Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar þar sem verkefni dagsins eru rakin.
Þá kemur fram að við almennt eftirlit hafi skráningarmerki verið af bifreið, þar sem þau reyndust tilheyra annarri bifreið.
Auk þessa var tilkynnt um brot í geymslu í heimahúsi og ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Í því umdæmi sem telur Kópavog og Breiðholt var ökumðaur stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, en hann reyndist einnig sviptur ökuréttindum.