Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2024 14:55 Maðurinn var ásamt tveimur félögum að æfa björgun í ánni þegar slysið varð. Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur í gær. Maðurinn sem lést hafði verið að æfa björgun ásamt tveimur félögum sínum þegar slysið varð. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru straumsvatnsbjörgunarhópar boðaðir frá björgunarsveitum á nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út, en vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlu við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur. Brúin yfir Tungufljót á Biskupstungnabraut.Já.is Í tilkynningu frá Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur formanni Slysavarnafélagsins Landsbjargar til fjölmiðla segir: „Það er mér afar þungbært að þurfa að tilkynna um að góður félagi okkar, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, lést í slysi sem varð á æfingu í straumvatnsbjörgun í og við Tungufljót síðdegis á sunnudag. Hugur minn og allra félaga í Slysavarnafélaginu Landsbjörg er með aðstandendum hans og félögum og okkar verkefni núna er fyrst og fremst að taka utan um þann hóp með allri þeirri sálrænu aðstoð sem við getum veitt, og þau vilja þiggja.“ Borghildur bendir á að rannsókn slyssins sé í höndum lögreglunnar á Suðurlandi og félagið muni að sjálfsögðu veita alla þá aðstoð við hana sem beðið verði um. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru aðstæður á vettvangi krefjandi. Töluverð rigning og mikið vatnsmagn í ánni. Björgunarsveitir Andlát Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. 16. ágúst 2024 07:00 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur í gær. Maðurinn sem lést hafði verið að æfa björgun ásamt tveimur félögum sínum þegar slysið varð. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru straumsvatnsbjörgunarhópar boðaðir frá björgunarsveitum á nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út, en vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlu við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur. Brúin yfir Tungufljót á Biskupstungnabraut.Já.is Í tilkynningu frá Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur formanni Slysavarnafélagsins Landsbjargar til fjölmiðla segir: „Það er mér afar þungbært að þurfa að tilkynna um að góður félagi okkar, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, lést í slysi sem varð á æfingu í straumvatnsbjörgun í og við Tungufljót síðdegis á sunnudag. Hugur minn og allra félaga í Slysavarnafélaginu Landsbjörg er með aðstandendum hans og félögum og okkar verkefni núna er fyrst og fremst að taka utan um þann hóp með allri þeirri sálrænu aðstoð sem við getum veitt, og þau vilja þiggja.“ Borghildur bendir á að rannsókn slyssins sé í höndum lögreglunnar á Suðurlandi og félagið muni að sjálfsögðu veita alla þá aðstoð við hana sem beðið verði um. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru aðstæður á vettvangi krefjandi. Töluverð rigning og mikið vatnsmagn í ánni.
Björgunarsveitir Andlát Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. 16. ágúst 2024 07:00 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. 16. ágúst 2024 07:00