Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 09:31 Bernardo Silva ræðir málin við knattspyrnustjórann Pep Guardiola í leiknum í Lissabon í gærkvöldi. Getty/Gualter Fatia Manchester City tapaði ekki aðeins þriðja leik sínum í röð í gærkvöldi heldur steinlá liðið 4-1 á móti portúgalska liðinu Sporting CP frá Lissabon. Portúgalinn Bernardo Silva bar fyrirliðabandið hjá Manchester City í leiknum í gær og hann var þungur eftir leikinn. „Í byrjun seinni hálfleiksins þá gáfum við þeim bara of mörg tækifæri til að skora,“ sagði Bernardo Silva en City menn komust yfir snemma leiks. Það var staðan 1-1 í hálfleik en eftir aðeins fjögurra mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 3-1 fyrir Sporting. „Þetta eru vonbrigði því við erum á dimmum stað akkúrat núna. Það gengur ekkert upp hjá okkur ekki einu sinni þegar við erum að spila vel,“ sagði Silva. Þurfum auðvitað að horfa inn á við „Við þurfum auðvitað að horfa inn á við, skoða það sem við erum ekki að gera vel og byrja mjög fljótt að gera betur. Annars verður mjög erfitt fyrir okkur að koma til baka eftir alla þessa tapleiki,“ sagði Silva. City er að glíma við meiðsli margra lykilmanna sem hefur ekki auðveldað hlutina fyrir lærisveina Pep Guardiola. Þrjú töp í röð á einni viku. Liðið datt út úr deildabikarnum á móti Tottenham í síðustu viku og tapaði á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Liðið hafði þá leikið 32 deildarleiki í röð án taps. Þetta er fyrsta sinn frá árinu 2018 sem City tapar þremur leikjum í röð í öllum keppnum. Man ekki eftir svona „Svona er bara fótboltinn. Það er erfitt að finna ástæðurnar fyrir því hvað er að gerast hjá okkur núna. Ég man ekki eftir svona á sjö og hálfu ári mínu hjá félaginu. Það er eins og ekkert gangi upp hjá okkur,“ sagði Silva. „Auðvitað þurfum við að gera betur. Meiddu mennirnir þurfa að koma til baka sem fyrst því við þurfum á þeim að halda. Þetta er ekki nógu gott,“ sagði Silva. Rodri, Jack Grealish, Rúben Dias og John Stones eru allir frá vegna meiðsla og hinn nítján ára gamli Jahmai Simpson-Pusey var í byrjunarliðinu. Næsti leikur Manchester City er síðan á móti Brighton and Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "We're in a bit of a dark place right now, and everything looks to be going in the wrong way."Bernardo Silva reflects on Man City's poor form in recent weeks 🗣🎙 @Becky_Ives_📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/nDagytioOT— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 5, 2024 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Portúgalinn Bernardo Silva bar fyrirliðabandið hjá Manchester City í leiknum í gær og hann var þungur eftir leikinn. „Í byrjun seinni hálfleiksins þá gáfum við þeim bara of mörg tækifæri til að skora,“ sagði Bernardo Silva en City menn komust yfir snemma leiks. Það var staðan 1-1 í hálfleik en eftir aðeins fjögurra mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 3-1 fyrir Sporting. „Þetta eru vonbrigði því við erum á dimmum stað akkúrat núna. Það gengur ekkert upp hjá okkur ekki einu sinni þegar við erum að spila vel,“ sagði Silva. Þurfum auðvitað að horfa inn á við „Við þurfum auðvitað að horfa inn á við, skoða það sem við erum ekki að gera vel og byrja mjög fljótt að gera betur. Annars verður mjög erfitt fyrir okkur að koma til baka eftir alla þessa tapleiki,“ sagði Silva. City er að glíma við meiðsli margra lykilmanna sem hefur ekki auðveldað hlutina fyrir lærisveina Pep Guardiola. Þrjú töp í röð á einni viku. Liðið datt út úr deildabikarnum á móti Tottenham í síðustu viku og tapaði á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Liðið hafði þá leikið 32 deildarleiki í röð án taps. Þetta er fyrsta sinn frá árinu 2018 sem City tapar þremur leikjum í röð í öllum keppnum. Man ekki eftir svona „Svona er bara fótboltinn. Það er erfitt að finna ástæðurnar fyrir því hvað er að gerast hjá okkur núna. Ég man ekki eftir svona á sjö og hálfu ári mínu hjá félaginu. Það er eins og ekkert gangi upp hjá okkur,“ sagði Silva. „Auðvitað þurfum við að gera betur. Meiddu mennirnir þurfa að koma til baka sem fyrst því við þurfum á þeim að halda. Þetta er ekki nógu gott,“ sagði Silva. Rodri, Jack Grealish, Rúben Dias og John Stones eru allir frá vegna meiðsla og hinn nítján ára gamli Jahmai Simpson-Pusey var í byrjunarliðinu. Næsti leikur Manchester City er síðan á móti Brighton and Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "We're in a bit of a dark place right now, and everything looks to be going in the wrong way."Bernardo Silva reflects on Man City's poor form in recent weeks 🗣🎙 @Becky_Ives_📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/nDagytioOT— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 5, 2024
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira