Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2024 09:12 Finnskir strandgæsluliðar standa vörð. Stanslausar truflanir hafa verið á sambandi við staðsetningargervitungl á FInnlandsflóa og Eystrasalti frá því í vor. Finnska strandgæslan við Finnlandsflóa Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. Truflanirnar á gervihnattamerkjum fyrir staðsetingartæki sem vart hefur orðið við á Finnlandsflóa og Eystrasalti frá því í apríl hafa leitt til þess að skip hafi villst af leið. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við að þau stefndu á eyjur eða grynningar. Lulu Ranne, innanríkisráðherra Finnlands, sakaði Rússa um að standa að truflununum í síðustu viku. Því neita stjórnvöld í Kreml eins og þau gera alla jafna þegar þau eru sökuð um skemmdarverk á vesturlöndum. Trufla merkið til þess að verja olíuflutningahafnirnar Nú er strandgæslan einnig farin að merkja að áhafnir skipa slökkvi viljandi á sjálfvirkum auðkenningarbúnaði þeirra þannig að rétt staðsetning þeirra koma ekki fram í eftirlitskerfum. Pekka Niittylä, yfirmaður finnsku strandgæslunnar á Finnlandsflóa, segir hana hafa séð um tíu olíuflutningaskip sem lenda í rússneskum höfnum í grennd við Pétursborg leika þennan leik. „Að okkar mati tengist þetta því að komast undan refsiaðgerðunum eða afleiðingum þeirra. Ef land sem kaupi rússneska olíu vill ekki sjá að olía var keypt frá Rússlandi gæti seljandinn eða skipið notað blekkingar til þess að láta það virðast sem að það hafi ekki heimsótt Rússland,“ segir Niittylä við Reuters-fréttastofuna. Strandgæslan telur ennfremur að Rússar trufli gervihnattasamband á svæðinu til þess að verja olíuflutningahafnir við austanverðan Finnlandsflóa fyrir loft- eða drónaárásum Úkraínumanna. Niittylä segir þetta háttalag olíuflutningaskipanna að hylja slóð sína þegar þau sigla um tiltölulega grunnar og þröngar siglingarleiðir um Eystrasalt skapi hættu fyrir sjófarendur og umhverfið. Hættan eigi aðeins eftir að aukast þegar veðuraðstæður versni í vetur. Jafnvel áður en bellibrögðin með staðsetningamerkin komu til sögunnar fylgdust Finnar grannt með ferðum rússneska flutningaskipaflotans, sem er orðinn gamall og hrörlegur, vegna hættunnar á olíuleka frá þeim. Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Skipaflutningar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Fleiri fréttir Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Sjá meira
Truflanirnar á gervihnattamerkjum fyrir staðsetingartæki sem vart hefur orðið við á Finnlandsflóa og Eystrasalti frá því í apríl hafa leitt til þess að skip hafi villst af leið. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við að þau stefndu á eyjur eða grynningar. Lulu Ranne, innanríkisráðherra Finnlands, sakaði Rússa um að standa að truflununum í síðustu viku. Því neita stjórnvöld í Kreml eins og þau gera alla jafna þegar þau eru sökuð um skemmdarverk á vesturlöndum. Trufla merkið til þess að verja olíuflutningahafnirnar Nú er strandgæslan einnig farin að merkja að áhafnir skipa slökkvi viljandi á sjálfvirkum auðkenningarbúnaði þeirra þannig að rétt staðsetning þeirra koma ekki fram í eftirlitskerfum. Pekka Niittylä, yfirmaður finnsku strandgæslunnar á Finnlandsflóa, segir hana hafa séð um tíu olíuflutningaskip sem lenda í rússneskum höfnum í grennd við Pétursborg leika þennan leik. „Að okkar mati tengist þetta því að komast undan refsiaðgerðunum eða afleiðingum þeirra. Ef land sem kaupi rússneska olíu vill ekki sjá að olía var keypt frá Rússlandi gæti seljandinn eða skipið notað blekkingar til þess að láta það virðast sem að það hafi ekki heimsótt Rússland,“ segir Niittylä við Reuters-fréttastofuna. Strandgæslan telur ennfremur að Rússar trufli gervihnattasamband á svæðinu til þess að verja olíuflutningahafnir við austanverðan Finnlandsflóa fyrir loft- eða drónaárásum Úkraínumanna. Niittylä segir þetta háttalag olíuflutningaskipanna að hylja slóð sína þegar þau sigla um tiltölulega grunnar og þröngar siglingarleiðir um Eystrasalt skapi hættu fyrir sjófarendur og umhverfið. Hættan eigi aðeins eftir að aukast þegar veðuraðstæður versni í vetur. Jafnvel áður en bellibrögðin með staðsetningamerkin komu til sögunnar fylgdust Finnar grannt með ferðum rússneska flutningaskipaflotans, sem er orðinn gamall og hrörlegur, vegna hættunnar á olíuleka frá þeim.
Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Skipaflutningar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Fleiri fréttir Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Sjá meira