Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 19:08 Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar. vísir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar segir að markmið með búvörulögum hafi ekki breyst við meðferð nefndarinnar. Hann var sakaður um sérhagsmunagæslu þegar málið stóð sem hæst á þingi. Tilefni þess að fréttastofa tók Þórarinn Inga tali er dómur héraðsdóms Reykjavíkur þar sem því er slegið föstu að breytingar á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Breytingarnar sneru að því að gera kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. Ástæða þess að meðferð málsins var talin stangast á við stjórnarskrá er að málið hafi ekki verið rætt við þrjár umræður. Frumvarpinu hafi verið breytt of mikið í nefnd og breytingarnar ekki ræddar með réttu móti. Þórarinn Ingi, sem var framsögumaður málsins, var sakaður um að gæta sérhagsmuna við meðferð málsins, í ljósi kaupa sem áttu sér stað eftir lagasetninguna. Þórarinn átti hlut í Búsæld, félagi sem átti hlutafé Kjarnafæði Norðlenska. Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á síðarnefnda félaginu gengu í gegn vegna lagabreytingarinnar en Þórarinn tók ákvörðun um að selja ekki sinn hlut í Búsæld. Lögfræðingar hafi samþykkt Í samtali við fréttastofu bendir Þórarinn í fyrsta lagi á að aðilar að málinu hafi verið Innes og Samkeppniseftirlitið. „Báðir þessir aðilar hafa lýst yfir andstöðu við búvörulögin,“ segir Þórarinn Ingi. Þá bendir hann á að lögfræðingar nefndarsviðs Alþingis hafi ekki talið að atvinnuveganefnd hafi farið út fyrir rammann hvað varðar breytingu á frumvarpinu. Varðandi ummæli dómsins, um að lagafrumvarpið sem nefndin hafi tekið til meðferðar og þess sem samþykkt var hafi lítið sem ekkert sameiginlegt, segir Þórarinn Ingi: „Því er ég alfarið ósammála. Markmið og tilgangur laganna er sá sami. Breytingin felst í því að heimildin er víkkuð, afmarkast ekki við meirihlutaeigu bænda heldur þeirra sem eru að vinna við kjötafurðir. Það var mat nefndarinnar.“ Fannst óeðlilegt að selja hlutinn Markmið laganna hafi verið að bæta starfsumhverfið og hagræða, með það að augnamiði að borga bændum hærra verð án þess að það komi niður á neytendum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að samkeppni á matvælamarkaði er að megninu til erlendis frá. Það eru einhverjir tollar á einhverjum vörum, en langt því frá öllum. Þess vegna var farið í þessa vegferð.“ Er ekki óeðlilegt að samkeppnislög gildi ekki um til dæmis Kaupfélag skagfirðinga, sem er líka innflutningsaðili? „Nú er það þannig að frumvarpið snýr að því framleiðendafélögum. Kaupfélag skagfirðinga breytti samþykktum sínum og varð framleiðendafélag til að þeir gætu ekki undirgengist þessar reglur sem settar voru,“ segir Þórarinn og bendir á að Innes, aðili dómsmálsins, sé ekki framleiðendafélag. Seldir þú hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei. Ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt þegar þetta kom upp.“ Beittu fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga sér til að hafa áhrif á nefndina? „Fulltrúar frá fyrirtækjum í landbúnaði komu fyrir nefndina, eins og gengur í vinnslu svona mála. Samtök verslunar- og þjónustu og fleiri aðilar komu.“ Eins og áður segir voru margir hagsmunaaðilar andvígir lögunum. Þórarinn segir það ekki hafa komið á óvart. „Það er ekkert nýtt undir sólinni hvað það varðar“. Hann telur að málið fari á æðra dómstig. „Mér finnst það eðlilegt, og að málið verði tekið föstum tökum. Ég hef trú á því að Samkeppniseftirlitið fylgi því eftir. “ Búvörusamningar Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Tilefni þess að fréttastofa tók Þórarinn Inga tali er dómur héraðsdóms Reykjavíkur þar sem því er slegið föstu að breytingar á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Breytingarnar sneru að því að gera kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. Ástæða þess að meðferð málsins var talin stangast á við stjórnarskrá er að málið hafi ekki verið rætt við þrjár umræður. Frumvarpinu hafi verið breytt of mikið í nefnd og breytingarnar ekki ræddar með réttu móti. Þórarinn Ingi, sem var framsögumaður málsins, var sakaður um að gæta sérhagsmuna við meðferð málsins, í ljósi kaupa sem áttu sér stað eftir lagasetninguna. Þórarinn átti hlut í Búsæld, félagi sem átti hlutafé Kjarnafæði Norðlenska. Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á síðarnefnda félaginu gengu í gegn vegna lagabreytingarinnar en Þórarinn tók ákvörðun um að selja ekki sinn hlut í Búsæld. Lögfræðingar hafi samþykkt Í samtali við fréttastofu bendir Þórarinn í fyrsta lagi á að aðilar að málinu hafi verið Innes og Samkeppniseftirlitið. „Báðir þessir aðilar hafa lýst yfir andstöðu við búvörulögin,“ segir Þórarinn Ingi. Þá bendir hann á að lögfræðingar nefndarsviðs Alþingis hafi ekki talið að atvinnuveganefnd hafi farið út fyrir rammann hvað varðar breytingu á frumvarpinu. Varðandi ummæli dómsins, um að lagafrumvarpið sem nefndin hafi tekið til meðferðar og þess sem samþykkt var hafi lítið sem ekkert sameiginlegt, segir Þórarinn Ingi: „Því er ég alfarið ósammála. Markmið og tilgangur laganna er sá sami. Breytingin felst í því að heimildin er víkkuð, afmarkast ekki við meirihlutaeigu bænda heldur þeirra sem eru að vinna við kjötafurðir. Það var mat nefndarinnar.“ Fannst óeðlilegt að selja hlutinn Markmið laganna hafi verið að bæta starfsumhverfið og hagræða, með það að augnamiði að borga bændum hærra verð án þess að það komi niður á neytendum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að samkeppni á matvælamarkaði er að megninu til erlendis frá. Það eru einhverjir tollar á einhverjum vörum, en langt því frá öllum. Þess vegna var farið í þessa vegferð.“ Er ekki óeðlilegt að samkeppnislög gildi ekki um til dæmis Kaupfélag skagfirðinga, sem er líka innflutningsaðili? „Nú er það þannig að frumvarpið snýr að því framleiðendafélögum. Kaupfélag skagfirðinga breytti samþykktum sínum og varð framleiðendafélag til að þeir gætu ekki undirgengist þessar reglur sem settar voru,“ segir Þórarinn og bendir á að Innes, aðili dómsmálsins, sé ekki framleiðendafélag. Seldir þú hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei. Ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt þegar þetta kom upp.“ Beittu fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga sér til að hafa áhrif á nefndina? „Fulltrúar frá fyrirtækjum í landbúnaði komu fyrir nefndina, eins og gengur í vinnslu svona mála. Samtök verslunar- og þjónustu og fleiri aðilar komu.“ Eins og áður segir voru margir hagsmunaaðilar andvígir lögunum. Þórarinn segir það ekki hafa komið á óvart. „Það er ekkert nýtt undir sólinni hvað það varðar“. Hann telur að málið fari á æðra dómstig. „Mér finnst það eðlilegt, og að málið verði tekið föstum tökum. Ég hef trú á því að Samkeppniseftirlitið fylgi því eftir. “
Búvörusamningar Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira