Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2024 06:30 Norður-kóresku stelpurnar fagna marki Jon Il-chong í úrslitaleiknum á móti Spáni en keppnin fór fram í Dóminíska lýðveldinu. Getty/Pedro Vilela Norður-Kórea tryggði sér heimsmeistaratitilinn hjá sautján ára landsliðum kvenna í fótbolta í gær eftir sigur á Spáni í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum. Þetta er annar heimsmeistaratitilinn Norður-Kóreu á stuttum tíma því tuttugu ára landslið þjóðarinnar varð einnig heimsmeistari í september. Að þessu sinni höfðu norður-kóresku stelpurnar betur í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli í leiknum sjálfum. Spánn komst yfir en Norður-Kórea náði að jafna. Liðið vann vítakeppnina 4-3. Það var lítið að gera hjá markverðinum Pak Ju-gyong fram eftir móti en hún varði nokkrum sinnum mjög vel í úrslitaleiknum og varði síðan eina vítaspyrnu í vítakeppninni. „Við erum stolt að vinna besta evrópska landsliðið og verða besta landslið heims. Við gátum unnið út af samheldninni. Við lærðum það einu sinni enn að ef við berjumst saman öll sem ein þá er sigurinn óhjákvæmilegur,“ sagði Song Sung-gwon, þjálfari norður-kóreska liðsins. Jon Il-chong skoraði mark leiksins í úrslitaleiknum og var kjörin besti leikmaður mótsins. Spánn átti markahæsta leikmanninn í Pau Comendador sem var næstbesti leikmaður mótsins. Norður-Kórea sló Pólland út úr átta liða úrslitunum og vann 1-0 sigur á bandarísku stelpunum í undanúrslitunum. Bandaríkin tryggði sér bronsið með 3-0 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Norður-Kórea varð einnig heimsmeistari hjá sautján ára stelpunum 2008 og 2016. Tuttugu ára stelpurnar höfðu unnið 1-0 sigur á Japan í úrslitaleik U20 en þá slógu þær einnig bandaríska landsliðið í undanúrslitunum. Norður-Kórea var að vinna sinn þriðja heimsmeistaratitil hjá tuttugu ára stelpunum á dögunum en þær unnu einnig 2006 og 2016. View this post on Instagram A post shared by FIFA Women's World Cup (@fifawomensworldcup) FIFA Norður-Kórea Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Þetta er annar heimsmeistaratitilinn Norður-Kóreu á stuttum tíma því tuttugu ára landslið þjóðarinnar varð einnig heimsmeistari í september. Að þessu sinni höfðu norður-kóresku stelpurnar betur í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli í leiknum sjálfum. Spánn komst yfir en Norður-Kórea náði að jafna. Liðið vann vítakeppnina 4-3. Það var lítið að gera hjá markverðinum Pak Ju-gyong fram eftir móti en hún varði nokkrum sinnum mjög vel í úrslitaleiknum og varði síðan eina vítaspyrnu í vítakeppninni. „Við erum stolt að vinna besta evrópska landsliðið og verða besta landslið heims. Við gátum unnið út af samheldninni. Við lærðum það einu sinni enn að ef við berjumst saman öll sem ein þá er sigurinn óhjákvæmilegur,“ sagði Song Sung-gwon, þjálfari norður-kóreska liðsins. Jon Il-chong skoraði mark leiksins í úrslitaleiknum og var kjörin besti leikmaður mótsins. Spánn átti markahæsta leikmanninn í Pau Comendador sem var næstbesti leikmaður mótsins. Norður-Kórea sló Pólland út úr átta liða úrslitunum og vann 1-0 sigur á bandarísku stelpunum í undanúrslitunum. Bandaríkin tryggði sér bronsið með 3-0 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Norður-Kórea varð einnig heimsmeistari hjá sautján ára stelpunum 2008 og 2016. Tuttugu ára stelpurnar höfðu unnið 1-0 sigur á Japan í úrslitaleik U20 en þá slógu þær einnig bandaríska landsliðið í undanúrslitunum. Norður-Kórea var að vinna sinn þriðja heimsmeistaratitil hjá tuttugu ára stelpunum á dögunum en þær unnu einnig 2006 og 2016. View this post on Instagram A post shared by FIFA Women's World Cup (@fifawomensworldcup)
FIFA Norður-Kórea Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira