Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2024 12:19 Fjárlaganefnd samþykkti auka fjárveitingu til Kvikmyndasjóðs. vísir/vilhelm Menningar- og viðskiptaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis hafa svarað kalli kvikmyndagerðarfólks sem vöktu athygli á bágri stöðu Kvikmyndasjóðs fyrir helgi. Nú á að auka fjárveitingu í sjóðinn umtalsvert en það var ljóst eftir að meirihluti fjárlaganefndar samþykkti breytingartillögu á fjárlögum á fimmtudaginn. Þó nokkur óánægja hefur verið vegna slæmrar stöðu Kvikmyndasjóðs en fyrir helgi sendu 717 manns sem starfa í kvikmyndagerð frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á því að á næsta ári yrði sjóðurinn á sama stað og hann var árið 2006. Nær ómögulegt hafi verið að fá styrk fyrir næsta ár og sjóðurinn þurrausinn. Þau lögðu til að 500 milljónir yrðu færðar úr endurgreiðslum til stórra erlenda verkefna og í sjóðinn fyrir íslensku grasrótina. Aukning um 300 milljónir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þá leið ekki vera mögulega en fagnar því að gert sé ráð fyrir Kvikmyndasjóði í nýjum fjárlögum. „Hann er ekki tómur. Nú hefur kvikmyndaiðnaðurinn vaxið og dafnað síðustu ár og hann hefur verið að skapa fjölda nýrra starfa og því var afar brýnt að styrkja Kvikmyndasjóð og við höfum verið að vinna að því með fjárlaganefndinni og geiranum síðustu mánuði og nú er verið að auka í hann og þetta er afar ánægjuleg niðurstaða.“ Í breytingatillögunni sem var samþykkt af fjárlaganefnd á fimmtudaginn segir: „Gerð er tillaga um 300 m.kr. millifærslu til að styrkja innlenda kvikmyndagerð. Framlög til Kvikmyndasjóðs eru aukin um þá fjárhæð.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.Vísir/Vilhelm Jafnvægi milli endurgreiðslna og sjóðsins mikilvægt Kvikmyndagerðarfólk hefur jafnframt bent á að sama ár og lög um endurgreiðslur til erlendra verkefna voru samþykkt var skorið niður í veitingum til Kvikmyndasjóðs en Lilja segir mikilvægt að rugla þessu tvennu ekki saman. „Endurgreiðslurnar hafa komið vel út og þær eru að vaxa. Það er nauðsynlegt að það sé jafnvægi á milli sjóðsins og endurgreiðslukerfisins. Eins og ég segi fjöldi nýrra starfa hafa skapast á Íslandi í tengslum við kvikmyndageirann. Samkvæmt efnahagsgreiningu sem við létum gera, hver króna sem við setjum í geirann kemur sjöfalt til baka. Það á ekki að blanda þessum kerfum saman. Þau vinna vel saman en sumir vildu gera breytingar á endurgreiðslukerfinu, ég hef varað mjög við því.“ Lilja bendir enn fremur á að ekki sé hægt að miða árin 2024 og 2025 við síðustu ár og bendir á að þegar að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir hafi verið ráðist í átak til að auka fjárveitingar í sjóðinn. Eru þessi ár því ekki sambærileg og ekki hægt að segja að niðurskurðurinn nemi 49 prósentum í raun eins og kvikmyndagerðarfólk vildi meina. „Við vorum með sérstaka innspýtingu þegar að Covid var, því eins og við vitum þá voru takmarkanir varðandi ýmsa atvinnustarfsemi á þessum tíma. Við vorum með auka fjárveitingu vegna þessa. Ég held að það sé eðlilegra að miða við árið 2019. Þessi mikli niðurskurður sem hefur verið kynntur er ýktur. “ Fjárheimildir Kvikmyndasjóðs árið 2019 nam 1.074 milljónir króna en er núna fyrir árið 2025 um 1.300 milljónir. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Þó nokkur óánægja hefur verið vegna slæmrar stöðu Kvikmyndasjóðs en fyrir helgi sendu 717 manns sem starfa í kvikmyndagerð frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á því að á næsta ári yrði sjóðurinn á sama stað og hann var árið 2006. Nær ómögulegt hafi verið að fá styrk fyrir næsta ár og sjóðurinn þurrausinn. Þau lögðu til að 500 milljónir yrðu færðar úr endurgreiðslum til stórra erlenda verkefna og í sjóðinn fyrir íslensku grasrótina. Aukning um 300 milljónir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þá leið ekki vera mögulega en fagnar því að gert sé ráð fyrir Kvikmyndasjóði í nýjum fjárlögum. „Hann er ekki tómur. Nú hefur kvikmyndaiðnaðurinn vaxið og dafnað síðustu ár og hann hefur verið að skapa fjölda nýrra starfa og því var afar brýnt að styrkja Kvikmyndasjóð og við höfum verið að vinna að því með fjárlaganefndinni og geiranum síðustu mánuði og nú er verið að auka í hann og þetta er afar ánægjuleg niðurstaða.“ Í breytingatillögunni sem var samþykkt af fjárlaganefnd á fimmtudaginn segir: „Gerð er tillaga um 300 m.kr. millifærslu til að styrkja innlenda kvikmyndagerð. Framlög til Kvikmyndasjóðs eru aukin um þá fjárhæð.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.Vísir/Vilhelm Jafnvægi milli endurgreiðslna og sjóðsins mikilvægt Kvikmyndagerðarfólk hefur jafnframt bent á að sama ár og lög um endurgreiðslur til erlendra verkefna voru samþykkt var skorið niður í veitingum til Kvikmyndasjóðs en Lilja segir mikilvægt að rugla þessu tvennu ekki saman. „Endurgreiðslurnar hafa komið vel út og þær eru að vaxa. Það er nauðsynlegt að það sé jafnvægi á milli sjóðsins og endurgreiðslukerfisins. Eins og ég segi fjöldi nýrra starfa hafa skapast á Íslandi í tengslum við kvikmyndageirann. Samkvæmt efnahagsgreiningu sem við létum gera, hver króna sem við setjum í geirann kemur sjöfalt til baka. Það á ekki að blanda þessum kerfum saman. Þau vinna vel saman en sumir vildu gera breytingar á endurgreiðslukerfinu, ég hef varað mjög við því.“ Lilja bendir enn fremur á að ekki sé hægt að miða árin 2024 og 2025 við síðustu ár og bendir á að þegar að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir hafi verið ráðist í átak til að auka fjárveitingar í sjóðinn. Eru þessi ár því ekki sambærileg og ekki hægt að segja að niðurskurðurinn nemi 49 prósentum í raun eins og kvikmyndagerðarfólk vildi meina. „Við vorum með sérstaka innspýtingu þegar að Covid var, því eins og við vitum þá voru takmarkanir varðandi ýmsa atvinnustarfsemi á þessum tíma. Við vorum með auka fjárveitingu vegna þessa. Ég held að það sé eðlilegra að miða við árið 2019. Þessi mikli niðurskurður sem hefur verið kynntur er ýktur. “ Fjárheimildir Kvikmyndasjóðs árið 2019 nam 1.074 milljónir króna en er núna fyrir árið 2025 um 1.300 milljónir.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira