Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 11:57 Kristrún varar við hugmyndum Ingu um lífeyrissjóðakerfið. Vísir/Anton Brink Hugmyndir Ingu Sæland um að sækja níutíu milljarða á ári með aukinni skattheimtu á innborganir í lífeyrissjóði hafa farið öfugt ofan í ýmsa. Varaþingmaður segir Ingu lýsa því hvernig hún muni „varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir“ og formaður Samfylkingar telur áformin feigðarflan. Inga lýsti áformum sínum í viðtali í Spursmálum á dögunum. Þar sagði hún að Flokkur fólksins ætlaði að „taka níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta, einasta, einasta ári.“ Þetta sagði hún munu verða gert með því að skattleggja iðgjöld sem greidd eru í lífeyrissjóði þegar þau eru greidd, en ekki við útgreiðslu úr sjóðunum. Hendi kerfinu á haugana Kári Gautason, varaþingmaður og aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook að viðtalið við Ingu sé það mest upplýsandi sem tekið hefur verið í Spursmálum í aðdraganda kosningana, en þangað hefur fjöldi frambjóðanda mætt. „Ég heyri ekki betur en að þarna sé Inga Sæland að lýsa því hvernig hún muni í nokkrum öruggum skrefum varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir. Kynslóð dóttur minnar og hennar jafnaldra. Með því að taka næstum því fullklárað lífeyrissjóðakerfi og henda því á haugana, færa verðmæti til núlifandi kynslóða og binda klafa á framtíðina,“ segir hann. Myndi draga úr ávöxtun Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vitnaði í viðtal Morgunblaðsins við Ingu þegar þær mættu í kosningapallborðið á Vísi í gær ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Umræðan um lífeyrismálin hefst á 22. mínútu. „Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem þau munu áfram standa við en stór partur af áxöxtun inni í lífeyrissjóði ræðst af því hvað þú greiðir inn í þá. Ef þú tekur skattinn fyrir fram út, stóran hluta af því, þá er auðvitað minni ávöxtun. Ég skil það alveg, ég skil það mjög vel, að fólk hafi efasemdir varðandi lífeyrissjóðskerfið, að það sé ekki að fjárfesta á réttum stöðum og svo framvegis. Það er mjög eðlilegt að vera með svoleiðis skoðanir en það breytir því ekki að þrátt fyrir það að lífeyrissjóðrinir gætu gert margt öðruvísi, þá er þetta að mörgu leyti stórkostlegt kerfi og við höfum staðið okkur mjög vel hvað það varðar.“ Stórar efnahagslegar breytingar eins og þær sem Inga leggur til gætu að hennar mati haft mikil áhrif á þá hópa samfélagsins sem Inga hefur helst barist fyrir. Ætlar hiklaust að fylgja málinu eftir Inga bað um að fá að svara fyrir sig og sagði að Flokkur fólksins muni hiklaust fylgja hugmyndinni eftir. „Það er einn af stóru þáttunum sem við viljum ráðast í, að afnema þessa svokölluðu undanþágureglu lífeyrissjóðanna á staðgreiðslu skatta við innborgun, sem við öll hin þurfum hins vegar að taka á okkur.“ Lífeyrissjóðirnir sitji nú á um 9000 milljörðum í eignum og inn í þá flæði um 400 milljarðar á ári. „Við viljum fá staðgreiðsluna strax og það vita það allir, sem hafa unnið í sveita síns andlitis, að þegar það kemur að því að fá greitt út úr lífeyrissjóði og staðgreiðslan er tekin, og þau eru jafnvel að fá 180 þúsund á mánuði eftir heila starfsævi, þá eru þau skert á móti í almannatryggingakerfinu. Þegar það er alltaf verið að tala um að ávaxta fyrir fólkið, þetta er bara mantra, þetta er bara bull, ég hlusta ekki á þetta.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Vinstri græn Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Inga lýsti áformum sínum í viðtali í Spursmálum á dögunum. Þar sagði hún að Flokkur fólksins ætlaði að „taka níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta, einasta, einasta ári.“ Þetta sagði hún munu verða gert með því að skattleggja iðgjöld sem greidd eru í lífeyrissjóði þegar þau eru greidd, en ekki við útgreiðslu úr sjóðunum. Hendi kerfinu á haugana Kári Gautason, varaþingmaður og aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook að viðtalið við Ingu sé það mest upplýsandi sem tekið hefur verið í Spursmálum í aðdraganda kosningana, en þangað hefur fjöldi frambjóðanda mætt. „Ég heyri ekki betur en að þarna sé Inga Sæland að lýsa því hvernig hún muni í nokkrum öruggum skrefum varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir. Kynslóð dóttur minnar og hennar jafnaldra. Með því að taka næstum því fullklárað lífeyrissjóðakerfi og henda því á haugana, færa verðmæti til núlifandi kynslóða og binda klafa á framtíðina,“ segir hann. Myndi draga úr ávöxtun Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vitnaði í viðtal Morgunblaðsins við Ingu þegar þær mættu í kosningapallborðið á Vísi í gær ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Umræðan um lífeyrismálin hefst á 22. mínútu. „Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem þau munu áfram standa við en stór partur af áxöxtun inni í lífeyrissjóði ræðst af því hvað þú greiðir inn í þá. Ef þú tekur skattinn fyrir fram út, stóran hluta af því, þá er auðvitað minni ávöxtun. Ég skil það alveg, ég skil það mjög vel, að fólk hafi efasemdir varðandi lífeyrissjóðskerfið, að það sé ekki að fjárfesta á réttum stöðum og svo framvegis. Það er mjög eðlilegt að vera með svoleiðis skoðanir en það breytir því ekki að þrátt fyrir það að lífeyrissjóðrinir gætu gert margt öðruvísi, þá er þetta að mörgu leyti stórkostlegt kerfi og við höfum staðið okkur mjög vel hvað það varðar.“ Stórar efnahagslegar breytingar eins og þær sem Inga leggur til gætu að hennar mati haft mikil áhrif á þá hópa samfélagsins sem Inga hefur helst barist fyrir. Ætlar hiklaust að fylgja málinu eftir Inga bað um að fá að svara fyrir sig og sagði að Flokkur fólksins muni hiklaust fylgja hugmyndinni eftir. „Það er einn af stóru þáttunum sem við viljum ráðast í, að afnema þessa svokölluðu undanþágureglu lífeyrissjóðanna á staðgreiðslu skatta við innborgun, sem við öll hin þurfum hins vegar að taka á okkur.“ Lífeyrissjóðirnir sitji nú á um 9000 milljörðum í eignum og inn í þá flæði um 400 milljarðar á ári. „Við viljum fá staðgreiðsluna strax og það vita það allir, sem hafa unnið í sveita síns andlitis, að þegar það kemur að því að fá greitt út úr lífeyrissjóði og staðgreiðslan er tekin, og þau eru jafnvel að fá 180 þúsund á mánuði eftir heila starfsævi, þá eru þau skert á móti í almannatryggingakerfinu. Þegar það er alltaf verið að tala um að ávaxta fyrir fólkið, þetta er bara mantra, þetta er bara bull, ég hlusta ekki á þetta.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Vinstri græn Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira