Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 07:30 Íslenska landsliðið er á leið í umspil í mars og það skýrist á föstudag hvaða liði Ísland mætir. Það skýrist hins vegar í kvöld hvort umspilið verður um að komast í A-deild eða að forðast fall í C-deild. Getty/Filip Filipovic Íslenska karlalandsliðið í fótbolta stendur frammi fyrir tveimur afar ólíkum kostum í kvöld þegar það mætir Wales. Sigur myndi skila Íslandi í áttina að elítuhópi landsliða í Evrópu en jafntefli eða tap þýðir að Ísland gæti fallið niður í mun ómerkilegri flokk. Ísland og Wales mætast í Cardiff í kvöld klukkan 19:45, í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi, en það er ljóst að Ísland getur aðeins endað í 2. eða 3. sæti riðilsins og það veltur aðeins á leiknum við Wales í kvöld. Það er því einnig ljóst að Ísland mun leika í umspili í lok mars. Það er bara spurning hvað verður í húfi í þeim umspilsleikjum (og reyndar er einnig spurning hvar Ísland mun spila sinn heimaleik í þessu umspili, vegna vallarmála hér á landi). Belgar erfiðastir í efra umspilinu Með sigri í kvöld fer Ísland í umspil um að komast upp í A-deild og mætir þar einu af liðunum sem enda í 3. sæti síns riðils í núverandi A-deild. Þetta eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Af þessum liðum eru Belgar langefstir á heimslista. Gætu mætt Slóvökum aftur Ef Íslandi tekst ekki að vinna í kvöld fer liðið í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í C-deild eru: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. Af þessum liðum eru Slóvakar, sem Ísland mætti í undankeppni EM á síðasta ári, efstir á heimslistanum. Það munaði litlu að Færeyjar kæmust í þetta umspil en liðið endaði einu stigi á eftir Armeníu í riðli fjögur. Svíar enduðu þremur stigum fyrir ofan Slóvaka í riðli eitt og komust beint upp í B-deildina. Dregið á föstudag Dregið verður í umspilið í höfuðstöðvum UEFA í Sviss á föstudaginn. Þar verður einnig dregið í 8-liða úrslit keppninnar en þar spila bestu lið Evrópu, eða sem sagt liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum sinna riðla í A-deildinni. Í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn eru: Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Í neðri styrkleikaflokki eru: Króatía, Ítalía, Holland og Danmörk. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Ísland og Wales mætast í Cardiff í kvöld klukkan 19:45, í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi, en það er ljóst að Ísland getur aðeins endað í 2. eða 3. sæti riðilsins og það veltur aðeins á leiknum við Wales í kvöld. Það er því einnig ljóst að Ísland mun leika í umspili í lok mars. Það er bara spurning hvað verður í húfi í þeim umspilsleikjum (og reyndar er einnig spurning hvar Ísland mun spila sinn heimaleik í þessu umspili, vegna vallarmála hér á landi). Belgar erfiðastir í efra umspilinu Með sigri í kvöld fer Ísland í umspil um að komast upp í A-deild og mætir þar einu af liðunum sem enda í 3. sæti síns riðils í núverandi A-deild. Þetta eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Af þessum liðum eru Belgar langefstir á heimslista. Gætu mætt Slóvökum aftur Ef Íslandi tekst ekki að vinna í kvöld fer liðið í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í C-deild eru: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. Af þessum liðum eru Slóvakar, sem Ísland mætti í undankeppni EM á síðasta ári, efstir á heimslistanum. Það munaði litlu að Færeyjar kæmust í þetta umspil en liðið endaði einu stigi á eftir Armeníu í riðli fjögur. Svíar enduðu þremur stigum fyrir ofan Slóvaka í riðli eitt og komust beint upp í B-deildina. Dregið á föstudag Dregið verður í umspilið í höfuðstöðvum UEFA í Sviss á föstudaginn. Þar verður einnig dregið í 8-liða úrslit keppninnar en þar spila bestu lið Evrópu, eða sem sagt liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum sinna riðla í A-deildinni. Í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn eru: Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Í neðri styrkleikaflokki eru: Króatía, Ítalía, Holland og Danmörk.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira