„Gæsahúð, án gríns“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. nóvember 2024 19:02 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. vísir/einar Ný sýning verður opnuð á laugardaginn, degi íslenskrar tungu, í Eddu, húsi íslenskunnar, en þar munu sum af verðmætustu handritum Íslendinga vera til sýnis. Fréttastofa fékk forskot á sæluna þegar að handritin voru flutt á milli húsa í dag. Um tuttugu handrit voru flutt frá Árnastofnun yfir í Eddu, hús íslenskunnar í hádeginu. Handritunum var pakkað saman á bak við luktar dyr og síðan trillað út á kerru af forstöðumanni Árnastofnunar og menningarmálaráðherra. Mikil spenna greip um sig meðal viðstaddra við það að sjá jafn sögufræga muni flutta. Hvernig er tilfinningin að flytja svona mikil verðmæti á kerru? „Gæsahúð, án gríns,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar hún stóð ásamt Guðrúnu Norðdal, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússona, úti í rigningu með fjölda handrita í ýmis konar kössum sem voru allir vafðir í plast. Fyrir utan Árnagarð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðrún Norðdal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Vísir/Einar Flutt með lögreglufylgd Handritin voru síðan flutt á milli húsa í lögreglufylgd. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók var stillt upp til sýnis fyrir fréttamenn en á laugardag, á degi íslenskrar tungu, verður ný sýning opnuð. Mun almenningur hafa aðgang að hluta handritanna ótímabundið. Guðrún segir að um mikil tímamót sé að ræða. „Sýningin, við köllum hana, Heimur í orðum, hún fjallar um þessa fjölbreytni og ríkidæmi sem er í handritamenningunni. En þetta er ákveðin tenging við söguna, þessi bók er til dæmis 700 ára gömul og maður getur hugsað sér hvernig hún hefur lifað af aldirnar í höndum fólksins í landinu,“ sagði Guðrún í samtali við fréttastofu. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók.vísir/einar Tuttugu handrit flutt til landsins frá Danmörku Jafnframt verða um tuttugu handrit sem eru nú í Danmörku flutt til landsins og sett upp til sýnis, tímabundið. Guðrún hvetur fólk eindregið til að leggja leið sína á sýninguna. „Við þurfum auðvitað að skipta handritum út, þau þurfa að hvíla sig á milli. Það er ekki hægt að hafa sama handritið lengi á sýningu. Þannig það þarf að fara í hvíld og það kemur annað í staðinn. Þegar yfir lýkur verður búið að sýna vel á annað hundrað handrit.“ FlateyjarbókVísir/Einar Lilja Dögg fagnar því að það handritin séu loksins komin í Eddu og að þetta hafi verið lengi í bígerð. Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem að handritin verði til sýnis allt árið í kring. Hún segir mikilvægt að miðla þessari ríku og flottu sögu og sérstaklega til ungs fólks. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu, því þetta hefur verið mitt hjartans mál að þetta sé aðgengilegt, að Eddu-kvæðin og norræna goðafræðin og Íslendingasögunnar og allt þetta, að uppruni okkar menningar sé svona aðgengileg. Þetta er algjör draumur að rætast,“ sagði Lilja. Bókmenntir Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Fornminjar Menning Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Um tuttugu handrit voru flutt frá Árnastofnun yfir í Eddu, hús íslenskunnar í hádeginu. Handritunum var pakkað saman á bak við luktar dyr og síðan trillað út á kerru af forstöðumanni Árnastofnunar og menningarmálaráðherra. Mikil spenna greip um sig meðal viðstaddra við það að sjá jafn sögufræga muni flutta. Hvernig er tilfinningin að flytja svona mikil verðmæti á kerru? „Gæsahúð, án gríns,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar hún stóð ásamt Guðrúnu Norðdal, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússona, úti í rigningu með fjölda handrita í ýmis konar kössum sem voru allir vafðir í plast. Fyrir utan Árnagarð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðrún Norðdal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Vísir/Einar Flutt með lögreglufylgd Handritin voru síðan flutt á milli húsa í lögreglufylgd. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók var stillt upp til sýnis fyrir fréttamenn en á laugardag, á degi íslenskrar tungu, verður ný sýning opnuð. Mun almenningur hafa aðgang að hluta handritanna ótímabundið. Guðrún segir að um mikil tímamót sé að ræða. „Sýningin, við köllum hana, Heimur í orðum, hún fjallar um þessa fjölbreytni og ríkidæmi sem er í handritamenningunni. En þetta er ákveðin tenging við söguna, þessi bók er til dæmis 700 ára gömul og maður getur hugsað sér hvernig hún hefur lifað af aldirnar í höndum fólksins í landinu,“ sagði Guðrún í samtali við fréttastofu. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók.vísir/einar Tuttugu handrit flutt til landsins frá Danmörku Jafnframt verða um tuttugu handrit sem eru nú í Danmörku flutt til landsins og sett upp til sýnis, tímabundið. Guðrún hvetur fólk eindregið til að leggja leið sína á sýninguna. „Við þurfum auðvitað að skipta handritum út, þau þurfa að hvíla sig á milli. Það er ekki hægt að hafa sama handritið lengi á sýningu. Þannig það þarf að fara í hvíld og það kemur annað í staðinn. Þegar yfir lýkur verður búið að sýna vel á annað hundrað handrit.“ FlateyjarbókVísir/Einar Lilja Dögg fagnar því að það handritin séu loksins komin í Eddu og að þetta hafi verið lengi í bígerð. Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem að handritin verði til sýnis allt árið í kring. Hún segir mikilvægt að miðla þessari ríku og flottu sögu og sérstaklega til ungs fólks. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu, því þetta hefur verið mitt hjartans mál að þetta sé aðgengilegt, að Eddu-kvæðin og norræna goðafræðin og Íslendingasögunnar og allt þetta, að uppruni okkar menningar sé svona aðgengileg. Þetta er algjör draumur að rætast,“ sagði Lilja.
Bókmenntir Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Fornminjar Menning Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira