales fer liðið í umspil við eitthvert þessara liða úr C-deild: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. En hvort sem Ísland glímir við Kevin De Bruyne, Scott McTominay eða Milan Skriniar þá verður heimaleikur íslenska liðsins í mars í einhverju öðru landi en Íslandi. „Það er ljóst að ekki verður hægt að leika á Íslandi þannig að við erum að skoða möguleika erlendis. Ekkert ákveðið í þeim efnum ennþá en vonandi kemur það í ljós fljótlega hver lendingin verður í því,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Stelpurnar stefna aftur á Kópavogsvöll Að sama skapi er óljóst hvar kvennalandslið Íslands spilar sína heimaleiki í Þjóðadeildinni í apríl á næsta ári, í aðdraganda EM í Sviss. Ljóst er að stelpurnar okkar munu ekki geta spilað á Laugardalsvelli en kröfur UEFA til leikvalla eru hins vegar lægri hjá konunum. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, vonast því til þess að leikirnir við Noreg og Sviss í apríl fara fram á Kópavogsvelli, þar sem liðið hefur áður spilað heimaleiki, eins og hann sagði í viðtali við Vísi fyrir helgi.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira