Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2024 16:01 Stevan Jovetic, fyrirliði Svartfellinga verður fjarri góðu gamni gegn Íslandi Vísir/Getty Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. Vegna uppsafnaðra gulra spjalda þarf Jovetic að taka út leikbann og segir Risto Radunovic, einn af reyndari leikmönnum Svartfellinga það vera mikinn skell. „Við hörfum trú á sigri þó að við séum mjög særðir þar sem að fyrirliðinn okkar, Jovetic, tekur út leikbann í leiknum. Þrátt fyrir það höfum við trú á því að okkar leikmenn búi yfir gæðum og styrk til þess að sækja sigur. Þetta verður erfiður leikur. Ísland er með mjög gott lið, við sáum það í fyrri leik liðanna. Ég býst þó við því á okkar heimavelli, með okkar stuðningsmenn á bak við okkur að við getum náð í góð úrslit.“ Risto Radunovic er bakvörður að upplagi og leikmaður FCSB í Rúmeníu sem og landsliðs SvartfjallalandsVísir/Getty Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf sigur og treysta á að Wales tapi um leið stigum gegn Tyrklandi til að stilla upp úrslitaleik um umspilssæti við Wales á þriðjudaginn kemur fyrir A deild Þjóðadeildarinnar. Svartfellingar eru enn án stiga í riðlinum og vilja sækja sín fyrstu gegn okkar mönnum. „Við horfum klárlega á sóknarmenn liðsins sem ógn. En Ísland hefur yfir að skipa góðu liði. Eru góðir í föstu leikatriðunum. Þetta verður erfiður leikur. Við erum með núll stig í riðlunum og þurfum að snúa því gengi okkar við og ná í sigur.“ Klippa: Leikmaður Svartfellinga segir þá særða Ísland vann fyrri leik liðanna í Reykjavík fyrr á árinu þar sem að bæði mörk okkar manna komu eftir hornspyrnu. Aðspurður hvort Svartfellingar hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriðin var Risto stuttorður og hnitmiðaður. „Já.“ Leikurinn fer fram í Niksic í Svartfjallalandi í dag og verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport. Upphitun hefst klukkan 16:30. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Vegna uppsafnaðra gulra spjalda þarf Jovetic að taka út leikbann og segir Risto Radunovic, einn af reyndari leikmönnum Svartfellinga það vera mikinn skell. „Við hörfum trú á sigri þó að við séum mjög særðir þar sem að fyrirliðinn okkar, Jovetic, tekur út leikbann í leiknum. Þrátt fyrir það höfum við trú á því að okkar leikmenn búi yfir gæðum og styrk til þess að sækja sigur. Þetta verður erfiður leikur. Ísland er með mjög gott lið, við sáum það í fyrri leik liðanna. Ég býst þó við því á okkar heimavelli, með okkar stuðningsmenn á bak við okkur að við getum náð í góð úrslit.“ Risto Radunovic er bakvörður að upplagi og leikmaður FCSB í Rúmeníu sem og landsliðs SvartfjallalandsVísir/Getty Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf sigur og treysta á að Wales tapi um leið stigum gegn Tyrklandi til að stilla upp úrslitaleik um umspilssæti við Wales á þriðjudaginn kemur fyrir A deild Þjóðadeildarinnar. Svartfellingar eru enn án stiga í riðlinum og vilja sækja sín fyrstu gegn okkar mönnum. „Við horfum klárlega á sóknarmenn liðsins sem ógn. En Ísland hefur yfir að skipa góðu liði. Eru góðir í föstu leikatriðunum. Þetta verður erfiður leikur. Við erum með núll stig í riðlunum og þurfum að snúa því gengi okkar við og ná í sigur.“ Klippa: Leikmaður Svartfellinga segir þá særða Ísland vann fyrri leik liðanna í Reykjavík fyrr á árinu þar sem að bæði mörk okkar manna komu eftir hornspyrnu. Aðspurður hvort Svartfellingar hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriðin var Risto stuttorður og hnitmiðaður. „Já.“ Leikurinn fer fram í Niksic í Svartfjallalandi í dag og verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport. Upphitun hefst klukkan 16:30.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira