Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2024 22:02 Alma Möller var skipuð landlæknir árið 2018 og var hluti af þríeykinu svokallaða í Covid-19-heimsfaraldrinum. Hún telur Ísland hafa heilt yfir komið vel út úr faraldrinum en innviðir hafi kannski ekki verið nægilega sterkir. Vísir/Vilhelm Alma Möller, oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum, segir það hafa verið nauðsynlegt að fletja kúrfuna í upphafi Covid-faraldurs. Ísland komi vel út í rannsóknum á umframdauðsföllum og sóttvarnaraðgerðir hafi verið síst meiri hérlendis en annars staðar. Rætt var við frambjóðendur þeirra fjögurra flokka sem hafa mælst stærstir í könnunum undanfarið í kosningapallborði fréttastofunnar í dag. Frambjóðendurnir fjórir voru Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra; Alma Möller, landlæknir í leyfi og oddviti Samfylkingar í Kraganum; Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Meðal þess sem kom til tals í þættinum voru efnahags- og heilbrigðismál og var Alma sérstaklega spurð út í aðgerðir Íslands í Covid-faraldrinum. Íslendingar komi vel út í rannsóknum Þegar þú lítur yfir farin veg í málaflokknum, er eitthvað sem þú myndir vilja að hefði verið gert öðruvísi? „Við skulum ekki gleyma því að þetta var gríðarlega alvarleg farsótt þegar hún byrjaði, sérstaklega í upphafi. Síðan er það nú eðli slíkra veira að gefa eftir. Við þurftum að fletja kúrfuna þá, annars hefði heilbrigðiskerfið farið undir og fólk farið að látast líka úr kransæðastíflu og botnlangabólgu eins og gerðist í Kína,“ sagði Alma. Staðfest dauðsföll af völdum Covid-19 í heiminum væru, að sögn Ölmu, sjö milljónir en talið að þau væruí raun 27 milljónir. Til samanburðar deyi þrjú til fimm hundruð þúsund þegar Inflúensa gengur. „Þannig það er rangt að þetta hafi verið lítill faraldur. Það er búið að skoða þessi umframdauðsföll, við erum endurtekið í rannsóknum, bæði frá OECD og vísindamönnum, lægst með til dæmis Nýja-Sjálandi. Þannig okkur tókst það mjög vel.“ Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð „Varðandi sóttvarnaraðgerðir þá voru þær síst meiri hérlendis en annnars staðar.“ Þær voru miklu meiri hér en til dæmis í Svíþjóð. „Það voru þær aldeilis ekki. Það er til sóttvarnarvísitala og ef eitthvað voru þær minni hér en í Svíþjóð. Við lokuðum skóla minna en flestar þjóðir, við vorum aldrei með útgöngubann eða lokuð landamæri. Þannig ég hvet fólk til að kynna sér þessa vísitölu. Vissulega voru áhrifin á efnahaginn talsverð vegna þess hve ferðamennska er stór hluti af okkar útflutningstekjum, nærri 40 prósent þá. Aftur á móti tókst okkur að örva innlenda starfsemi,“ sagði Alma. Alma sagði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í faraldrinum, til að mynda alltaf hafa haldið því fram að efnahagurinn hafi komið vel út úr faraldrinum. „Að sjálfsögðu bárum við ekki ábyrgð á stjórn efnahagsmála á þessum tíma. Það er furðulegt að halda því fram.“ Innviðir hafi ekki verið nógu sterkir Þú ferð yfir það sem gekk vel. Er eitthvað sem þú hefðir viljað að gengi betur, einhverjar aðgerðir sem hefði ekki átt að fara í og myndir þú styðja að það færi óháð rannsóknarnefnd yfir þennan tíma hér á landi? „Ég styð það alveg. En ég bendi á að það er margt búið að gera,“ sagði Alma og nefndi meðal annars úttektir á áfallstjórnun stjórnvalda og áhrifa á lýðheilsu bæði fullorðinna og barna. „Það er mjög margt til en ef menn vilja skoða það nánar set ég mig ekki á móti því,“ sagði hún. „Heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel. Þarna endurspeglast að við vorum kannski ekki með nægilega sterka innviði eins og varðandi heilbrigðisþjónustu og fjölda gjörgæsluplássa þannig það varð að fletja kúrfuna og það tókst,“ bætti hún við. Horfa á má pallborðið í heild sinni hér að neðan og Ölmu Möller ræða aðgerðir í Covid-faraldrinum frá 30. mínútu. Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
Rætt var við frambjóðendur þeirra fjögurra flokka sem hafa mælst stærstir í könnunum undanfarið í kosningapallborði fréttastofunnar í dag. Frambjóðendurnir fjórir voru Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra; Alma Möller, landlæknir í leyfi og oddviti Samfylkingar í Kraganum; Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Meðal þess sem kom til tals í þættinum voru efnahags- og heilbrigðismál og var Alma sérstaklega spurð út í aðgerðir Íslands í Covid-faraldrinum. Íslendingar komi vel út í rannsóknum Þegar þú lítur yfir farin veg í málaflokknum, er eitthvað sem þú myndir vilja að hefði verið gert öðruvísi? „Við skulum ekki gleyma því að þetta var gríðarlega alvarleg farsótt þegar hún byrjaði, sérstaklega í upphafi. Síðan er það nú eðli slíkra veira að gefa eftir. Við þurftum að fletja kúrfuna þá, annars hefði heilbrigðiskerfið farið undir og fólk farið að látast líka úr kransæðastíflu og botnlangabólgu eins og gerðist í Kína,“ sagði Alma. Staðfest dauðsföll af völdum Covid-19 í heiminum væru, að sögn Ölmu, sjö milljónir en talið að þau væruí raun 27 milljónir. Til samanburðar deyi þrjú til fimm hundruð þúsund þegar Inflúensa gengur. „Þannig það er rangt að þetta hafi verið lítill faraldur. Það er búið að skoða þessi umframdauðsföll, við erum endurtekið í rannsóknum, bæði frá OECD og vísindamönnum, lægst með til dæmis Nýja-Sjálandi. Þannig okkur tókst það mjög vel.“ Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð „Varðandi sóttvarnaraðgerðir þá voru þær síst meiri hérlendis en annnars staðar.“ Þær voru miklu meiri hér en til dæmis í Svíþjóð. „Það voru þær aldeilis ekki. Það er til sóttvarnarvísitala og ef eitthvað voru þær minni hér en í Svíþjóð. Við lokuðum skóla minna en flestar þjóðir, við vorum aldrei með útgöngubann eða lokuð landamæri. Þannig ég hvet fólk til að kynna sér þessa vísitölu. Vissulega voru áhrifin á efnahaginn talsverð vegna þess hve ferðamennska er stór hluti af okkar útflutningstekjum, nærri 40 prósent þá. Aftur á móti tókst okkur að örva innlenda starfsemi,“ sagði Alma. Alma sagði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í faraldrinum, til að mynda alltaf hafa haldið því fram að efnahagurinn hafi komið vel út úr faraldrinum. „Að sjálfsögðu bárum við ekki ábyrgð á stjórn efnahagsmála á þessum tíma. Það er furðulegt að halda því fram.“ Innviðir hafi ekki verið nógu sterkir Þú ferð yfir það sem gekk vel. Er eitthvað sem þú hefðir viljað að gengi betur, einhverjar aðgerðir sem hefði ekki átt að fara í og myndir þú styðja að það færi óháð rannsóknarnefnd yfir þennan tíma hér á landi? „Ég styð það alveg. En ég bendi á að það er margt búið að gera,“ sagði Alma og nefndi meðal annars úttektir á áfallstjórnun stjórnvalda og áhrifa á lýðheilsu bæði fullorðinna og barna. „Það er mjög margt til en ef menn vilja skoða það nánar set ég mig ekki á móti því,“ sagði hún. „Heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel. Þarna endurspeglast að við vorum kannski ekki með nægilega sterka innviði eins og varðandi heilbrigðisþjónustu og fjölda gjörgæsluplássa þannig það varð að fletja kúrfuna og það tókst,“ bætti hún við. Horfa á má pallborðið í heild sinni hér að neðan og Ölmu Möller ræða aðgerðir í Covid-faraldrinum frá 30. mínútu.
Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira