Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2024 12:19 Fjárlaganefnd samþykkti auka fjárveitingu til Kvikmyndasjóðs. vísir/vilhelm Menningar- og viðskiptaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis hafa svarað kalli kvikmyndagerðarfólks sem vöktu athygli á bágri stöðu Kvikmyndasjóðs fyrir helgi. Nú á að auka fjárveitingu í sjóðinn umtalsvert en það var ljóst eftir að meirihluti fjárlaganefndar samþykkti breytingartillögu á fjárlögum á fimmtudaginn. Þó nokkur óánægja hefur verið vegna slæmrar stöðu Kvikmyndasjóðs en fyrir helgi sendu 717 manns sem starfa í kvikmyndagerð frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á því að á næsta ári yrði sjóðurinn á sama stað og hann var árið 2006. Nær ómögulegt hafi verið að fá styrk fyrir næsta ár og sjóðurinn þurrausinn. Þau lögðu til að 500 milljónir yrðu færðar úr endurgreiðslum til stórra erlenda verkefna og í sjóðinn fyrir íslensku grasrótina. Aukning um 300 milljónir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þá leið ekki vera mögulega en fagnar því að gert sé ráð fyrir Kvikmyndasjóði í nýjum fjárlögum. „Hann er ekki tómur. Nú hefur kvikmyndaiðnaðurinn vaxið og dafnað síðustu ár og hann hefur verið að skapa fjölda nýrra starfa og því var afar brýnt að styrkja Kvikmyndasjóð og við höfum verið að vinna að því með fjárlaganefndinni og geiranum síðustu mánuði og nú er verið að auka í hann og þetta er afar ánægjuleg niðurstaða.“ Í breytingatillögunni sem var samþykkt af fjárlaganefnd á fimmtudaginn segir: „Gerð er tillaga um 300 m.kr. millifærslu til að styrkja innlenda kvikmyndagerð. Framlög til Kvikmyndasjóðs eru aukin um þá fjárhæð.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.Vísir/Vilhelm Jafnvægi milli endurgreiðslna og sjóðsins mikilvægt Kvikmyndagerðarfólk hefur jafnframt bent á að sama ár og lög um endurgreiðslur til erlendra verkefna voru samþykkt var skorið niður í veitingum til Kvikmyndasjóðs en Lilja segir mikilvægt að rugla þessu tvennu ekki saman. „Endurgreiðslurnar hafa komið vel út og þær eru að vaxa. Það er nauðsynlegt að það sé jafnvægi á milli sjóðsins og endurgreiðslukerfisins. Eins og ég segi fjöldi nýrra starfa hafa skapast á Íslandi í tengslum við kvikmyndageirann. Samkvæmt efnahagsgreiningu sem við létum gera, hver króna sem við setjum í geirann kemur sjöfalt til baka. Það á ekki að blanda þessum kerfum saman. Þau vinna vel saman en sumir vildu gera breytingar á endurgreiðslukerfinu, ég hef varað mjög við því.“ Lilja bendir enn fremur á að ekki sé hægt að miða árin 2024 og 2025 við síðustu ár og bendir á að þegar að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir hafi verið ráðist í átak til að auka fjárveitingar í sjóðinn. Eru þessi ár því ekki sambærileg og ekki hægt að segja að niðurskurðurinn nemi 49 prósentum í raun eins og kvikmyndagerðarfólk vildi meina. „Við vorum með sérstaka innspýtingu þegar að Covid var, því eins og við vitum þá voru takmarkanir varðandi ýmsa atvinnustarfsemi á þessum tíma. Við vorum með auka fjárveitingu vegna þessa. Ég held að það sé eðlilegra að miða við árið 2019. Þessi mikli niðurskurður sem hefur verið kynntur er ýktur. “ Fjárheimildir Kvikmyndasjóðs árið 2019 nam 1.074 milljónir króna en er núna fyrir árið 2025 um 1.300 milljónir. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þó nokkur óánægja hefur verið vegna slæmrar stöðu Kvikmyndasjóðs en fyrir helgi sendu 717 manns sem starfa í kvikmyndagerð frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á því að á næsta ári yrði sjóðurinn á sama stað og hann var árið 2006. Nær ómögulegt hafi verið að fá styrk fyrir næsta ár og sjóðurinn þurrausinn. Þau lögðu til að 500 milljónir yrðu færðar úr endurgreiðslum til stórra erlenda verkefna og í sjóðinn fyrir íslensku grasrótina. Aukning um 300 milljónir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þá leið ekki vera mögulega en fagnar því að gert sé ráð fyrir Kvikmyndasjóði í nýjum fjárlögum. „Hann er ekki tómur. Nú hefur kvikmyndaiðnaðurinn vaxið og dafnað síðustu ár og hann hefur verið að skapa fjölda nýrra starfa og því var afar brýnt að styrkja Kvikmyndasjóð og við höfum verið að vinna að því með fjárlaganefndinni og geiranum síðustu mánuði og nú er verið að auka í hann og þetta er afar ánægjuleg niðurstaða.“ Í breytingatillögunni sem var samþykkt af fjárlaganefnd á fimmtudaginn segir: „Gerð er tillaga um 300 m.kr. millifærslu til að styrkja innlenda kvikmyndagerð. Framlög til Kvikmyndasjóðs eru aukin um þá fjárhæð.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.Vísir/Vilhelm Jafnvægi milli endurgreiðslna og sjóðsins mikilvægt Kvikmyndagerðarfólk hefur jafnframt bent á að sama ár og lög um endurgreiðslur til erlendra verkefna voru samþykkt var skorið niður í veitingum til Kvikmyndasjóðs en Lilja segir mikilvægt að rugla þessu tvennu ekki saman. „Endurgreiðslurnar hafa komið vel út og þær eru að vaxa. Það er nauðsynlegt að það sé jafnvægi á milli sjóðsins og endurgreiðslukerfisins. Eins og ég segi fjöldi nýrra starfa hafa skapast á Íslandi í tengslum við kvikmyndageirann. Samkvæmt efnahagsgreiningu sem við létum gera, hver króna sem við setjum í geirann kemur sjöfalt til baka. Það á ekki að blanda þessum kerfum saman. Þau vinna vel saman en sumir vildu gera breytingar á endurgreiðslukerfinu, ég hef varað mjög við því.“ Lilja bendir enn fremur á að ekki sé hægt að miða árin 2024 og 2025 við síðustu ár og bendir á að þegar að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir hafi verið ráðist í átak til að auka fjárveitingar í sjóðinn. Eru þessi ár því ekki sambærileg og ekki hægt að segja að niðurskurðurinn nemi 49 prósentum í raun eins og kvikmyndagerðarfólk vildi meina. „Við vorum með sérstaka innspýtingu þegar að Covid var, því eins og við vitum þá voru takmarkanir varðandi ýmsa atvinnustarfsemi á þessum tíma. Við vorum með auka fjárveitingu vegna þessa. Ég held að það sé eðlilegra að miða við árið 2019. Þessi mikli niðurskurður sem hefur verið kynntur er ýktur. “ Fjárheimildir Kvikmyndasjóðs árið 2019 nam 1.074 milljónir króna en er núna fyrir árið 2025 um 1.300 milljónir.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira