Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2024 06:30 Norður-kóresku stelpurnar fagna marki Jon Il-chong í úrslitaleiknum á móti Spáni en keppnin fór fram í Dóminíska lýðveldinu. Getty/Pedro Vilela Norður-Kórea tryggði sér heimsmeistaratitilinn hjá sautján ára landsliðum kvenna í fótbolta í gær eftir sigur á Spáni í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum. Þetta er annar heimsmeistaratitilinn Norður-Kóreu á stuttum tíma því tuttugu ára landslið þjóðarinnar varð einnig heimsmeistari í september. Að þessu sinni höfðu norður-kóresku stelpurnar betur í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli í leiknum sjálfum. Spánn komst yfir en Norður-Kórea náði að jafna. Liðið vann vítakeppnina 4-3. Það var lítið að gera hjá markverðinum Pak Ju-gyong fram eftir móti en hún varði nokkrum sinnum mjög vel í úrslitaleiknum og varði síðan eina vítaspyrnu í vítakeppninni. „Við erum stolt að vinna besta evrópska landsliðið og verða besta landslið heims. Við gátum unnið út af samheldninni. Við lærðum það einu sinni enn að ef við berjumst saman öll sem ein þá er sigurinn óhjákvæmilegur,“ sagði Song Sung-gwon, þjálfari norður-kóreska liðsins. Jon Il-chong skoraði mark leiksins í úrslitaleiknum og var kjörin besti leikmaður mótsins. Spánn átti markahæsta leikmanninn í Pau Comendador sem var næstbesti leikmaður mótsins. Norður-Kórea sló Pólland út úr átta liða úrslitunum og vann 1-0 sigur á bandarísku stelpunum í undanúrslitunum. Bandaríkin tryggði sér bronsið með 3-0 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Norður-Kórea varð einnig heimsmeistari hjá sautján ára stelpunum 2008 og 2016. Tuttugu ára stelpurnar höfðu unnið 1-0 sigur á Japan í úrslitaleik U20 en þá slógu þær einnig bandaríska landsliðið í undanúrslitunum. Norður-Kórea var að vinna sinn þriðja heimsmeistaratitil hjá tuttugu ára stelpunum á dögunum en þær unnu einnig 2006 og 2016. View this post on Instagram A post shared by FIFA Women's World Cup (@fifawomensworldcup) FIFA Norður-Kórea Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Þetta er annar heimsmeistaratitilinn Norður-Kóreu á stuttum tíma því tuttugu ára landslið þjóðarinnar varð einnig heimsmeistari í september. Að þessu sinni höfðu norður-kóresku stelpurnar betur í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli í leiknum sjálfum. Spánn komst yfir en Norður-Kórea náði að jafna. Liðið vann vítakeppnina 4-3. Það var lítið að gera hjá markverðinum Pak Ju-gyong fram eftir móti en hún varði nokkrum sinnum mjög vel í úrslitaleiknum og varði síðan eina vítaspyrnu í vítakeppninni. „Við erum stolt að vinna besta evrópska landsliðið og verða besta landslið heims. Við gátum unnið út af samheldninni. Við lærðum það einu sinni enn að ef við berjumst saman öll sem ein þá er sigurinn óhjákvæmilegur,“ sagði Song Sung-gwon, þjálfari norður-kóreska liðsins. Jon Il-chong skoraði mark leiksins í úrslitaleiknum og var kjörin besti leikmaður mótsins. Spánn átti markahæsta leikmanninn í Pau Comendador sem var næstbesti leikmaður mótsins. Norður-Kórea sló Pólland út úr átta liða úrslitunum og vann 1-0 sigur á bandarísku stelpunum í undanúrslitunum. Bandaríkin tryggði sér bronsið með 3-0 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Norður-Kórea varð einnig heimsmeistari hjá sautján ára stelpunum 2008 og 2016. Tuttugu ára stelpurnar höfðu unnið 1-0 sigur á Japan í úrslitaleik U20 en þá slógu þær einnig bandaríska landsliðið í undanúrslitunum. Norður-Kórea var að vinna sinn þriðja heimsmeistaratitil hjá tuttugu ára stelpunum á dögunum en þær unnu einnig 2006 og 2016. View this post on Instagram A post shared by FIFA Women's World Cup (@fifawomensworldcup)
FIFA Norður-Kórea Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira