Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. október 2024 20:37 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. vísir Formaður Læknafélags Íslands segir að það virði sem læknar skili út í samfélagið, skili sér ekki til baka í launaumslaginu. Launin geti verið há, en þá liggi mjög mikið vinnuálag að baki. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 83 prósent félagsmanna sem samningarnir ná til tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember og verða í nokkrum lotum. Fyrst 18.-21. nóvember, svo 2-5. desember. og þriðja lotan verður 16.-19. desember. Í janúar verða verkföll í hverri viku. Verkfallsaðgerðirnar eru nánar útlistaðar í fréttinni hér: Verkfallsréttur lækna er þó takmarkaður. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir að í aðgerðunum verði lágmarksþjónusta ávallt tryggð. „Við erum með verkfallslista sem tryggir þessa lágmarksmönnum. Við höfum hlegið að því í gegnum tárin að á þeim er mönnunin oft betri en það sem við búum til dæmis á sumrin á Landspítala,“ segir Steinunn sem ræddi verkfallsaðgerðir og kröfur lækna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Lengi að vinda ofan af biðlistum Verkfallsaðgerðirnar munu samt sem áður hafa áhrif, segir Steinunn. „Við fórum í sambærilegar aðgerðir fyrir 10 árum, sem var fyrsta verkfall lækna nokkru sinn. Það tók ansi langan tíma að vinda ofan af biðlistum og öðrum áhrifum þess verkfalls. Við vonum auðvitað í lengstu lög að við þurfum ekki að fara þessa leið.“ Varðandi launakröfur og hvort læknar séu almennt ekki með hærri laun en komi fram á launatöflum, vegna álags og mismunandi vakta, segir hún: „Þarna erum við að tala um grunnlaun lækna fyrir hundrað prósent vinnu, 40 tíma vinnuviku. Þegar maður er að horfa á þessar tölur verðum við að horfa á þær í þessu samhengi. Mjög margir sem við berum okkur saman við eru með styttri vinnuviku en það. Tímakaupið er því enn lægra í samanburðinum.“ Verðmætin birtist ekki í launaumslaginu „Auðvitað getur maður náð upp laununum sem læknir ef maður vinnur mjög mikið, og þá á öllum tímum sólarhringsins. Tekur mjög mikið af aukavöktum. Heildarlaunin geta verið töluvert hærri en þá er yfirleitt mjög mikið vinnuálag þar að baki,“ segir Steinunn. Steinunn kveðst vona að læknar njóti enn trausts í samfélaginu og að stéttin sé enn aðdráttarafl, hvað sem breytingum á ásýnd stéttarinnar líður. „En launin hafa dregist aftur úr eins og hjá mörgum stéttum sem vinna með fólki. Því miður. Við erum að skapa gríðarlegt virði í samfélaginu, það er bara ekki í beinhörðum peningum eins og í sumum öðrum geirum. Það er sjaldnast horft á það, og það birtist ekki í launaumslaginu,“ segir Steinunn og bætir við að launalhækkun sé forsenda þess að hægt sé að laða fólk að í alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna. Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira
Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 83 prósent félagsmanna sem samningarnir ná til tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember og verða í nokkrum lotum. Fyrst 18.-21. nóvember, svo 2-5. desember. og þriðja lotan verður 16.-19. desember. Í janúar verða verkföll í hverri viku. Verkfallsaðgerðirnar eru nánar útlistaðar í fréttinni hér: Verkfallsréttur lækna er þó takmarkaður. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir að í aðgerðunum verði lágmarksþjónusta ávallt tryggð. „Við erum með verkfallslista sem tryggir þessa lágmarksmönnum. Við höfum hlegið að því í gegnum tárin að á þeim er mönnunin oft betri en það sem við búum til dæmis á sumrin á Landspítala,“ segir Steinunn sem ræddi verkfallsaðgerðir og kröfur lækna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Lengi að vinda ofan af biðlistum Verkfallsaðgerðirnar munu samt sem áður hafa áhrif, segir Steinunn. „Við fórum í sambærilegar aðgerðir fyrir 10 árum, sem var fyrsta verkfall lækna nokkru sinn. Það tók ansi langan tíma að vinda ofan af biðlistum og öðrum áhrifum þess verkfalls. Við vonum auðvitað í lengstu lög að við þurfum ekki að fara þessa leið.“ Varðandi launakröfur og hvort læknar séu almennt ekki með hærri laun en komi fram á launatöflum, vegna álags og mismunandi vakta, segir hún: „Þarna erum við að tala um grunnlaun lækna fyrir hundrað prósent vinnu, 40 tíma vinnuviku. Þegar maður er að horfa á þessar tölur verðum við að horfa á þær í þessu samhengi. Mjög margir sem við berum okkur saman við eru með styttri vinnuviku en það. Tímakaupið er því enn lægra í samanburðinum.“ Verðmætin birtist ekki í launaumslaginu „Auðvitað getur maður náð upp laununum sem læknir ef maður vinnur mjög mikið, og þá á öllum tímum sólarhringsins. Tekur mjög mikið af aukavöktum. Heildarlaunin geta verið töluvert hærri en þá er yfirleitt mjög mikið vinnuálag þar að baki,“ segir Steinunn. Steinunn kveðst vona að læknar njóti enn trausts í samfélaginu og að stéttin sé enn aðdráttarafl, hvað sem breytingum á ásýnd stéttarinnar líður. „En launin hafa dregist aftur úr eins og hjá mörgum stéttum sem vinna með fólki. Því miður. Við erum að skapa gríðarlegt virði í samfélaginu, það er bara ekki í beinhörðum peningum eins og í sumum öðrum geirum. Það er sjaldnast horft á það, og það birtist ekki í launaumslaginu,“ segir Steinunn og bætir við að launalhækkun sé forsenda þess að hægt sé að laða fólk að í alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna.
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira