Aston Villa á toppinn á meðan Juventus tapaði óvænt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 21:46 John McGinn fagnar marki sínu í kvöld. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Aston Villa lagði Bologna 2-0 í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Á sama tíma tapaði Juventus gríðarlega óvænt 0-1 á heimavelli fyrir Stuttgart og þá gerðu PSG og PSV 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik á Villa Park var það hinn stórskemmtilegi John McGinn sem braut ísinn á 55. mínútu. Það var svo inn sterkbyggði Jhon Durán sem tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Morgan Rogers ekki löngu síðar. Lokatölur í Birmingham-borg 2-0 Villa í vil og Villa er sem stendur eina liðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni. Það sem meira er þá á liðið eftir að fá á sig mark í leikjunum þremur. Bologna er á sama tíma í 28. sæti með eitt stig. Five Spanish managers have now won 25+ games in the Champions League:◎ Pep Guardiola ◎ Rafael Benitez ◎ Vicente del Bosque ◎ Luis Enrique ◉ Unai Emery 🆕 Unai joins an elite group. 🇪🇸 pic.twitter.com/FeaD1yRKyY— Squawka (@Squawka) October 22, 2024 Í Torínó var Stuttgart í heimsókn en staðan var markalaus í hálfleik. Gestirnir komust yfir snemma í síðari hálfleik en markið dæmt af þar sem Deniz Undav handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Á 84. mínútu fékk Danilo sitt annað gula spjald á aðeins þremur mínútum og þar með rautt. Ekki nóg með að Juventus væri manni færri það sem eftir lifði leiks þá fengu gestirnir vítaspyrnu. Enzo Millot fór á punktinn en Mattia Perin varði spyrnu hans frábærlega. Því miður fyrir Mattia má segja að það hafi verið til einskis þar sem Millot gaf boltann á El Bilal Toure sem tryggði gestunum stigin þrjú þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Juventus er í 11. sæti með sex stig á meðan Stuttgart er í 16. sæti með fjögur stig. Leikmenn Stuttgart fagna.EPA-EFE/Alessandro Di Marco Í París var PSV í heimsókn og voru það gestirnir frá Hollandi sem komust yfir á 34. mínútu þegar Noa Lang skoraði góðu skoti. Staðan 0-1 í hálfleik en hægri bakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði á einhvern hátt með skoti af löngu færi sem fór á milli fóta Walter Benitez í marki PSV. Í uppbótartíma fékk PSG vítaspyrnu en dómari leiksins dró spyrnuna til baka eftir að skoða atvikið betur í skjánum hliðarlínunni, lokatölur 1-1. PSG er í 17. sæti með fjögur stig á meðan PSV er í 27. sæti með tvö stig. Dapur Luis Enrique, þjálfari PSG, að leik loknum.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Önnur úrslit Girona 2-0 Slovan Bratislava Sturm Graz 0-2 Sporting Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16 Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20 Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Eftir markalausan fyrri hálfleik á Villa Park var það hinn stórskemmtilegi John McGinn sem braut ísinn á 55. mínútu. Það var svo inn sterkbyggði Jhon Durán sem tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Morgan Rogers ekki löngu síðar. Lokatölur í Birmingham-borg 2-0 Villa í vil og Villa er sem stendur eina liðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni. Það sem meira er þá á liðið eftir að fá á sig mark í leikjunum þremur. Bologna er á sama tíma í 28. sæti með eitt stig. Five Spanish managers have now won 25+ games in the Champions League:◎ Pep Guardiola ◎ Rafael Benitez ◎ Vicente del Bosque ◎ Luis Enrique ◉ Unai Emery 🆕 Unai joins an elite group. 🇪🇸 pic.twitter.com/FeaD1yRKyY— Squawka (@Squawka) October 22, 2024 Í Torínó var Stuttgart í heimsókn en staðan var markalaus í hálfleik. Gestirnir komust yfir snemma í síðari hálfleik en markið dæmt af þar sem Deniz Undav handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Á 84. mínútu fékk Danilo sitt annað gula spjald á aðeins þremur mínútum og þar með rautt. Ekki nóg með að Juventus væri manni færri það sem eftir lifði leiks þá fengu gestirnir vítaspyrnu. Enzo Millot fór á punktinn en Mattia Perin varði spyrnu hans frábærlega. Því miður fyrir Mattia má segja að það hafi verið til einskis þar sem Millot gaf boltann á El Bilal Toure sem tryggði gestunum stigin þrjú þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Juventus er í 11. sæti með sex stig á meðan Stuttgart er í 16. sæti með fjögur stig. Leikmenn Stuttgart fagna.EPA-EFE/Alessandro Di Marco Í París var PSV í heimsókn og voru það gestirnir frá Hollandi sem komust yfir á 34. mínútu þegar Noa Lang skoraði góðu skoti. Staðan 0-1 í hálfleik en hægri bakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði á einhvern hátt með skoti af löngu færi sem fór á milli fóta Walter Benitez í marki PSV. Í uppbótartíma fékk PSG vítaspyrnu en dómari leiksins dró spyrnuna til baka eftir að skoða atvikið betur í skjánum hliðarlínunni, lokatölur 1-1. PSG er í 17. sæti með fjögur stig á meðan PSV er í 27. sæti með tvö stig. Dapur Luis Enrique, þjálfari PSG, að leik loknum.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Önnur úrslit Girona 2-0 Slovan Bratislava Sturm Graz 0-2 Sporting
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16 Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20 Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16
Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20
Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti