Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 19:08 Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar. vísir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar segir að markmið með búvörulögum hafi ekki breyst við meðferð nefndarinnar. Hann var sakaður um sérhagsmunagæslu þegar málið stóð sem hæst á þingi. Tilefni þess að fréttastofa tók Þórarinn Inga tali er dómur héraðsdóms Reykjavíkur þar sem því er slegið föstu að breytingar á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Breytingarnar sneru að því að gera kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. Ástæða þess að meðferð málsins var talin stangast á við stjórnarskrá er að málið hafi ekki verið rætt við þrjár umræður. Frumvarpinu hafi verið breytt of mikið í nefnd og breytingarnar ekki ræddar með réttu móti. Þórarinn Ingi, sem var framsögumaður málsins, var sakaður um að gæta sérhagsmuna við meðferð málsins, í ljósi kaupa sem áttu sér stað eftir lagasetninguna. Þórarinn átti hlut í Búsæld, félagi sem átti hlutafé Kjarnafæði Norðlenska. Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á síðarnefnda félaginu gengu í gegn vegna lagabreytingarinnar en Þórarinn tók ákvörðun um að selja ekki sinn hlut í Búsæld. Lögfræðingar hafi samþykkt Í samtali við fréttastofu bendir Þórarinn í fyrsta lagi á að aðilar að málinu hafi verið Innes og Samkeppniseftirlitið. „Báðir þessir aðilar hafa lýst yfir andstöðu við búvörulögin,“ segir Þórarinn Ingi. Þá bendir hann á að lögfræðingar nefndarsviðs Alþingis hafi ekki talið að atvinnuveganefnd hafi farið út fyrir rammann hvað varðar breytingu á frumvarpinu. Varðandi ummæli dómsins, um að lagafrumvarpið sem nefndin hafi tekið til meðferðar og þess sem samþykkt var hafi lítið sem ekkert sameiginlegt, segir Þórarinn Ingi: „Því er ég alfarið ósammála. Markmið og tilgangur laganna er sá sami. Breytingin felst í því að heimildin er víkkuð, afmarkast ekki við meirihlutaeigu bænda heldur þeirra sem eru að vinna við kjötafurðir. Það var mat nefndarinnar.“ Fannst óeðlilegt að selja hlutinn Markmið laganna hafi verið að bæta starfsumhverfið og hagræða, með það að augnamiði að borga bændum hærra verð án þess að það komi niður á neytendum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að samkeppni á matvælamarkaði er að megninu til erlendis frá. Það eru einhverjir tollar á einhverjum vörum, en langt því frá öllum. Þess vegna var farið í þessa vegferð.“ Er ekki óeðlilegt að samkeppnislög gildi ekki um til dæmis Kaupfélag skagfirðinga, sem er líka innflutningsaðili? „Nú er það þannig að frumvarpið snýr að því framleiðendafélögum. Kaupfélag skagfirðinga breytti samþykktum sínum og varð framleiðendafélag til að þeir gætu ekki undirgengist þessar reglur sem settar voru,“ segir Þórarinn og bendir á að Innes, aðili dómsmálsins, sé ekki framleiðendafélag. Seldir þú hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei. Ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt þegar þetta kom upp.“ Beittu fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga sér til að hafa áhrif á nefndina? „Fulltrúar frá fyrirtækjum í landbúnaði komu fyrir nefndina, eins og gengur í vinnslu svona mála. Samtök verslunar- og þjónustu og fleiri aðilar komu.“ Eins og áður segir voru margir hagsmunaaðilar andvígir lögunum. Þórarinn segir það ekki hafa komið á óvart. „Það er ekkert nýtt undir sólinni hvað það varðar“. Hann telur að málið fari á æðra dómstig. „Mér finnst það eðlilegt, og að málið verði tekið föstum tökum. Ég hef trú á því að Samkeppniseftirlitið fylgi því eftir. “ Búvörusamningar Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Tilefni þess að fréttastofa tók Þórarinn Inga tali er dómur héraðsdóms Reykjavíkur þar sem því er slegið föstu að breytingar á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Breytingarnar sneru að því að gera kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. Ástæða þess að meðferð málsins var talin stangast á við stjórnarskrá er að málið hafi ekki verið rætt við þrjár umræður. Frumvarpinu hafi verið breytt of mikið í nefnd og breytingarnar ekki ræddar með réttu móti. Þórarinn Ingi, sem var framsögumaður málsins, var sakaður um að gæta sérhagsmuna við meðferð málsins, í ljósi kaupa sem áttu sér stað eftir lagasetninguna. Þórarinn átti hlut í Búsæld, félagi sem átti hlutafé Kjarnafæði Norðlenska. Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á síðarnefnda félaginu gengu í gegn vegna lagabreytingarinnar en Þórarinn tók ákvörðun um að selja ekki sinn hlut í Búsæld. Lögfræðingar hafi samþykkt Í samtali við fréttastofu bendir Þórarinn í fyrsta lagi á að aðilar að málinu hafi verið Innes og Samkeppniseftirlitið. „Báðir þessir aðilar hafa lýst yfir andstöðu við búvörulögin,“ segir Þórarinn Ingi. Þá bendir hann á að lögfræðingar nefndarsviðs Alþingis hafi ekki talið að atvinnuveganefnd hafi farið út fyrir rammann hvað varðar breytingu á frumvarpinu. Varðandi ummæli dómsins, um að lagafrumvarpið sem nefndin hafi tekið til meðferðar og þess sem samþykkt var hafi lítið sem ekkert sameiginlegt, segir Þórarinn Ingi: „Því er ég alfarið ósammála. Markmið og tilgangur laganna er sá sami. Breytingin felst í því að heimildin er víkkuð, afmarkast ekki við meirihlutaeigu bænda heldur þeirra sem eru að vinna við kjötafurðir. Það var mat nefndarinnar.“ Fannst óeðlilegt að selja hlutinn Markmið laganna hafi verið að bæta starfsumhverfið og hagræða, með það að augnamiði að borga bændum hærra verð án þess að það komi niður á neytendum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að samkeppni á matvælamarkaði er að megninu til erlendis frá. Það eru einhverjir tollar á einhverjum vörum, en langt því frá öllum. Þess vegna var farið í þessa vegferð.“ Er ekki óeðlilegt að samkeppnislög gildi ekki um til dæmis Kaupfélag skagfirðinga, sem er líka innflutningsaðili? „Nú er það þannig að frumvarpið snýr að því framleiðendafélögum. Kaupfélag skagfirðinga breytti samþykktum sínum og varð framleiðendafélag til að þeir gætu ekki undirgengist þessar reglur sem settar voru,“ segir Þórarinn og bendir á að Innes, aðili dómsmálsins, sé ekki framleiðendafélag. Seldir þú hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei. Ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt þegar þetta kom upp.“ Beittu fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga sér til að hafa áhrif á nefndina? „Fulltrúar frá fyrirtækjum í landbúnaði komu fyrir nefndina, eins og gengur í vinnslu svona mála. Samtök verslunar- og þjónustu og fleiri aðilar komu.“ Eins og áður segir voru margir hagsmunaaðilar andvígir lögunum. Þórarinn segir það ekki hafa komið á óvart. „Það er ekkert nýtt undir sólinni hvað það varðar“. Hann telur að málið fari á æðra dómstig. „Mér finnst það eðlilegt, og að málið verði tekið föstum tökum. Ég hef trú á því að Samkeppniseftirlitið fylgi því eftir. “
Búvörusamningar Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira