Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2024 10:58 Frá talningu atkvæða í Georgíu. AP/Kostya Manenkov Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. Kosningarnar fóru fram í skugga ofbeldis og sögusagna um kosningasvik. Samkvæmt fréttaveitunni Reuters var búið að telja 99 prósent atkvæða í morgun og var Georgíski draumurinn með rúm 54 prósent þeirra. Óljóst er þó hvenær lokaniðurstaða verður kynnt. Fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að kosningasvik hafi átt sér stað. Atkvæðaseðlum hafi verið troðið í kjörkassa og að kjósendur hafi orðið fyrir hótunum og mútum. Ekki hafi þó sést mikil óregla á talningu atkvæða, sem flest voru greidd rafrænt. AP fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að mörg brot hafi komið upp og úrslitin tákni ekki vilja georgísku þjóðarinnar. Í einu tilviki sýndi myndband sem birt var á samfélagsmiðlum mann troða fjölda atkvæðaseðla í kjörkassa í Marneuli. Innanríkisráðuneytið hóf rannsókn á málinu og í kjölfarið lýsti kjörstjórn Georgíu því yfir að úrslitin í kjördæminu væru ógild. Hér að neðan má sjá myndband af umræddu atviki. Beaten up observer: pic.twitter.com/dLSuKsoa87— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) October 26, 2024 Nánast um leið og kjörstöðum var lokað í gær lýsti Ivanishvili yfir sigri. „Það er sjaldgæft í heiminum að sami flokkurinn ná svo góðum árangri við svo góðar aðstæður,“ sagði hann. Forsvarsmenn fjögurra stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast ekki ætla að viðurkenna úrslit kosninganna. Leiðtogar eins flokks hafa líkt þeim við valdarán og kalla eftir mótmælum. Kosningarnar snerust að miklu leyti um framtíðarstefnu landsins. Umsókn Georgíu í Evrópusambandið hefur verið fryst vegna einræðistilburða leiðtoga Georgíska draumsins, auðjöfursins Bidzina Ivanishvili. Hann hefur meðal annars hótað því að banna stjórnarandstöðu í Georgíu og vill efla tengsl ríkisins við Rússland. Samþykkt laga um útsendarar erlendra ríkja, sem líkjast mjög sambærilegum lögum í Rússlandi og hefur verið beitt þar til að bæla niður gagnrýnisraddir og einkarekna fjölmiða, hefur einnig komið verulega niður á sambandi Georgíu og ESB. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Samþykkt laganna leiddi einnig til umfangsmikilla mótmæla í Georgíu. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, sagði um helgina að kosningarnar snerust í raun um framtíð Georgíu sem ríkis. Kannanir hafa, samkvæmt AP, sýnt að um áttatíu prósent þjóðarinnar vilji ganga inn í Evrópusambandið og eru ákvæði um inngöngu í stjórnarskrá Georgíu. Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira
Kosningarnar fóru fram í skugga ofbeldis og sögusagna um kosningasvik. Samkvæmt fréttaveitunni Reuters var búið að telja 99 prósent atkvæða í morgun og var Georgíski draumurinn með rúm 54 prósent þeirra. Óljóst er þó hvenær lokaniðurstaða verður kynnt. Fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að kosningasvik hafi átt sér stað. Atkvæðaseðlum hafi verið troðið í kjörkassa og að kjósendur hafi orðið fyrir hótunum og mútum. Ekki hafi þó sést mikil óregla á talningu atkvæða, sem flest voru greidd rafrænt. AP fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að mörg brot hafi komið upp og úrslitin tákni ekki vilja georgísku þjóðarinnar. Í einu tilviki sýndi myndband sem birt var á samfélagsmiðlum mann troða fjölda atkvæðaseðla í kjörkassa í Marneuli. Innanríkisráðuneytið hóf rannsókn á málinu og í kjölfarið lýsti kjörstjórn Georgíu því yfir að úrslitin í kjördæminu væru ógild. Hér að neðan má sjá myndband af umræddu atviki. Beaten up observer: pic.twitter.com/dLSuKsoa87— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) October 26, 2024 Nánast um leið og kjörstöðum var lokað í gær lýsti Ivanishvili yfir sigri. „Það er sjaldgæft í heiminum að sami flokkurinn ná svo góðum árangri við svo góðar aðstæður,“ sagði hann. Forsvarsmenn fjögurra stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast ekki ætla að viðurkenna úrslit kosninganna. Leiðtogar eins flokks hafa líkt þeim við valdarán og kalla eftir mótmælum. Kosningarnar snerust að miklu leyti um framtíðarstefnu landsins. Umsókn Georgíu í Evrópusambandið hefur verið fryst vegna einræðistilburða leiðtoga Georgíska draumsins, auðjöfursins Bidzina Ivanishvili. Hann hefur meðal annars hótað því að banna stjórnarandstöðu í Georgíu og vill efla tengsl ríkisins við Rússland. Samþykkt laga um útsendarar erlendra ríkja, sem líkjast mjög sambærilegum lögum í Rússlandi og hefur verið beitt þar til að bæla niður gagnrýnisraddir og einkarekna fjölmiða, hefur einnig komið verulega niður á sambandi Georgíu og ESB. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Samþykkt laganna leiddi einnig til umfangsmikilla mótmæla í Georgíu. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, sagði um helgina að kosningarnar snerust í raun um framtíð Georgíu sem ríkis. Kannanir hafa, samkvæmt AP, sýnt að um áttatíu prósent þjóðarinnar vilji ganga inn í Evrópusambandið og eru ákvæði um inngöngu í stjórnarskrá Georgíu.
Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira