Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. október 2024 18:02 Harry Kane náði ekki til boltans á undan markmanninum og steig á hann. Torsten Silz/picture alliance via Getty Images Bayern Munchen vann öruggan 4-0 sigur á Mainz í þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi. Jamal Musiala skoraði þrennu, en var rangstæður í öðru markinu, Harry Kane bætti svo fjórða markinu við en hefði ekki átt að vera inni á vellinum, að mati leikmanna Mainz. Harry Kane sparkaði í andlitið á markmanni Mainz, Robin Zentner. Hann fékk skurð fyrir ofan augabrúnina og glóðarauga, en gat haldið áfram eftir aðhlynningu. Á blaðamannafundi eftir leik sagði markmaðurinn ekki um slys að ræða. „Ég kenni honum um. Það sést nokkuð snemma að hann á ekki séns í boltann, hann hefði alveg getað sleppt þessu.“ Binda þurfti um sár Zentner.Ralf Ibing - firo sportphoto/Getty Images Um annað mark Musiala sagði Zentner það ekki skipta máli að VAR hafi ekki verið notað í leiknum. „Við erum með línuvörð, hann á að sjá þetta. Þetta er ekki einu sinni tæpt, mjög augljóst og auðveld rangstaða að dæma. Við vorum ekki heppnir með ákvarðanir dómara, það var Bayern.“ Zentner gat haldið áfram eftir aðhlynningu.S. Mellar/FC Bayern via Getty Images Liðsfélagi hans, Dominik Kohr, tók undir í bræði. „Annað markið var rangstaða og það var brotið á mér í fjórða markinu. Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju,“ sagði hann og gæti átt von á sekt, fyrir að gefa í skyn að dómarinn hafi viljandi haft áhrif á úrslit leiksins. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira
Harry Kane sparkaði í andlitið á markmanni Mainz, Robin Zentner. Hann fékk skurð fyrir ofan augabrúnina og glóðarauga, en gat haldið áfram eftir aðhlynningu. Á blaðamannafundi eftir leik sagði markmaðurinn ekki um slys að ræða. „Ég kenni honum um. Það sést nokkuð snemma að hann á ekki séns í boltann, hann hefði alveg getað sleppt þessu.“ Binda þurfti um sár Zentner.Ralf Ibing - firo sportphoto/Getty Images Um annað mark Musiala sagði Zentner það ekki skipta máli að VAR hafi ekki verið notað í leiknum. „Við erum með línuvörð, hann á að sjá þetta. Þetta er ekki einu sinni tæpt, mjög augljóst og auðveld rangstaða að dæma. Við vorum ekki heppnir með ákvarðanir dómara, það var Bayern.“ Zentner gat haldið áfram eftir aðhlynningu.S. Mellar/FC Bayern via Getty Images Liðsfélagi hans, Dominik Kohr, tók undir í bræði. „Annað markið var rangstaða og það var brotið á mér í fjórða markinu. Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju,“ sagði hann og gæti átt von á sekt, fyrir að gefa í skyn að dómarinn hafi viljandi haft áhrif á úrslit leiksins. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira