Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2024 09:12 Finnskir strandgæsluliðar standa vörð. Stanslausar truflanir hafa verið á sambandi við staðsetningargervitungl á FInnlandsflóa og Eystrasalti frá því í vor. Finnska strandgæslan við Finnlandsflóa Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. Truflanirnar á gervihnattamerkjum fyrir staðsetingartæki sem vart hefur orðið við á Finnlandsflóa og Eystrasalti frá því í apríl hafa leitt til þess að skip hafi villst af leið. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við að þau stefndu á eyjur eða grynningar. Lulu Ranne, innanríkisráðherra Finnlands, sakaði Rússa um að standa að truflununum í síðustu viku. Því neita stjórnvöld í Kreml eins og þau gera alla jafna þegar þau eru sökuð um skemmdarverk á vesturlöndum. Trufla merkið til þess að verja olíuflutningahafnirnar Nú er strandgæslan einnig farin að merkja að áhafnir skipa slökkvi viljandi á sjálfvirkum auðkenningarbúnaði þeirra þannig að rétt staðsetning þeirra koma ekki fram í eftirlitskerfum. Pekka Niittylä, yfirmaður finnsku strandgæslunnar á Finnlandsflóa, segir hana hafa séð um tíu olíuflutningaskip sem lenda í rússneskum höfnum í grennd við Pétursborg leika þennan leik. „Að okkar mati tengist þetta því að komast undan refsiaðgerðunum eða afleiðingum þeirra. Ef land sem kaupi rússneska olíu vill ekki sjá að olía var keypt frá Rússlandi gæti seljandinn eða skipið notað blekkingar til þess að láta það virðast sem að það hafi ekki heimsótt Rússland,“ segir Niittylä við Reuters-fréttastofuna. Strandgæslan telur ennfremur að Rússar trufli gervihnattasamband á svæðinu til þess að verja olíuflutningahafnir við austanverðan Finnlandsflóa fyrir loft- eða drónaárásum Úkraínumanna. Niittylä segir þetta háttalag olíuflutningaskipanna að hylja slóð sína þegar þau sigla um tiltölulega grunnar og þröngar siglingarleiðir um Eystrasalt skapi hættu fyrir sjófarendur og umhverfið. Hættan eigi aðeins eftir að aukast þegar veðuraðstæður versni í vetur. Jafnvel áður en bellibrögðin með staðsetningamerkin komu til sögunnar fylgdust Finnar grannt með ferðum rússneska flutningaskipaflotans, sem er orðinn gamall og hrörlegur, vegna hættunnar á olíuleka frá þeim. Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Skipaflutningar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Truflanirnar á gervihnattamerkjum fyrir staðsetingartæki sem vart hefur orðið við á Finnlandsflóa og Eystrasalti frá því í apríl hafa leitt til þess að skip hafi villst af leið. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við að þau stefndu á eyjur eða grynningar. Lulu Ranne, innanríkisráðherra Finnlands, sakaði Rússa um að standa að truflununum í síðustu viku. Því neita stjórnvöld í Kreml eins og þau gera alla jafna þegar þau eru sökuð um skemmdarverk á vesturlöndum. Trufla merkið til þess að verja olíuflutningahafnirnar Nú er strandgæslan einnig farin að merkja að áhafnir skipa slökkvi viljandi á sjálfvirkum auðkenningarbúnaði þeirra þannig að rétt staðsetning þeirra koma ekki fram í eftirlitskerfum. Pekka Niittylä, yfirmaður finnsku strandgæslunnar á Finnlandsflóa, segir hana hafa séð um tíu olíuflutningaskip sem lenda í rússneskum höfnum í grennd við Pétursborg leika þennan leik. „Að okkar mati tengist þetta því að komast undan refsiaðgerðunum eða afleiðingum þeirra. Ef land sem kaupi rússneska olíu vill ekki sjá að olía var keypt frá Rússlandi gæti seljandinn eða skipið notað blekkingar til þess að láta það virðast sem að það hafi ekki heimsótt Rússland,“ segir Niittylä við Reuters-fréttastofuna. Strandgæslan telur ennfremur að Rússar trufli gervihnattasamband á svæðinu til þess að verja olíuflutningahafnir við austanverðan Finnlandsflóa fyrir loft- eða drónaárásum Úkraínumanna. Niittylä segir þetta háttalag olíuflutningaskipanna að hylja slóð sína þegar þau sigla um tiltölulega grunnar og þröngar siglingarleiðir um Eystrasalt skapi hættu fyrir sjófarendur og umhverfið. Hættan eigi aðeins eftir að aukast þegar veðuraðstæður versni í vetur. Jafnvel áður en bellibrögðin með staðsetningamerkin komu til sögunnar fylgdust Finnar grannt með ferðum rússneska flutningaskipaflotans, sem er orðinn gamall og hrörlegur, vegna hættunnar á olíuleka frá þeim.
Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Skipaflutningar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent