Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 11:03 Åge Hareide stýrir Íslandi í mikilvægum leik gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld vísir/Anton Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands segir frammistöðu sinna manna í fyrri leik liðanna gefa þeim sjálfstraust komandi inn í leik kvöldsins. Fyrri leik liðanna í Reykjavík lauk með 2-2 jafntefli eftir að íslenska liðið hafði lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik. Wales hefur ekki tapað leik í Þjóðadeildinni á þessu tímabili og hefur fengið góða byrjun undir stjórn Craig Bellamy. Hareide hefur trú á því að fyrsta tap Walesverjanna komi í kvöld. „Fyrri leikur þessara liða í Reykjavík var mjög áhugaverður. Leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Við vorum tveimur mörkum undir í hálfleik og vinnum okkur aftur inn í leikinn og náðum jafntefli. Við spiluðum mjög vel á móti þeim. Brugðumst rétt við í hálfleik og hefðum í raun átt að vinna leikinn. Ég hugsa að sú frammistaða gefi okkur sjálfstraust komandi inn í þennan leik. Það að við skyldum hafa skapað svona mörg færi á móti þeim. Wales hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í Þjóðadeildinni. Tvö þeirra skoruð af Íslandi.“ En hvar felst lykillinn að sigri Íslands í kvöld? „Við verðum að standa okkur líkt og við gerðum í seinni hálfleik í leiknum gegn þeim í Reykjavík. Við þurfum að vera hugrakkir til þess að vinna leiki. Verðum að stíga fram og þora að spila okkar bolta. Við þurfum að ganga hart fram í okkar pressu. Það gerðum við í fyrri hálfleiknum og sköpuðum okkur urmul færa. Fyrir utan þessi tvö mörk sem við skoruðum áttum við önnur tvö klár færi sem hefðu átt að enda með mörkum. Það segir mikið um okkur í leik gegn Wales sem er mjög gott varnarlið.“ Harðhausinn Craig Bellamy hefur verið að stýra Wales í sínum fyrstu leikjum sem landsliðsþjálfari í Þjóðadeildinni og gengið hefur verið gott. „Hann hefur til að mynda náð tveimur jafnteflum á móti Tyrklandi, jafntefli gegn okkur og sigur gegn Svartfjallalandi en þar voru þeir mjög heppnir. Hefðu geta tapað þeim leik úti. Bellamy er að reyna finna sitt lið. Úrslitin hjá honum hingað til hafa verið góð. Það verður vonandi ekki raunin á morgun.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira
Fyrri leik liðanna í Reykjavík lauk með 2-2 jafntefli eftir að íslenska liðið hafði lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik. Wales hefur ekki tapað leik í Þjóðadeildinni á þessu tímabili og hefur fengið góða byrjun undir stjórn Craig Bellamy. Hareide hefur trú á því að fyrsta tap Walesverjanna komi í kvöld. „Fyrri leikur þessara liða í Reykjavík var mjög áhugaverður. Leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Við vorum tveimur mörkum undir í hálfleik og vinnum okkur aftur inn í leikinn og náðum jafntefli. Við spiluðum mjög vel á móti þeim. Brugðumst rétt við í hálfleik og hefðum í raun átt að vinna leikinn. Ég hugsa að sú frammistaða gefi okkur sjálfstraust komandi inn í þennan leik. Það að við skyldum hafa skapað svona mörg færi á móti þeim. Wales hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í Þjóðadeildinni. Tvö þeirra skoruð af Íslandi.“ En hvar felst lykillinn að sigri Íslands í kvöld? „Við verðum að standa okkur líkt og við gerðum í seinni hálfleik í leiknum gegn þeim í Reykjavík. Við þurfum að vera hugrakkir til þess að vinna leiki. Verðum að stíga fram og þora að spila okkar bolta. Við þurfum að ganga hart fram í okkar pressu. Það gerðum við í fyrri hálfleiknum og sköpuðum okkur urmul færa. Fyrir utan þessi tvö mörk sem við skoruðum áttum við önnur tvö klár færi sem hefðu átt að enda með mörkum. Það segir mikið um okkur í leik gegn Wales sem er mjög gott varnarlið.“ Harðhausinn Craig Bellamy hefur verið að stýra Wales í sínum fyrstu leikjum sem landsliðsþjálfari í Þjóðadeildinni og gengið hefur verið gott. „Hann hefur til að mynda náð tveimur jafnteflum á móti Tyrklandi, jafntefli gegn okkur og sigur gegn Svartfjallalandi en þar voru þeir mjög heppnir. Hefðu geta tapað þeim leik úti. Bellamy er að reyna finna sitt lið. Úrslitin hjá honum hingað til hafa verið góð. Það verður vonandi ekki raunin á morgun.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira