Hver er þessi Rúben Amorim? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2024 12:48 Leikmenn Sporting tollera Rúben Amorim. getty/Jose Manuel Alvarez Rúben Amorim virðist vera líklegastur til að taka við sem knattspyrnustjóri Manchester United. En hver er maðurinn? Samkvæmt enskum fjölmiðlum er United tilbúið að greiða riftunarákvæði í samningi Amorims við Sporting sem hann hefur stýrt síðan 2020. En af hverju er United klárt að borga tíu milljónir evra, eða einn og hálfan milljarð króna fyrir þennan 39 ára Portúgala. Fyrir það fyrsta hefur hann náð árangri á þjálfaraferlinum sem er þó ekki langur. Undir stjórn Amorims hefur Sporting unnið portúgalska meistaratitilinn í tvígang og deildabikarinn tvisvar. Hann stýrði Braga einnig til sigurs í deildabikarnum skömmu áður en hann tók við Sporting. Vinnusamur liðsmaður Amorim átti fínan feril sem leikmaður en honum lauk þó nokkuð snemma vegna meiðsla. Eftir að hafa leikið með Belenenses á árunum 2003-08 gekk Amorim í raðir Benfica 2008. Þar lék hann þar til ferlinum lauk 2017. Amorim var tvisvar lánaður á tíma sínum hjá Benfica, til Braga 2012-13 og Al-Wakrah í Katar 2015-16. Hjá Benfica vann Amorim tíu stóra titla, þar á meðal portúgalska meistaratitilinn í þrígang. Hann spilaði aðallega sem miðjumaður en gat einnig leyst stöðu hægri bakvarðar. Amorim, sem lék fjórtán landsleiki á árunum 2010-14, þótti fyrst og fremst góður liðsmaður; vinnuhestur með gott hugarfar. Amorim í baráttu við Robin van Persie.getty/VI Images Eftir að hafa þurft að hætta vegna meiðsla aðeins 32 ára var Amorim ráðinn þjálfari C-deildarliðsins Casa Pia sumarið 2018. Hann stoppaði þó stutt við þar vegna þess að hann hafði ekki tiltekin réttindi til að þjálfa og félagið átti yfir höfði sér refsingu frá portúgalska knattspyrnusambandinu vegna þess. Þurfti bara þrettán leiki til að sannfæra Sporting Amorim stýrði varaliði Braga í C-deildinni í þrjá mánuði áður en hann var ráðinn stjóri aðalliðsins í á Þorláksmessu 2019. Amorim stýrði Braga einungis í þrettán leikjum. Liðið vann tíu þeirra, meðal annars Porto í úrslitaleik deildabikarsins. Þrátt fyrir stuttan tíma við stjórnvölinn hjá Braga gerði hann nóg til að fanga athygli forráðamanna Sporting. Og þrátt fyrir að hafa aðeins stýrt Braga í rúma þrjá mánuði og vera einungis 35 ára borgaði Sporting tíu milljónir evra til að fá Amorim yfir til Lissabon. Hann er þriðji dýrasti knattspyrnustjóri sögunnar. Sporting hafði ekki unnið portúgalska meistaratitilinn síðan 2002 en taldi sig hafa fundið rétta manninn til að binda endi á þá bið. Og forráðamenn Sporting reyndust hafa rétt fyrir sér. Á fyrsta heila tímabili Amorims við stjórnvölinn hjá varð liðið Portúgalsmeistari í fyrsta sinn í nítján ár, auk þess að vinna deildabikarinn. Sporting var taplaust í 32 leikjum í röð og tapaði aðeins einum af 34 leikjum sínum í portúgölsku úrvalsdeildinni. Liðið skoraði 65 mörk og fékk aðeins á sig tuttugu. Amorim hefur unnið fimm titla með Sporting.getty/Octavio Passos Tímabilið á eftir, 2021-22, lenti Sporting í 2. sæti portúgölsku deildarinnar þrátt fyrir að fá jafn mörg stig (85) og meistaratímabilið. Sporting komst hins vegar í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og vann deildabikarinn annað árið í röð. Sporting vann deildabikarinn þriðja sinn í röð tímabilið 2022-23 og komst í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar en lenti í 4. sæti í deildinni. Góður að vinna með ungviðið Eftir vonbrigðatímabil risu Sporting-menn upp á afturlappirnar á síðasta tímabili og endurheimtu portúgalska meistaratitilinn. Stór ástæða fyrir því var frammistaða sænska framherjans Viktors Gyökeres sem var markakóngur portúgölsku deildarinnar með 29 mörk. Eins og veruleiki portúgalskra liða er hefur Amorim þurft að fylla skörð lykilmanna sem hafa farið í stærri deildir. Hann hefur verið klókur á félagaskiptamarkaðnum og verið duglegur að nýta hina rómuðu akademíu Sporting. Amorim er góður að vinna með yngri leikmönnum og stuðningsmenn United fá eflaust vatn í munninn yfir því sem getur gert með menn á borð við Alejandro Garnacho og Kobbie Manioo. Manuel Ugarte lék undir stjórn Amorims hjá Sporting.getty/Visionhaus Meðal leikmanna sem hafa blómstrað undir stjórn Amorims á undanförnum árum og farið annað má nefna Joao Palhinha, Nuno Mendes, Pedro Porro, Matheus Nunes og Manuel Ugarte en sá síðastnefndi leikur einmitt með United í dag. Þá er þess eflaust ekki langt að bíða að varnarmaðurinn Goncalo Inácio fari í stærra lið. Líkt við Mourinho Síðan hann var hjá Casa Pia hefur Amorim notað þrjá miðverði og hjá Sporting spilaði hann aðallega leikkerfið 3-4-3. Honum hefur verið líkt við sjálfan José Mourinho en þykir vera aðeins meiri rómantískri í fótboltahugsun en hann. Liðin hans Amorims vilja halda boltanum, pressa framarlega og sækja af krafti þegar tækifærin gefast. Amorim á þó margt sameiginlegt með Mourinho og er mikill aðdáandi hans. Hann þykir til að mynda minna á Mourinho hvernig hann freistar þess láta lið sín að nýta sér veikleika andstæðinganna og þegar kemur að því vera taktíkst sveigjanlegur. Amorim var einmitt lærlingur hjá Mourinho fyrir nokkrum árum þegar hann stýrði United. Back in 2018, Sporting manager Ruben Amorim completed a performance internship under José Mourinho at Man United.He's now rumoured to be Erik ten Hag's replacement at Old Trafford 🧠 pic.twitter.com/znWSqmaW3B— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 28, 2024 Amorim hefur verið orðaður við önnur félög undanfarin ár og þótti meðal annars vera líklegur til að taka við Liverpool þegar Jürgen Klopp tilkynnti að hann væri að hætta með liðið. Þá ferðaðist hann til Lundúna í vor til að ræða við West Ham United. Amorim hafnaði Hömrunum og baðst seinna afsökunar á að hafa farið í viðræður við félagið. Það var kannski lýsandi fyrir Amorim sem þykir vera mjög hreinskilinn í samskiptum við leikmenn og fjölmiðla. Eitt er þó að þjálfa í Portúgal og annað að stýra jafn stóru félagi og United þar sem margir hæfir stjórar hafa á endanum hlaupið á vegg síðan Sir Alex Ferguson hætti 2013. Meðal þeirra er Mourinho. Amorim ásamt starfsliði sínu hjá Sporting.getty/Gualter Fatia En Amorim virðist hafa margt sem átrúnargoðið sem hann hefur og skilaði honum stórkostlegum árangri framan af stjóraferlinum. Hann er taktískt sterkur og sveigjanlegur, með mikinn sigurvilja og hefur sjarma sem Erik ten Hag var að mestu laus við. Svo þykir hann góður að vinna með yngri leikmönnum sem höfðar alltaf til manna hjá United. Félagið hefur verið hálfgerður sirkus síðustu ellefu ár en forráðamenn vonast til að þeir séu loksins búnir að finna rétta sirkusstjórann. Þegar hann tók við Sporting var til að mynda hver höndin uppi á móti annarri en honum tókst að lægja öldurnar þar. Það er ljóst að Amorim mun þurfa að taka á öllu sínu til að koma United aftur á toppinn en á stuttum stjóraferli hefur hann sýnt færni sína. Við skrif greinarinnar var meðal annars stuðst við greinar frá BBC og Sky Sports um Amorim. Portúgalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira
Samkvæmt enskum fjölmiðlum er United tilbúið að greiða riftunarákvæði í samningi Amorims við Sporting sem hann hefur stýrt síðan 2020. En af hverju er United klárt að borga tíu milljónir evra, eða einn og hálfan milljarð króna fyrir þennan 39 ára Portúgala. Fyrir það fyrsta hefur hann náð árangri á þjálfaraferlinum sem er þó ekki langur. Undir stjórn Amorims hefur Sporting unnið portúgalska meistaratitilinn í tvígang og deildabikarinn tvisvar. Hann stýrði Braga einnig til sigurs í deildabikarnum skömmu áður en hann tók við Sporting. Vinnusamur liðsmaður Amorim átti fínan feril sem leikmaður en honum lauk þó nokkuð snemma vegna meiðsla. Eftir að hafa leikið með Belenenses á árunum 2003-08 gekk Amorim í raðir Benfica 2008. Þar lék hann þar til ferlinum lauk 2017. Amorim var tvisvar lánaður á tíma sínum hjá Benfica, til Braga 2012-13 og Al-Wakrah í Katar 2015-16. Hjá Benfica vann Amorim tíu stóra titla, þar á meðal portúgalska meistaratitilinn í þrígang. Hann spilaði aðallega sem miðjumaður en gat einnig leyst stöðu hægri bakvarðar. Amorim, sem lék fjórtán landsleiki á árunum 2010-14, þótti fyrst og fremst góður liðsmaður; vinnuhestur með gott hugarfar. Amorim í baráttu við Robin van Persie.getty/VI Images Eftir að hafa þurft að hætta vegna meiðsla aðeins 32 ára var Amorim ráðinn þjálfari C-deildarliðsins Casa Pia sumarið 2018. Hann stoppaði þó stutt við þar vegna þess að hann hafði ekki tiltekin réttindi til að þjálfa og félagið átti yfir höfði sér refsingu frá portúgalska knattspyrnusambandinu vegna þess. Þurfti bara þrettán leiki til að sannfæra Sporting Amorim stýrði varaliði Braga í C-deildinni í þrjá mánuði áður en hann var ráðinn stjóri aðalliðsins í á Þorláksmessu 2019. Amorim stýrði Braga einungis í þrettán leikjum. Liðið vann tíu þeirra, meðal annars Porto í úrslitaleik deildabikarsins. Þrátt fyrir stuttan tíma við stjórnvölinn hjá Braga gerði hann nóg til að fanga athygli forráðamanna Sporting. Og þrátt fyrir að hafa aðeins stýrt Braga í rúma þrjá mánuði og vera einungis 35 ára borgaði Sporting tíu milljónir evra til að fá Amorim yfir til Lissabon. Hann er þriðji dýrasti knattspyrnustjóri sögunnar. Sporting hafði ekki unnið portúgalska meistaratitilinn síðan 2002 en taldi sig hafa fundið rétta manninn til að binda endi á þá bið. Og forráðamenn Sporting reyndust hafa rétt fyrir sér. Á fyrsta heila tímabili Amorims við stjórnvölinn hjá varð liðið Portúgalsmeistari í fyrsta sinn í nítján ár, auk þess að vinna deildabikarinn. Sporting var taplaust í 32 leikjum í röð og tapaði aðeins einum af 34 leikjum sínum í portúgölsku úrvalsdeildinni. Liðið skoraði 65 mörk og fékk aðeins á sig tuttugu. Amorim hefur unnið fimm titla með Sporting.getty/Octavio Passos Tímabilið á eftir, 2021-22, lenti Sporting í 2. sæti portúgölsku deildarinnar þrátt fyrir að fá jafn mörg stig (85) og meistaratímabilið. Sporting komst hins vegar í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og vann deildabikarinn annað árið í röð. Sporting vann deildabikarinn þriðja sinn í röð tímabilið 2022-23 og komst í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar en lenti í 4. sæti í deildinni. Góður að vinna með ungviðið Eftir vonbrigðatímabil risu Sporting-menn upp á afturlappirnar á síðasta tímabili og endurheimtu portúgalska meistaratitilinn. Stór ástæða fyrir því var frammistaða sænska framherjans Viktors Gyökeres sem var markakóngur portúgölsku deildarinnar með 29 mörk. Eins og veruleiki portúgalskra liða er hefur Amorim þurft að fylla skörð lykilmanna sem hafa farið í stærri deildir. Hann hefur verið klókur á félagaskiptamarkaðnum og verið duglegur að nýta hina rómuðu akademíu Sporting. Amorim er góður að vinna með yngri leikmönnum og stuðningsmenn United fá eflaust vatn í munninn yfir því sem getur gert með menn á borð við Alejandro Garnacho og Kobbie Manioo. Manuel Ugarte lék undir stjórn Amorims hjá Sporting.getty/Visionhaus Meðal leikmanna sem hafa blómstrað undir stjórn Amorims á undanförnum árum og farið annað má nefna Joao Palhinha, Nuno Mendes, Pedro Porro, Matheus Nunes og Manuel Ugarte en sá síðastnefndi leikur einmitt með United í dag. Þá er þess eflaust ekki langt að bíða að varnarmaðurinn Goncalo Inácio fari í stærra lið. Líkt við Mourinho Síðan hann var hjá Casa Pia hefur Amorim notað þrjá miðverði og hjá Sporting spilaði hann aðallega leikkerfið 3-4-3. Honum hefur verið líkt við sjálfan José Mourinho en þykir vera aðeins meiri rómantískri í fótboltahugsun en hann. Liðin hans Amorims vilja halda boltanum, pressa framarlega og sækja af krafti þegar tækifærin gefast. Amorim á þó margt sameiginlegt með Mourinho og er mikill aðdáandi hans. Hann þykir til að mynda minna á Mourinho hvernig hann freistar þess láta lið sín að nýta sér veikleika andstæðinganna og þegar kemur að því vera taktíkst sveigjanlegur. Amorim var einmitt lærlingur hjá Mourinho fyrir nokkrum árum þegar hann stýrði United. Back in 2018, Sporting manager Ruben Amorim completed a performance internship under José Mourinho at Man United.He's now rumoured to be Erik ten Hag's replacement at Old Trafford 🧠 pic.twitter.com/znWSqmaW3B— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 28, 2024 Amorim hefur verið orðaður við önnur félög undanfarin ár og þótti meðal annars vera líklegur til að taka við Liverpool þegar Jürgen Klopp tilkynnti að hann væri að hætta með liðið. Þá ferðaðist hann til Lundúna í vor til að ræða við West Ham United. Amorim hafnaði Hömrunum og baðst seinna afsökunar á að hafa farið í viðræður við félagið. Það var kannski lýsandi fyrir Amorim sem þykir vera mjög hreinskilinn í samskiptum við leikmenn og fjölmiðla. Eitt er þó að þjálfa í Portúgal og annað að stýra jafn stóru félagi og United þar sem margir hæfir stjórar hafa á endanum hlaupið á vegg síðan Sir Alex Ferguson hætti 2013. Meðal þeirra er Mourinho. Amorim ásamt starfsliði sínu hjá Sporting.getty/Gualter Fatia En Amorim virðist hafa margt sem átrúnargoðið sem hann hefur og skilaði honum stórkostlegum árangri framan af stjóraferlinum. Hann er taktískt sterkur og sveigjanlegur, með mikinn sigurvilja og hefur sjarma sem Erik ten Hag var að mestu laus við. Svo þykir hann góður að vinna með yngri leikmönnum sem höfðar alltaf til manna hjá United. Félagið hefur verið hálfgerður sirkus síðustu ellefu ár en forráðamenn vonast til að þeir séu loksins búnir að finna rétta sirkusstjórann. Þegar hann tók við Sporting var til að mynda hver höndin uppi á móti annarri en honum tókst að lægja öldurnar þar. Það er ljóst að Amorim mun þurfa að taka á öllu sínu til að koma United aftur á toppinn en á stuttum stjóraferli hefur hann sýnt færni sína. Við skrif greinarinnar var meðal annars stuðst við greinar frá BBC og Sky Sports um Amorim.
Portúgalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira