Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 20:02 Maya Rudolph í gervi Kamölu Harris, ásamt Kamölu Harris sjálfri í sjónvarpssal Saturday Night Live í gærkvöldi. Kamala Harris mælist með óvænt forskot á Donald Trump í ríki sem hann hefur hingað til unnið örugglega í forsetakosningum. Sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum telur að úrslit kosninganna gætu sveiflast afgerandi í aðra hvora áttina. Óvænt atriði með Harris í skemmtiþætti hefur reitt repúblikana til reiði. New York Times og Siena-háskólinn, sem þykja með þeim áreiðanlegustu í bransanum, birtu í dag síðustu könnun sína fyrir forsetakosningarnar á þriðjudag. Hún sýnir fylgið í sveifluríkjunum sjö, ríkjunum þar sem niðurstöður kosninganna munu ráðast. Harris bætir örlítið við sig og leiðir í Wisconsin, Nevada, Norður-Karólínu og Georgíu, Trump hefur undanfarið haft örlítið forskot í þeim þremur síðarnefndu. Fylgið er hins vegar hnífjafnt í Pennsylvaníu og Michigan, hið síðarnefnda hefur verið talið öruggasta sveifluríki Harris, og Trump leiðir með fjórum prósentum í Arizona. Áfram er staðan því hnífjöfn og innan skekkjumarka. Niðurstöðurnar eru settar fram grafískt í fréttinni hér fyrir neðan. Í Iowa, djúprauðu ríki sem Trump hefur unnið örugglega í síðustu tveimur kosningum, mældist Harris skyndilega með þriggja prósenta forskot í nýrri könnun. Niðurstöðurnar þykja afar merkilegar, þó að þeim sé tekið með fyrirvara. Mögulega lýsi þær víðtækari þróun Harris í vil. Erlingur Erlingsson sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann sagði að allt þar til í gær hafi Trump verið í betri stöðu. „En svo kom á óvart þessi Iowa-könnun, þar sem Harris stekkur allt í einu fram úr þarna í ríki sem er alls ekki eitt af þessum sveifluríkjum. En ég held að stærra spurningamerkið sé í kringum allar þessar kannanir, eru þær nákvæmar? Þær brugðust náttúrulega eins og frægt er 2016,“ segir Erlingur. Hann bendir jafnframt á að kannanir 2020 hafi spáð Joe Biden talsvert meira forskoti en kom upp úr kjörkössum en í kosningum fyrir tveimur árum hafi Demókrötum svo verið spáð mun lakara gengi en raunin varð. „Þannig að nú situr maður og veltir fyrir sér, hvar er skekkjan? Það gæti þýtt að úrslitin muni sveiflast mjög í aðra hverja áttina.“ Æsispennandi lokasprettur er framundan hjá frambjóðendunum. Þau voru bæði í Norður-Karólínu í gær og Harris dúkkaði svo óvænt upp í skemmtiþættinum Saturday Night Live, sem er í beinni frá New York. Repúblikanar risu í kjölfarið upp á afturlappirnar; það að Trump hafi ekki fengið boð í þáttinn segja þeir skýrt brot á jafnræðisreglu um tíma frambjóðenda í sjónvarpi og fjölmiðlum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Skoðanakannanir Kamala Harris Hollywood Tengdar fréttir Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
New York Times og Siena-háskólinn, sem þykja með þeim áreiðanlegustu í bransanum, birtu í dag síðustu könnun sína fyrir forsetakosningarnar á þriðjudag. Hún sýnir fylgið í sveifluríkjunum sjö, ríkjunum þar sem niðurstöður kosninganna munu ráðast. Harris bætir örlítið við sig og leiðir í Wisconsin, Nevada, Norður-Karólínu og Georgíu, Trump hefur undanfarið haft örlítið forskot í þeim þremur síðarnefndu. Fylgið er hins vegar hnífjafnt í Pennsylvaníu og Michigan, hið síðarnefnda hefur verið talið öruggasta sveifluríki Harris, og Trump leiðir með fjórum prósentum í Arizona. Áfram er staðan því hnífjöfn og innan skekkjumarka. Niðurstöðurnar eru settar fram grafískt í fréttinni hér fyrir neðan. Í Iowa, djúprauðu ríki sem Trump hefur unnið örugglega í síðustu tveimur kosningum, mældist Harris skyndilega með þriggja prósenta forskot í nýrri könnun. Niðurstöðurnar þykja afar merkilegar, þó að þeim sé tekið með fyrirvara. Mögulega lýsi þær víðtækari þróun Harris í vil. Erlingur Erlingsson sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann sagði að allt þar til í gær hafi Trump verið í betri stöðu. „En svo kom á óvart þessi Iowa-könnun, þar sem Harris stekkur allt í einu fram úr þarna í ríki sem er alls ekki eitt af þessum sveifluríkjum. En ég held að stærra spurningamerkið sé í kringum allar þessar kannanir, eru þær nákvæmar? Þær brugðust náttúrulega eins og frægt er 2016,“ segir Erlingur. Hann bendir jafnframt á að kannanir 2020 hafi spáð Joe Biden talsvert meira forskoti en kom upp úr kjörkössum en í kosningum fyrir tveimur árum hafi Demókrötum svo verið spáð mun lakara gengi en raunin varð. „Þannig að nú situr maður og veltir fyrir sér, hvar er skekkjan? Það gæti þýtt að úrslitin muni sveiflast mjög í aðra hverja áttina.“ Æsispennandi lokasprettur er framundan hjá frambjóðendunum. Þau voru bæði í Norður-Karólínu í gær og Harris dúkkaði svo óvænt upp í skemmtiþættinum Saturday Night Live, sem er í beinni frá New York. Repúblikanar risu í kjölfarið upp á afturlappirnar; það að Trump hafi ekki fengið boð í þáttinn segja þeir skýrt brot á jafnræðisreglu um tíma frambjóðenda í sjónvarpi og fjölmiðlum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Skoðanakannanir Kamala Harris Hollywood Tengdar fréttir Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16
„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03
Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26