Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 28. október 2024 08:54 Vísindamennirnir segja mengunina af völdum köfnunarefnisdíoxíðs vera stórhættulega. Getty Mengun frá gashellum er sögð draga 40 þúsund Evrópubúa til dauða á hverju ári, eða tvisvar sinnum fleiri en þá sem deyja í umferðarslysum. Þetta er fullyrt í nýrri rannsókn sem breska blaðið Guardian fjallar um. Skýrsluhöfundar segja að gashelluborðin spúi hættulegum gastegundum sem leiði til hjarta- og lungnasjúkdóma en að sú hætta sé fáum ljós. Í skýrslunni er fullyrt að notkun gasshellna við eldamennsku taki tvö ár af meðalævi manneskju að meðaltali. Eitt af hverjum þremur heimilum í Evrópusambandinu notast við gas við eldamennskuna. Hlutfallið er enn hærra í Bretlandi, eða rúmur helmingur og rúm sextíu prósent í löndum á borð við Ítalíu, Holland, Rúmeníu og Ungverjaland. Segja tölurnar fremur varlega áætlaðar Juana María Delgado-Saborit hjá Jaume I háskólanum á Spáni, sem fór fyrir rannsókninni ásamt kollegum frá Háskólanum í Valencia, segir að vandamálið sé mun útbreiddara en áður hafði verið talið. Í skýrslunni er því haldið fram að rúmlega 36 þúsund manns hafi dáið fyrir aldur fram innan Evrópusambandsins af völdum slíkrar menguna og að í Bretlandi hafi slík dauðsföll verið tæplega fjögurþúsund. Vísindamennirnir bæta því við að tölurnar séu frekar varlega áætlaðar, því aðeins hafi verið horft til NO2 mengunnar, en ekki tekið með í reikninginn hvort önnur mengun frá gasbrunanum hafi slæm áhrif. NO2, eða Köfnunarefnisdíoxíð, veldur lungnaskemmdum í mönnum, einkum ef álagið er langvarandi. Delgado-Saborit segir að árið 1978 hafi mönnum orðið ljóst að mengun af völdum NO2 er mun meiri í eldhúsum þar sem eldað er með gasi en þar sem notast er við rafmagnshellur. Það hafi þó ekki verið fyrr en nú, í þessari nýju rannsókn, sem tekist hafi að sýna fram á hina raunverulegu hættu sem af þeim stafar á heilsu manna. Hættan utanhúss lögð að jöfnu við hættuna heimafyrir Niðurstöður spænsku vísindamannanna eru fengnar með því að bera saman NO2 mengun innanhús við utanhúss mengun, sem aðallega stafar frá bílaumferð. Hættan af völdum NO2 mengunnar utanhúss hefur oft verið metin og í nýju rannsóknni er sú hætta yfirfærð á mengunina innanhúss. Í umfjöllun Guardian er einnig rætt við danska loftgæðasérfræðinginn Steffen Loft hjá Kaupmannahafnarháskóla sem segir að aðal óvissan um þessa nýju rannsókn sé sú staðreynd að vísindamennirnir hafi þurft að yfirfæra hættuna á þennan hátt. Það sé þó gagnleg leið að hans mati, en Loft kom ekki að rannsókninni með nokkrum hætti. Önnur svipuð rannsókn var síðan gerð í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Þar var niðurstaðan sú að mengun frá helluborðum eigi sinn þátt í dauða um nítján þúsund fullorðinna einstaklinga á ári. Umhverfismál Heilsa Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Þetta er fullyrt í nýrri rannsókn sem breska blaðið Guardian fjallar um. Skýrsluhöfundar segja að gashelluborðin spúi hættulegum gastegundum sem leiði til hjarta- og lungnasjúkdóma en að sú hætta sé fáum ljós. Í skýrslunni er fullyrt að notkun gasshellna við eldamennsku taki tvö ár af meðalævi manneskju að meðaltali. Eitt af hverjum þremur heimilum í Evrópusambandinu notast við gas við eldamennskuna. Hlutfallið er enn hærra í Bretlandi, eða rúmur helmingur og rúm sextíu prósent í löndum á borð við Ítalíu, Holland, Rúmeníu og Ungverjaland. Segja tölurnar fremur varlega áætlaðar Juana María Delgado-Saborit hjá Jaume I háskólanum á Spáni, sem fór fyrir rannsókninni ásamt kollegum frá Háskólanum í Valencia, segir að vandamálið sé mun útbreiddara en áður hafði verið talið. Í skýrslunni er því haldið fram að rúmlega 36 þúsund manns hafi dáið fyrir aldur fram innan Evrópusambandsins af völdum slíkrar menguna og að í Bretlandi hafi slík dauðsföll verið tæplega fjögurþúsund. Vísindamennirnir bæta því við að tölurnar séu frekar varlega áætlaðar, því aðeins hafi verið horft til NO2 mengunnar, en ekki tekið með í reikninginn hvort önnur mengun frá gasbrunanum hafi slæm áhrif. NO2, eða Köfnunarefnisdíoxíð, veldur lungnaskemmdum í mönnum, einkum ef álagið er langvarandi. Delgado-Saborit segir að árið 1978 hafi mönnum orðið ljóst að mengun af völdum NO2 er mun meiri í eldhúsum þar sem eldað er með gasi en þar sem notast er við rafmagnshellur. Það hafi þó ekki verið fyrr en nú, í þessari nýju rannsókn, sem tekist hafi að sýna fram á hina raunverulegu hættu sem af þeim stafar á heilsu manna. Hættan utanhúss lögð að jöfnu við hættuna heimafyrir Niðurstöður spænsku vísindamannanna eru fengnar með því að bera saman NO2 mengun innanhús við utanhúss mengun, sem aðallega stafar frá bílaumferð. Hættan af völdum NO2 mengunnar utanhúss hefur oft verið metin og í nýju rannsóknni er sú hætta yfirfærð á mengunina innanhúss. Í umfjöllun Guardian er einnig rætt við danska loftgæðasérfræðinginn Steffen Loft hjá Kaupmannahafnarháskóla sem segir að aðal óvissan um þessa nýju rannsókn sé sú staðreynd að vísindamennirnir hafi þurft að yfirfæra hættuna á þennan hátt. Það sé þó gagnleg leið að hans mati, en Loft kom ekki að rannsókninni með nokkrum hætti. Önnur svipuð rannsókn var síðan gerð í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Þar var niðurstaðan sú að mengun frá helluborðum eigi sinn þátt í dauða um nítján þúsund fullorðinna einstaklinga á ári.
Umhverfismál Heilsa Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira