Slagurinn harðnar í Suðvestur hjá Sjálfstæðisflokki Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2024 09:31 Vala Árnadóttir lögfræðingur og Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi sækjast eftir 3. og 4. sæti hjá Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi. Aðsend Vala Árnadóttir lögfræðingur gefur kost á sér í 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Ragnhildur Jónsdóttir gefur kost á sér í 4. sæti í sama kjördæmi en fyrir eru nokkur framboð í sömu sæti. „Ég hef óbilandi trú á Íslendingum og ég trúi umfram allt á lausnir en að eyða tíma í að einblína á vandamálin. Ekkert breytist nema breytingar séu gerðar. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn endurspegla hagsmuni breiðari fylkingar og hef því ákveðið að bjóða mig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi,“ segir Vala sem tilkynnti um framboð sitt í aðsendri grein á Vísi. Vala ÁrnadóttirAðsend Það lítur því út fyrir að það verði harður slagur um efstu sætin í kjördæminu. Bjarni Benediktsson formaður flokksins leiðir lista flokksins og varaformaður hans, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, hefur gefið út að hún vilji fá 2. sæti á listanum. Það hefur þingmaðurinn og fyrrverandi dómsmálaráðherrann, Jón Gunnarsson einnig gert. Ragnhildur Jónsdóttir er forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi.Aðsend Bryndís Haraldsdóttir sækist einnig eftir sæti á listanum. Þá gaf forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi, Ragnhildur Jónsdóttir, það út í gær að hún vilji 4. sætið á listanum. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, hefur einnig gefið út að hann vilji það sæti. Þá hefur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði einnig lýst því yfir að hún vilji 3. sætið á listanum í kjördæminu. Raðað verður í efstu sætin á listanum og tillagan borin undir kjördæmaráð á morgun, sunnudag, í Valhöll. Eftir það verður kosið um tillöguna. Búast má við fjölmennum fundi í Valhöll á morgun. Fundir fara einnig fram í kjördæmaráðum flokksins á landsbyggðinni á morgun, sunnudag. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem þiggur greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. 18. október 2024 23:08 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Ég hef óbilandi trú á Íslendingum og ég trúi umfram allt á lausnir en að eyða tíma í að einblína á vandamálin. Ekkert breytist nema breytingar séu gerðar. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn endurspegla hagsmuni breiðari fylkingar og hef því ákveðið að bjóða mig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi,“ segir Vala sem tilkynnti um framboð sitt í aðsendri grein á Vísi. Vala ÁrnadóttirAðsend Það lítur því út fyrir að það verði harður slagur um efstu sætin í kjördæminu. Bjarni Benediktsson formaður flokksins leiðir lista flokksins og varaformaður hans, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, hefur gefið út að hún vilji fá 2. sæti á listanum. Það hefur þingmaðurinn og fyrrverandi dómsmálaráðherrann, Jón Gunnarsson einnig gert. Ragnhildur Jónsdóttir er forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi.Aðsend Bryndís Haraldsdóttir sækist einnig eftir sæti á listanum. Þá gaf forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi, Ragnhildur Jónsdóttir, það út í gær að hún vilji 4. sætið á listanum. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, hefur einnig gefið út að hann vilji það sæti. Þá hefur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði einnig lýst því yfir að hún vilji 3. sætið á listanum í kjördæminu. Raðað verður í efstu sætin á listanum og tillagan borin undir kjördæmaráð á morgun, sunnudag, í Valhöll. Eftir það verður kosið um tillöguna. Búast má við fjölmennum fundi í Valhöll á morgun. Fundir fara einnig fram í kjördæmaráðum flokksins á landsbyggðinni á morgun, sunnudag.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem þiggur greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. 18. október 2024 23:08 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44
Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13
Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem þiggur greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. 18. október 2024 23:08
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels