Vill Sólveigu á lista Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. október 2024 21:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi suður segir að listar flokksins verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Vísir/Sigurjón Sósíalistar ætla að bjóða fram lista í öllum kjördæmum og kynna þá á félagsfundum á næstu dögum. Oddviti flokksins segir reynslu í borginni nýtast sér í komandi baráttu. Hún vill formann Eflingar á lista. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum en flokkurinn náði ekki inn manni í síðustu alþingiskosningum 2021 og fékk 4,1 prósent heildaratkvæða. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að listarnir verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Hún vill Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar á lista. Þá á eftir að koma í ljós hvort Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins tekur sæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. „Ég er auðvitað í viðræðum við Sólveigu og myndi vilja fá hana með mér en þetta er allt í vinnslu og kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Sanna. Félagshyggja í forgrunni Hún segir að stóru áherslumálin séu húsnæðis- og velferðarmál. „Við höfum séð niðurbrot þess félagslega í samfélaginu. Stór hluti landsmanna telur að við séum á rangri leið. Það er okkar að byggja upp nýjar áherslur með raunverulegum breytingum. Það verður ekki gert með einhverjum plástrum sem breyta ekki neinu. Til þess þarf félagshyggju. Það þarf húsnæði fyrir almenning og efnahagslegt réttlæti,“ segir Sanna. Hún segist skynja mikinn meðbyr með flokknum síðustu daga. Þá er hún spennt fyrir því að hella sér út í þjóðmálin. „Þetta er vissulega mikil breyting fyrir mig. En á síðustu sex árum hef ég fengið miklar reynslu á sviði stjórnmálanna og tel að það nýtist í komandi baráttu. Ég hef líka séð ýmislegt í borgarmálunum sem er nauðsynlegt að breyta á sviði Alþingis og kem alveg tilbúin inn í það,“ segir Sanna. Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum en flokkurinn náði ekki inn manni í síðustu alþingiskosningum 2021 og fékk 4,1 prósent heildaratkvæða. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að listarnir verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Hún vill Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar á lista. Þá á eftir að koma í ljós hvort Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins tekur sæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. „Ég er auðvitað í viðræðum við Sólveigu og myndi vilja fá hana með mér en þetta er allt í vinnslu og kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Sanna. Félagshyggja í forgrunni Hún segir að stóru áherslumálin séu húsnæðis- og velferðarmál. „Við höfum séð niðurbrot þess félagslega í samfélaginu. Stór hluti landsmanna telur að við séum á rangri leið. Það er okkar að byggja upp nýjar áherslur með raunverulegum breytingum. Það verður ekki gert með einhverjum plástrum sem breyta ekki neinu. Til þess þarf félagshyggju. Það þarf húsnæði fyrir almenning og efnahagslegt réttlæti,“ segir Sanna. Hún segist skynja mikinn meðbyr með flokknum síðustu daga. Þá er hún spennt fyrir því að hella sér út í þjóðmálin. „Þetta er vissulega mikil breyting fyrir mig. En á síðustu sex árum hef ég fengið miklar reynslu á sviði stjórnmálanna og tel að það nýtist í komandi baráttu. Ég hef líka séð ýmislegt í borgarmálunum sem er nauðsynlegt að breyta á sviði Alþingis og kem alveg tilbúin inn í það,“ segir Sanna.
Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira