Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 11:03 Åge Hareide stýrir Íslandi í mikilvægum leik gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld vísir/Anton Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands segir frammistöðu sinna manna í fyrri leik liðanna gefa þeim sjálfstraust komandi inn í leik kvöldsins. Fyrri leik liðanna í Reykjavík lauk með 2-2 jafntefli eftir að íslenska liðið hafði lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik. Wales hefur ekki tapað leik í Þjóðadeildinni á þessu tímabili og hefur fengið góða byrjun undir stjórn Craig Bellamy. Hareide hefur trú á því að fyrsta tap Walesverjanna komi í kvöld. „Fyrri leikur þessara liða í Reykjavík var mjög áhugaverður. Leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Við vorum tveimur mörkum undir í hálfleik og vinnum okkur aftur inn í leikinn og náðum jafntefli. Við spiluðum mjög vel á móti þeim. Brugðumst rétt við í hálfleik og hefðum í raun átt að vinna leikinn. Ég hugsa að sú frammistaða gefi okkur sjálfstraust komandi inn í þennan leik. Það að við skyldum hafa skapað svona mörg færi á móti þeim. Wales hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í Þjóðadeildinni. Tvö þeirra skoruð af Íslandi.“ En hvar felst lykillinn að sigri Íslands í kvöld? „Við verðum að standa okkur líkt og við gerðum í seinni hálfleik í leiknum gegn þeim í Reykjavík. Við þurfum að vera hugrakkir til þess að vinna leiki. Verðum að stíga fram og þora að spila okkar bolta. Við þurfum að ganga hart fram í okkar pressu. Það gerðum við í fyrri hálfleiknum og sköpuðum okkur urmul færa. Fyrir utan þessi tvö mörk sem við skoruðum áttum við önnur tvö klár færi sem hefðu átt að enda með mörkum. Það segir mikið um okkur í leik gegn Wales sem er mjög gott varnarlið.“ Harðhausinn Craig Bellamy hefur verið að stýra Wales í sínum fyrstu leikjum sem landsliðsþjálfari í Þjóðadeildinni og gengið hefur verið gott. „Hann hefur til að mynda náð tveimur jafnteflum á móti Tyrklandi, jafntefli gegn okkur og sigur gegn Svartfjallalandi en þar voru þeir mjög heppnir. Hefðu geta tapað þeim leik úti. Bellamy er að reyna finna sitt lið. Úrslitin hjá honum hingað til hafa verið góð. Það verður vonandi ekki raunin á morgun.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira
Fyrri leik liðanna í Reykjavík lauk með 2-2 jafntefli eftir að íslenska liðið hafði lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik. Wales hefur ekki tapað leik í Þjóðadeildinni á þessu tímabili og hefur fengið góða byrjun undir stjórn Craig Bellamy. Hareide hefur trú á því að fyrsta tap Walesverjanna komi í kvöld. „Fyrri leikur þessara liða í Reykjavík var mjög áhugaverður. Leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Við vorum tveimur mörkum undir í hálfleik og vinnum okkur aftur inn í leikinn og náðum jafntefli. Við spiluðum mjög vel á móti þeim. Brugðumst rétt við í hálfleik og hefðum í raun átt að vinna leikinn. Ég hugsa að sú frammistaða gefi okkur sjálfstraust komandi inn í þennan leik. Það að við skyldum hafa skapað svona mörg færi á móti þeim. Wales hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í Þjóðadeildinni. Tvö þeirra skoruð af Íslandi.“ En hvar felst lykillinn að sigri Íslands í kvöld? „Við verðum að standa okkur líkt og við gerðum í seinni hálfleik í leiknum gegn þeim í Reykjavík. Við þurfum að vera hugrakkir til þess að vinna leiki. Verðum að stíga fram og þora að spila okkar bolta. Við þurfum að ganga hart fram í okkar pressu. Það gerðum við í fyrri hálfleiknum og sköpuðum okkur urmul færa. Fyrir utan þessi tvö mörk sem við skoruðum áttum við önnur tvö klár færi sem hefðu átt að enda með mörkum. Það segir mikið um okkur í leik gegn Wales sem er mjög gott varnarlið.“ Harðhausinn Craig Bellamy hefur verið að stýra Wales í sínum fyrstu leikjum sem landsliðsþjálfari í Þjóðadeildinni og gengið hefur verið gott. „Hann hefur til að mynda náð tveimur jafnteflum á móti Tyrklandi, jafntefli gegn okkur og sigur gegn Svartfjallalandi en þar voru þeir mjög heppnir. Hefðu geta tapað þeim leik úti. Bellamy er að reyna finna sitt lið. Úrslitin hjá honum hingað til hafa verið góð. Það verður vonandi ekki raunin á morgun.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira