Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2024 23:31 Cristiano Ronaldo er enn í frábæru líkamlegu formi þrátt fyrir að það séu bara nokkrir mánuðir í það að hann komist á fimmtugsaldurinn. Getty/Yasser Bakhsh Cristiano Ronaldo hefur enn það markmið að skora þúsund mörk á ferlinum en viðurkennir þó að tíminn sé orðinn knappur fyrir hann til að ná því. Ronaldo er fyrir löngu orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk frá upphafi. Hér erum við að tala um mörk í opinberum leikjum og þau eru orðin 908 hjá Portúgalanum. Ronaldo verður fertugur 5. febrúar næstkomandi en hann er með samning við sádi-arabíska félagið Al Nassr til júní 2025. „Ég hugsa um það núna að lifa í núinu. Ég get ekki hugsað langt fram í tímann lengur,“ sagði Cristiano Ronaldo þegar portúgalska knattspyrnusambandið gaf honum hæstu heiðursverðlaun sín, Quinas de Platina bikarinn. ESPN segir frá. „Ég get ekki lengur hugsað um það sem ég sagði áður opinberlega sem var að ég vildi skora þúsund mörk,“ sagði Ronaldo. „Þetta snýst bara um að njóta augnabliksins og sjá bara til hvað fæturnir mínir geta gefið mér á næstu árum. Það væri frábært að ná þúsund mörkum en þó að ég náði því ekki þá er ég samt sem áður sá leikmaður í sögunni sem hefur skorað flest mörk,“ sagði Ronaldo. „Þegar ég komst fyrst í landsliðið átján ára gamall þá var draumurinn minn bara að spila landsleik. Svo náði ég 25 leikjum og svo 50 leikjum sem er stórt fyrir alla leikmenn. Þá hugsaði ég af hverju ekki hundrað? Svo ferðu að hugsa, af hverju ekki 150? 200?. Það fylgir því frábær tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ sagði Ronaldo. „Þrátt fyrir alla þessa bikara þá er ekkert betra en að spila fyrir landsliðið þitt. Tíminn líður svo hratt. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum sem suma leikmenn sem vilja ekki spila fyrir Portúgal,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur skorað 133 mörk í 216 landsleikjum síðan hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2003. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Sádiarabíski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira
Ronaldo er fyrir löngu orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk frá upphafi. Hér erum við að tala um mörk í opinberum leikjum og þau eru orðin 908 hjá Portúgalanum. Ronaldo verður fertugur 5. febrúar næstkomandi en hann er með samning við sádi-arabíska félagið Al Nassr til júní 2025. „Ég hugsa um það núna að lifa í núinu. Ég get ekki hugsað langt fram í tímann lengur,“ sagði Cristiano Ronaldo þegar portúgalska knattspyrnusambandið gaf honum hæstu heiðursverðlaun sín, Quinas de Platina bikarinn. ESPN segir frá. „Ég get ekki lengur hugsað um það sem ég sagði áður opinberlega sem var að ég vildi skora þúsund mörk,“ sagði Ronaldo. „Þetta snýst bara um að njóta augnabliksins og sjá bara til hvað fæturnir mínir geta gefið mér á næstu árum. Það væri frábært að ná þúsund mörkum en þó að ég náði því ekki þá er ég samt sem áður sá leikmaður í sögunni sem hefur skorað flest mörk,“ sagði Ronaldo. „Þegar ég komst fyrst í landsliðið átján ára gamall þá var draumurinn minn bara að spila landsleik. Svo náði ég 25 leikjum og svo 50 leikjum sem er stórt fyrir alla leikmenn. Þá hugsaði ég af hverju ekki hundrað? Svo ferðu að hugsa, af hverju ekki 150? 200?. Það fylgir því frábær tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ sagði Ronaldo. „Þrátt fyrir alla þessa bikara þá er ekkert betra en að spila fyrir landsliðið þitt. Tíminn líður svo hratt. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum sem suma leikmenn sem vilja ekki spila fyrir Portúgal,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur skorað 133 mörk í 216 landsleikjum síðan hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2003. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Sádiarabíski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira