Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2024 07:39 Slökkvilið þurfti að reiða sig á tankbíla til að slökkva eldinn á eggjabúinu þar sem erfitt var að komast í vatn. Það þurfti að sækja inn í Voga en búið stendur aðeins fyrir utan bæinn. Brunavarnir Árnessýslu Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoða á eggjabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Slökkvilið glímdi við eldinn í þaki eins vinnslurýma búsins langt fram á morgun. Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eggjabúsins örfáum mínútum eftir miðnætti í nótt. Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá brunavörnum Suðurnesja, segir að þegar slökkvilið kom á staðinn hafi eldurinn verið í stórum lofttúðum á þakinu. Aðkoma slökkvliðsmanna að eldinum var nokkuð snúin. Herbert segir að loftið á vinnslurýminu hafi verið klætt með bárujárni og erfitt að eiga við það. Þá var erfitt að komast í vatn og þurfti slökkvilið að reiða sig á tankbíla sína, þar á meðal einn sem kom frá slökkviliðinu í Grindavík. Slökkviliðsmönnum tókst þó að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í aðliggjandi rými þar sem fleiri dýr voru hýst. Búið var að slökkva eldinn um klukkan hálf sex í morgun. Slökkviliðsmenn voru enn á öryggisvakt á vettvangi á áttunda tímanum í morgun. Öll hænsnin sem voru í rýminu þar sem eldurinn kviknaði drápust, alls um sex þúsund skepnur. Þau drápust af völdum reyksins sem fyllti allt rýmið, að sögn Herberts. Þak vinnslurýmisins sé að líkindum ónýtt. Lögregla tekur við vettvangi brunans þegar öryggisvakt slökkviliðsins lýkur og hefst þá rannsókn á upptökum eldsins. Herberti er ekki ljóst hver upptökin voru en ýmis búnaður sé í þakinu sem stjórni loftræstingu og öðru í vinnslurýminu. Vogar Slökkvilið Landbúnaður Dýr Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eggjabúsins örfáum mínútum eftir miðnætti í nótt. Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá brunavörnum Suðurnesja, segir að þegar slökkvilið kom á staðinn hafi eldurinn verið í stórum lofttúðum á þakinu. Aðkoma slökkvliðsmanna að eldinum var nokkuð snúin. Herbert segir að loftið á vinnslurýminu hafi verið klætt með bárujárni og erfitt að eiga við það. Þá var erfitt að komast í vatn og þurfti slökkvilið að reiða sig á tankbíla sína, þar á meðal einn sem kom frá slökkviliðinu í Grindavík. Slökkviliðsmönnum tókst þó að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í aðliggjandi rými þar sem fleiri dýr voru hýst. Búið var að slökkva eldinn um klukkan hálf sex í morgun. Slökkviliðsmenn voru enn á öryggisvakt á vettvangi á áttunda tímanum í morgun. Öll hænsnin sem voru í rýminu þar sem eldurinn kviknaði drápust, alls um sex þúsund skepnur. Þau drápust af völdum reyksins sem fyllti allt rýmið, að sögn Herberts. Þak vinnslurýmisins sé að líkindum ónýtt. Lögregla tekur við vettvangi brunans þegar öryggisvakt slökkviliðsins lýkur og hefst þá rannsókn á upptökum eldsins. Herberti er ekki ljóst hver upptökin voru en ýmis búnaður sé í þakinu sem stjórni loftræstingu og öðru í vinnslurýminu.
Vogar Slökkvilið Landbúnaður Dýr Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum