Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2024 14:05 Frá afhendingu pokanna í Apóteki Suðurlands. Frá vinstri, Eyrún Olsen formaður dagskrárnefndar Kvenfélags Selfoss, Margrét Guðný Sölvadóttir, kvenfélagskona, Ásrún Karlsdóttir lyfjafræðingur, Bergrún Linda Björgvinsdóttir, lyfjafræðingur, Guðmunda Þorsteinsdóttir lyfjatæknir, Jórunn Helena Jónsdóttir formaður Kvenfélags Selfoss og Sigríður Guðmundsdóttir, kvenfélagskona og hönnuður pokanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Konur í Kvenfélagi Selfoss hafa haft í nógu að snúast síðustu vikurnar við saumavélarnar sínar því þær tóku að sér að sauma fjölnota lyfjapoka undir lyfjabox fyrir Apótek Suðurlands, allt úr endurunnu efni. Það er alltaf mikill kraftur í kvenfélagskonum um allt land því þær eru alltaf að vinna að einhverjum skemmtilegum og jákvæðum verkefnum og gefa til samfélagsins. Það kom einmitt fram á landsfundi Kvenfélagasambands Íslands á Ísafirði á dögunum að kvenfélagskonur á Íslandi gáfu um 165 milljónir króna til góðgerðarmála á árununum 2021 til 2023. En snúum okkur að Kvenfélagi Selfoss, sem var að ljúka við skemmtilegt verkefni en konurnar þar voru að sauma lyfjapoka undir lyfjabox fyrir Apótek Suðurlands á Selfossi, samtals 100 poka, sem voru afhentir nú í vikunni. „Þetta var bara mjög skemmtilegt verkefni og allt upp í 12 konur, sem hafa tekið þátt,” segir Jórunn Helena Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Selfoss. Sigríður Guðmundsdóttir, kvenfélagskona sá um útfærslu á pokunum. „Þá fær hver sinn lyfjapoka með sínum fjórum boxum og það eru lyf fyrir einn mánuð. Síðan kemur viðkomandi aftur í apótekið með pokann sinn með tómum boxum og fær fyllt box í sama poka. Þannig að það er ekki þetta endalausa pappírsumbúða bruðl lengur,” segir Sigríður. Og mikil endurnýting var í gangi við gerð pokanna. „Ég er nú hrædd um það. Þetta eru gömlu stofugardínurnar okkar, það er allt orðið gardínulaust hér, og gamlir borðdúkar og fataefni, bútasaumsefni og bara nefndu það,” segir Sigríður kát og glöð með verkefnið. Mikil ánægja er með pokana, sem eru allir úr endurunnu efni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda Þorsteinsdóttir einn eigenda Apóteks Suðurlands er hæstánægð með nýju pokana. „Þetta er fullkomið, mikið fallegir pokar og svo gaman að getað haft þetta líka sem fjáröflun fyrir kvenfélagið og ég vissi að þær hefðu gaman af því að sitja saman og sauma. Við erum alveg í skýjunum yfir þessu,” segir Guðmunda. Facebooksíða Kvenfélags Selfoss Árborg Lyf Umhverfismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira
Það er alltaf mikill kraftur í kvenfélagskonum um allt land því þær eru alltaf að vinna að einhverjum skemmtilegum og jákvæðum verkefnum og gefa til samfélagsins. Það kom einmitt fram á landsfundi Kvenfélagasambands Íslands á Ísafirði á dögunum að kvenfélagskonur á Íslandi gáfu um 165 milljónir króna til góðgerðarmála á árununum 2021 til 2023. En snúum okkur að Kvenfélagi Selfoss, sem var að ljúka við skemmtilegt verkefni en konurnar þar voru að sauma lyfjapoka undir lyfjabox fyrir Apótek Suðurlands á Selfossi, samtals 100 poka, sem voru afhentir nú í vikunni. „Þetta var bara mjög skemmtilegt verkefni og allt upp í 12 konur, sem hafa tekið þátt,” segir Jórunn Helena Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Selfoss. Sigríður Guðmundsdóttir, kvenfélagskona sá um útfærslu á pokunum. „Þá fær hver sinn lyfjapoka með sínum fjórum boxum og það eru lyf fyrir einn mánuð. Síðan kemur viðkomandi aftur í apótekið með pokann sinn með tómum boxum og fær fyllt box í sama poka. Þannig að það er ekki þetta endalausa pappírsumbúða bruðl lengur,” segir Sigríður. Og mikil endurnýting var í gangi við gerð pokanna. „Ég er nú hrædd um það. Þetta eru gömlu stofugardínurnar okkar, það er allt orðið gardínulaust hér, og gamlir borðdúkar og fataefni, bútasaumsefni og bara nefndu það,” segir Sigríður kát og glöð með verkefnið. Mikil ánægja er með pokana, sem eru allir úr endurunnu efni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda Þorsteinsdóttir einn eigenda Apóteks Suðurlands er hæstánægð með nýju pokana. „Þetta er fullkomið, mikið fallegir pokar og svo gaman að getað haft þetta líka sem fjáröflun fyrir kvenfélagið og ég vissi að þær hefðu gaman af því að sitja saman og sauma. Við erum alveg í skýjunum yfir þessu,” segir Guðmunda. Facebooksíða Kvenfélags Selfoss
Árborg Lyf Umhverfismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira