Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2024 15:09 Hátt í tvö hundruð björgarsveitarmenn tóku þátt í björgunar- og leitarstörfum í Breiðamerkurjökli í ágúst. Einn lést og ein slasaðist en vegna ruglings leiðsögumanna var leitað að fólki undir ís fram á næsta dag þrátt fyrir að það hefði aldrei neinir fleiri ferðamenn verið. Vísir/Vilhelm Starfshópur sem var skipaður eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar leggur til að auknar kröfur verði gerðar um menntun og reynslu leiðsögumanna. Mörg fyrirtæki sem bjóða upp á jöklaferðir hafi ekki leiðsögumenn með nauðsynlega menntun. Bandarískur karlmaður lést og ófrísk kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau í svelg í Breiðamerkurjökli í ágúst. Þau voru í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis sem markaðssetti svelginn sem íshelli. Töluverð gagnrýni kom fram í kjölfarið á að ferðaþjónustufyrirtæki stunduðu slíkar ferðir að sumri til. Vatnajökulsþjóðgarður stöðvaði ferðirnar tímabundið eftir banaslysið. Eftir að þær hófust aftur í haust hefur verið unnið eftir nýju verklagi sem felur meðal annars í sér daglegt áhættumat á jöklinum. Tveimur dögum eftir slysið var skipaður starfshópur ráðuneytisstjóra fjögurra ráðuneyta til þess að afla upplýsinga um slysið og skoða öryggi í íshellaferðum almennt. Niðurstöður hópsins voru kynntar í ríkisstjórn í morgun. Starfshópurinn mælir hvorki til bann við jökla- eða íshellaferðum, hvort sem er eftir árstíma eða svæðum og vísar til atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár og almannaréttar. Hann leggur þó til nokkrar úrbætur til þess að auka öryggi jöklaferða sem hann segir geta verið hættulegar, sérstaklega að sumri og í hlýindum þegar leysing er í gangi. Styrki betur nám í fjallamennsku Æskilegt er sagt að gera kröfu um að leiðsögumenn hafi lokið námskeiðum í jöklaleiðsögn og að skilyrði verði sett um það í samningum þjóðgarðsins við ferðaþjónustuaðila. Öryggisáætlanir ferðaþjónustufyrirtækja verði einnig hluti af leyfisveitingaferlinu. Mörg fyrirtækjanna sem bjóða upp á skipulagðar jöklaferðir eru sögð ekki með leiðsögumenn sem hafi lokið nauðsynlegri menntun. Auk þess leggur hópurinn til að menntun leiðsögumanna verði betur tryggð innan menntakerfisins. Óvíst sé með framtíð grunnáms í fjallamennsku hjá Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu eftir næsta vor. Starfshópurinn segir til dæmis hægt að styðja Félag fjallaleiðsögumanna og tryggja fjármögnun námsins til lengri tíma. Þá vill starfshópurinn að unnið verði áhættumat á jöklum sem verði nýtt til að meta áhættu í skipulögðum ferðum og að haldin verði skrá um slys og óhöpp í ferðaþjónustu. Eftir banaslysið í sumar kom fram að ferðamaður hefði orðið fyrir íshruni á sama stað skömmu áður sem Vatnajökulsþjóðgarður sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um. Starfshópurinn segir mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna að geta lært af slysum og skráning þeirra sé nauðsynleg af þeim sökum. Höfðu um tíu milljarða upp úr jöklaferðunum Úttekt starfshópsins leiddi í ljós að um 400 þúsund manns hefðu farið í skipulagða jöklaferð í fyrra, um fimmtungur allra ferðamanna sem kom til landsins. Miðað við meðalverð slíkra ferða megi áætla að ferðaþjónustan hafi haft um tíu milljarða króna í tekjur af þeim árið 2023. Þá séu ótalin hliðaráhrif þeirra eins og gisting, bílaleigur og veitingastaðir. Alls sjái 36 fyrirtæki um framkvæmd jöklaferða en mörg þeirra reki slíka starfsemi á fleiri en einum jökli. Fjórtán fyrirtæki hafi starfsemi á Breiðamerkurjökli, tíu á Sólheimajökli, tíu á Skaftafellsjökli, níu á Kötlujökli, sjö á Langjökli og eitt á Öræfajökli. Vatnajökulsþjóðgarður kærði ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli í haust og endurnýjaði ekki samning við það. Frá ánni Skálm þar sem jökulhlaup varð í sumar.Jóhann K. Jóhannsson Voru með ferðamenn í Kötlujökli þegar jökulhlaup varð í sumar Starfshópurinn segir að gæta þurfi sérstakrar varúðar í ferðum í Kötlujökul vegna hættu á hlaupum. Flóp geti þar átt sér stað með litlum sem engum fyrirvara. Mesta hættan sé að sumarlagi þegar jarðhitakatlar innan Kötluöskjunnar tengist við kerfi leysingarvatns í jöklinum. Íshellar myndist í þeim rásum og reikna megi með að hlaupvatn renni um þá. Stórslys er sagt hefðu getað orðið þegar hlaup varð í Leirá og Skálm í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið með ferðamenn í íshellaferðum í Kötlujökli á þeim tíma þegar hlaupið varð þrátt fyrir að jarðvísindamenn hafi allt eins búist við hlaupinu niður jökulinn. Þrátt fyrir að slysið í Breiðamerkujökli hefði verið fyrsta banaslysið í skipulagðri jöklaferð á Íslandi væru þekkt dæmi um að ferðafólk á eigin vegum í óskipulögðum ferðum hefði lent í háska. Slys hefðu þannig orðið við Blágnípujökul og í íshellum í Hrafntinnuskeri og Kverkjökli. Legið hefði nærri slysum vegna jökulhlaupa í íshellum á austanverðum Breiðamerkurjökli. Fréttin hefur verið uppfærð. Vatnajökulsþjóðgarður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Stjórnsýsla Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Bandarískur karlmaður lést og ófrísk kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau í svelg í Breiðamerkurjökli í ágúst. Þau voru í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis sem markaðssetti svelginn sem íshelli. Töluverð gagnrýni kom fram í kjölfarið á að ferðaþjónustufyrirtæki stunduðu slíkar ferðir að sumri til. Vatnajökulsþjóðgarður stöðvaði ferðirnar tímabundið eftir banaslysið. Eftir að þær hófust aftur í haust hefur verið unnið eftir nýju verklagi sem felur meðal annars í sér daglegt áhættumat á jöklinum. Tveimur dögum eftir slysið var skipaður starfshópur ráðuneytisstjóra fjögurra ráðuneyta til þess að afla upplýsinga um slysið og skoða öryggi í íshellaferðum almennt. Niðurstöður hópsins voru kynntar í ríkisstjórn í morgun. Starfshópurinn mælir hvorki til bann við jökla- eða íshellaferðum, hvort sem er eftir árstíma eða svæðum og vísar til atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár og almannaréttar. Hann leggur þó til nokkrar úrbætur til þess að auka öryggi jöklaferða sem hann segir geta verið hættulegar, sérstaklega að sumri og í hlýindum þegar leysing er í gangi. Styrki betur nám í fjallamennsku Æskilegt er sagt að gera kröfu um að leiðsögumenn hafi lokið námskeiðum í jöklaleiðsögn og að skilyrði verði sett um það í samningum þjóðgarðsins við ferðaþjónustuaðila. Öryggisáætlanir ferðaþjónustufyrirtækja verði einnig hluti af leyfisveitingaferlinu. Mörg fyrirtækjanna sem bjóða upp á skipulagðar jöklaferðir eru sögð ekki með leiðsögumenn sem hafi lokið nauðsynlegri menntun. Auk þess leggur hópurinn til að menntun leiðsögumanna verði betur tryggð innan menntakerfisins. Óvíst sé með framtíð grunnáms í fjallamennsku hjá Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu eftir næsta vor. Starfshópurinn segir til dæmis hægt að styðja Félag fjallaleiðsögumanna og tryggja fjármögnun námsins til lengri tíma. Þá vill starfshópurinn að unnið verði áhættumat á jöklum sem verði nýtt til að meta áhættu í skipulögðum ferðum og að haldin verði skrá um slys og óhöpp í ferðaþjónustu. Eftir banaslysið í sumar kom fram að ferðamaður hefði orðið fyrir íshruni á sama stað skömmu áður sem Vatnajökulsþjóðgarður sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um. Starfshópurinn segir mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna að geta lært af slysum og skráning þeirra sé nauðsynleg af þeim sökum. Höfðu um tíu milljarða upp úr jöklaferðunum Úttekt starfshópsins leiddi í ljós að um 400 þúsund manns hefðu farið í skipulagða jöklaferð í fyrra, um fimmtungur allra ferðamanna sem kom til landsins. Miðað við meðalverð slíkra ferða megi áætla að ferðaþjónustan hafi haft um tíu milljarða króna í tekjur af þeim árið 2023. Þá séu ótalin hliðaráhrif þeirra eins og gisting, bílaleigur og veitingastaðir. Alls sjái 36 fyrirtæki um framkvæmd jöklaferða en mörg þeirra reki slíka starfsemi á fleiri en einum jökli. Fjórtán fyrirtæki hafi starfsemi á Breiðamerkurjökli, tíu á Sólheimajökli, tíu á Skaftafellsjökli, níu á Kötlujökli, sjö á Langjökli og eitt á Öræfajökli. Vatnajökulsþjóðgarður kærði ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli í haust og endurnýjaði ekki samning við það. Frá ánni Skálm þar sem jökulhlaup varð í sumar.Jóhann K. Jóhannsson Voru með ferðamenn í Kötlujökli þegar jökulhlaup varð í sumar Starfshópurinn segir að gæta þurfi sérstakrar varúðar í ferðum í Kötlujökul vegna hættu á hlaupum. Flóp geti þar átt sér stað með litlum sem engum fyrirvara. Mesta hættan sé að sumarlagi þegar jarðhitakatlar innan Kötluöskjunnar tengist við kerfi leysingarvatns í jöklinum. Íshellar myndist í þeim rásum og reikna megi með að hlaupvatn renni um þá. Stórslys er sagt hefðu getað orðið þegar hlaup varð í Leirá og Skálm í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið með ferðamenn í íshellaferðum í Kötlujökli á þeim tíma þegar hlaupið varð þrátt fyrir að jarðvísindamenn hafi allt eins búist við hlaupinu niður jökulinn. Þrátt fyrir að slysið í Breiðamerkujökli hefði verið fyrsta banaslysið í skipulagðri jöklaferð á Íslandi væru þekkt dæmi um að ferðafólk á eigin vegum í óskipulögðum ferðum hefði lent í háska. Slys hefðu þannig orðið við Blágnípujökul og í íshellum í Hrafntinnuskeri og Kverkjökli. Legið hefði nærri slysum vegna jökulhlaupa í íshellum á austanverðum Breiðamerkurjökli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vatnajökulsþjóðgarður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Stjórnsýsla Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira