Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. október 2024 07:48 Sandu þegar hún greiddi atkvæði í gær. AP/Vadim Ghirda Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. Enn er óvíst um endanleg úrslit þar sem enn á eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Gengið var til atkvæðagreiðslunnar samhliða fyrri umferð forsetakosninga, þar sem Maia Sandu, sitjandi forseti, hlaut um 38 prósent atkvæða. Úrslit bæði atkvæðagreiðslunnar og forsetakosninganna eru nokkur vonbrigði fyrir Sandu, sem er Evrópusinni og hefur barist fyrir aðild að ESB. Skoðanakannanir höfðu gefið til kynna að um það bil 60 prósent þjóðarinnar væri fylgjandi aðild og vildi gera nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar. Þá bentu þær til þess að Sandu hefði öruggt forskot á helsta keppninaut sinn, Alexandr Stoianoglo, sem er hliðhollur Rússum. Úrslitin þýða hins vegar að Sandu þarf að mæta Stoianoglu í annarri umferð. Stjórnvöld í Moldóvu hafa sveiflast á milli nánara samstarfs við Evrópu annars vegar og hollustu við Rússland hins vegar frá því að Sovétríkin liðu undir lok. Sandu, sem var kjörinn forseti 2020, hefur talað fyrir Evrópusambandsaðild, ekki síst eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Sandu, og aðrir ráðamenn í Moldóvu, hafa fordæmt meint inngrip Rússa í kosningarnar í landinu og sakað glæpahópa um að reyna að grafa undan hinu lýðæðislega ferli. Stjórnvöld í Moskvu eru sögð hafa fjármagnað stjórnarandstöðuhópa og „keypt“ atkvæði, svo eitthvað sé nefnt. Moldóva hóf aðildarviðræður í júní síðastliðnum en miklar efasemdir eru um getu landsins til að uppfylla aðildarskilyrðin. Moldóva Evrópusambandið Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Enn er óvíst um endanleg úrslit þar sem enn á eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Gengið var til atkvæðagreiðslunnar samhliða fyrri umferð forsetakosninga, þar sem Maia Sandu, sitjandi forseti, hlaut um 38 prósent atkvæða. Úrslit bæði atkvæðagreiðslunnar og forsetakosninganna eru nokkur vonbrigði fyrir Sandu, sem er Evrópusinni og hefur barist fyrir aðild að ESB. Skoðanakannanir höfðu gefið til kynna að um það bil 60 prósent þjóðarinnar væri fylgjandi aðild og vildi gera nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar. Þá bentu þær til þess að Sandu hefði öruggt forskot á helsta keppninaut sinn, Alexandr Stoianoglo, sem er hliðhollur Rússum. Úrslitin þýða hins vegar að Sandu þarf að mæta Stoianoglu í annarri umferð. Stjórnvöld í Moldóvu hafa sveiflast á milli nánara samstarfs við Evrópu annars vegar og hollustu við Rússland hins vegar frá því að Sovétríkin liðu undir lok. Sandu, sem var kjörinn forseti 2020, hefur talað fyrir Evrópusambandsaðild, ekki síst eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Sandu, og aðrir ráðamenn í Moldóvu, hafa fordæmt meint inngrip Rússa í kosningarnar í landinu og sakað glæpahópa um að reyna að grafa undan hinu lýðæðislega ferli. Stjórnvöld í Moskvu eru sögð hafa fjármagnað stjórnarandstöðuhópa og „keypt“ atkvæði, svo eitthvað sé nefnt. Moldóva hóf aðildarviðræður í júní síðastliðnum en miklar efasemdir eru um getu landsins til að uppfylla aðildarskilyrðin.
Moldóva Evrópusambandið Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira