Þórdís Kolbrún bar sigur úr býtum í Kraganum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. október 2024 15:15 Jón Gunnarsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir buðu sig bæði fram í annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hafði betur gegn Jón Gunnarssyni og skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson gefur ekki kost á sér í þriðja sætið. Talningu lauk rétt í þessu á þéttsetnum fundi í Valhöll þar sem kosið er um röðun á efstu fjórum sætum listans. Þórdís vann með 206 atkvæðum gegn 130 Jóns Níu frambjóðendur buðu fram krafta sína á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi og barist var um öll sætin að því fyrsta undateknu sem Bjarni Benediktsson formaður gekk að vísu. Þórdís Kolbrún og Jón Gunnarsson sóttust bæði eftir öðru sætinu, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir buðu sig fram í þriðja sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í það fjórða og Vilhjálmur Bjarnason í annað til fjórða sæti. Óvænt framboð Þórdísar í Kraganum Jón Gunnarsson lýsti því að framboð Þórdísar Kolbrúnar í annað sæti í Suðvesturkjördæmi, sæti Jóns í síðustu kosningum, hafi komið flatt upp á sig. Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af fyrirætlunum Þórdísar fyrr en hann las um þær í Morgunblaðinu. Hann hafði þegar lýst því yfir að hann hygðist halda öðru sætinu. Í Spursmálum mbl.is í gær voru Þórdís og Jón bæði gestir. Þar sagði Þórdís að hún hefði betur látið Jón formlega vita af ætlunum sínum og rætt þær við hann. Hún hafi þegar beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það. „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“ sagði Þórdís. Mikið í húfi hjá Þórdísi Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með þessu útspili sé Þórdís að leggja möguleika sína á að verða arftaki Bjarna Benediktssonar undir. „Takist henni ekki að sannfæra uppstillingarnefndina um að fá annað sætið verður tilkall hennar til að teljast arftaki formannsins þeim mun minna. Þannig þetta er alvöru veðmál hjá henni,“ sagði Eiríkur. Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Talningu lauk rétt í þessu á þéttsetnum fundi í Valhöll þar sem kosið er um röðun á efstu fjórum sætum listans. Þórdís vann með 206 atkvæðum gegn 130 Jóns Níu frambjóðendur buðu fram krafta sína á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi og barist var um öll sætin að því fyrsta undateknu sem Bjarni Benediktsson formaður gekk að vísu. Þórdís Kolbrún og Jón Gunnarsson sóttust bæði eftir öðru sætinu, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir buðu sig fram í þriðja sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í það fjórða og Vilhjálmur Bjarnason í annað til fjórða sæti. Óvænt framboð Þórdísar í Kraganum Jón Gunnarsson lýsti því að framboð Þórdísar Kolbrúnar í annað sæti í Suðvesturkjördæmi, sæti Jóns í síðustu kosningum, hafi komið flatt upp á sig. Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af fyrirætlunum Þórdísar fyrr en hann las um þær í Morgunblaðinu. Hann hafði þegar lýst því yfir að hann hygðist halda öðru sætinu. Í Spursmálum mbl.is í gær voru Þórdís og Jón bæði gestir. Þar sagði Þórdís að hún hefði betur látið Jón formlega vita af ætlunum sínum og rætt þær við hann. Hún hafi þegar beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það. „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“ sagði Þórdís. Mikið í húfi hjá Þórdísi Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með þessu útspili sé Þórdís að leggja möguleika sína á að verða arftaki Bjarna Benediktssonar undir. „Takist henni ekki að sannfæra uppstillingarnefndina um að fá annað sætið verður tilkall hennar til að teljast arftaki formannsins þeim mun minna. Þannig þetta er alvöru veðmál hjá henni,“ sagði Eiríkur.
Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19