Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. október 2024 20:37 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. vísir Formaður Læknafélags Íslands segir að það virði sem læknar skili út í samfélagið, skili sér ekki til baka í launaumslaginu. Launin geti verið há, en þá liggi mjög mikið vinnuálag að baki. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 83 prósent félagsmanna sem samningarnir ná til tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember og verða í nokkrum lotum. Fyrst 18.-21. nóvember, svo 2-5. desember. og þriðja lotan verður 16.-19. desember. Í janúar verða verkföll í hverri viku. Verkfallsaðgerðirnar eru nánar útlistaðar í fréttinni hér: Verkfallsréttur lækna er þó takmarkaður. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir að í aðgerðunum verði lágmarksþjónusta ávallt tryggð. „Við erum með verkfallslista sem tryggir þessa lágmarksmönnum. Við höfum hlegið að því í gegnum tárin að á þeim er mönnunin oft betri en það sem við búum til dæmis á sumrin á Landspítala,“ segir Steinunn sem ræddi verkfallsaðgerðir og kröfur lækna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Lengi að vinda ofan af biðlistum Verkfallsaðgerðirnar munu samt sem áður hafa áhrif, segir Steinunn. „Við fórum í sambærilegar aðgerðir fyrir 10 árum, sem var fyrsta verkfall lækna nokkru sinn. Það tók ansi langan tíma að vinda ofan af biðlistum og öðrum áhrifum þess verkfalls. Við vonum auðvitað í lengstu lög að við þurfum ekki að fara þessa leið.“ Varðandi launakröfur og hvort læknar séu almennt ekki með hærri laun en komi fram á launatöflum, vegna álags og mismunandi vakta, segir hún: „Þarna erum við að tala um grunnlaun lækna fyrir hundrað prósent vinnu, 40 tíma vinnuviku. Þegar maður er að horfa á þessar tölur verðum við að horfa á þær í þessu samhengi. Mjög margir sem við berum okkur saman við eru með styttri vinnuviku en það. Tímakaupið er því enn lægra í samanburðinum.“ Verðmætin birtist ekki í launaumslaginu „Auðvitað getur maður náð upp laununum sem læknir ef maður vinnur mjög mikið, og þá á öllum tímum sólarhringsins. Tekur mjög mikið af aukavöktum. Heildarlaunin geta verið töluvert hærri en þá er yfirleitt mjög mikið vinnuálag þar að baki,“ segir Steinunn. Steinunn kveðst vona að læknar njóti enn trausts í samfélaginu og að stéttin sé enn aðdráttarafl, hvað sem breytingum á ásýnd stéttarinnar líður. „En launin hafa dregist aftur úr eins og hjá mörgum stéttum sem vinna með fólki. Því miður. Við erum að skapa gríðarlegt virði í samfélaginu, það er bara ekki í beinhörðum peningum eins og í sumum öðrum geirum. Það er sjaldnast horft á það, og það birtist ekki í launaumslaginu,“ segir Steinunn og bætir við að launalhækkun sé forsenda þess að hægt sé að laða fólk að í alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna. Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 83 prósent félagsmanna sem samningarnir ná til tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember og verða í nokkrum lotum. Fyrst 18.-21. nóvember, svo 2-5. desember. og þriðja lotan verður 16.-19. desember. Í janúar verða verkföll í hverri viku. Verkfallsaðgerðirnar eru nánar útlistaðar í fréttinni hér: Verkfallsréttur lækna er þó takmarkaður. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir að í aðgerðunum verði lágmarksþjónusta ávallt tryggð. „Við erum með verkfallslista sem tryggir þessa lágmarksmönnum. Við höfum hlegið að því í gegnum tárin að á þeim er mönnunin oft betri en það sem við búum til dæmis á sumrin á Landspítala,“ segir Steinunn sem ræddi verkfallsaðgerðir og kröfur lækna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Lengi að vinda ofan af biðlistum Verkfallsaðgerðirnar munu samt sem áður hafa áhrif, segir Steinunn. „Við fórum í sambærilegar aðgerðir fyrir 10 árum, sem var fyrsta verkfall lækna nokkru sinn. Það tók ansi langan tíma að vinda ofan af biðlistum og öðrum áhrifum þess verkfalls. Við vonum auðvitað í lengstu lög að við þurfum ekki að fara þessa leið.“ Varðandi launakröfur og hvort læknar séu almennt ekki með hærri laun en komi fram á launatöflum, vegna álags og mismunandi vakta, segir hún: „Þarna erum við að tala um grunnlaun lækna fyrir hundrað prósent vinnu, 40 tíma vinnuviku. Þegar maður er að horfa á þessar tölur verðum við að horfa á þær í þessu samhengi. Mjög margir sem við berum okkur saman við eru með styttri vinnuviku en það. Tímakaupið er því enn lægra í samanburðinum.“ Verðmætin birtist ekki í launaumslaginu „Auðvitað getur maður náð upp laununum sem læknir ef maður vinnur mjög mikið, og þá á öllum tímum sólarhringsins. Tekur mjög mikið af aukavöktum. Heildarlaunin geta verið töluvert hærri en þá er yfirleitt mjög mikið vinnuálag þar að baki,“ segir Steinunn. Steinunn kveðst vona að læknar njóti enn trausts í samfélaginu og að stéttin sé enn aðdráttarafl, hvað sem breytingum á ásýnd stéttarinnar líður. „En launin hafa dregist aftur úr eins og hjá mörgum stéttum sem vinna með fólki. Því miður. Við erum að skapa gríðarlegt virði í samfélaginu, það er bara ekki í beinhörðum peningum eins og í sumum öðrum geirum. Það er sjaldnast horft á það, og það birtist ekki í launaumslaginu,“ segir Steinunn og bætir við að launalhækkun sé forsenda þess að hægt sé að laða fólk að í alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna.
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira