Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2024 00:13 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur búið í Kópavogi í áratug, býður í fyrsta sinn fram í Kraganum og ætlar sér annað sætið. Vísir/vilhelm Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. Stjórn kjördæmisráðs Suðvesturkjördæmis fundaði í kvöld með kjörnefnd um fyrirkomulagið í kjördæminu. Stjórnin samþykkti tillögu kjörnefndar um að viðhafa röðun við val á efstu fjórum sætum á listanum. Boðað hefur verið til fundar í Valhöll klukkan 13 í kjördæmaráði og tillagan borin upp. Með þeim fyrirvara, að sú tillaga verði samþykkt fer fram annar fundur á sama stað klukkan 14 þar sem kosið verður um efstu fjögur sætin. Árnína Steinunn Kristjánsdóttir er formaður kjördæmisráðs flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún tekur undir að spennandi sunnudagur sé í vændum og von á miklum fjölda. Á milli fjögur og fimm hundruð manns hafa atkvæðarétt á fundunum. Fólk er hvatt til að skila formlega inn framboði en Árnína segir ekkert þó koma í veg fyrir að fólk bjóði sig fram á staðnum. Fyrst er kosið í fyrsta sæti og svo koll af kolli niður í fjórða sæti. Reiknað er fastlega með framboði Bjarna Benediktssyni formanni flokksins í fyrsta sæti listans og má telja harla ólíklegt að hann fái mótframboð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í annað sæti listans. Þórdís Kolbrún er af Akranesi en búsett til lengri tíma í Kópavogi sem tilheyrir Suðvesturkjördæmi. Hún hefur hingað til verið þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi en ákvað að söðla um. Suðvesturkjördæmi er líklega sterkasta vígi flokksins ásamt Suðurkjördæmi. Fyrir í Suðvesturkjördæmi eru þingmennirnir Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason. Sá síðastnefndi hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða fram krafta sína. Hins vegar hefur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði sagt íhuga framboð í kjördæminu mjög alvarlega. Hennar vertíð sem bæjarstjóri lýkur um áramótin vegna samkomulags við Framsóknarflokkinn um að skipta bæjarstjórastólnum á milli sín. Rósa hefur sterkt bakland hjá flokknum í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Jón Gunnarsson hug á að halda stöðu sinni sem annar þingmaður flokksins í kjördæminu. Það myndi þýða kosningu á milli þeirra Þórdísar um annað sætið. Jón hefur sterkt bakland í Kópavogi og gæti því orðið um spennandi kosningu að ræða á milli þeirra Þórdísar sem hefur á móti breiðari stuðning. Færsla hennar á milli kjördæma er talin til marks um að hún vilji gera sig gildandi í kjördæmi Bjarna formanns sem óvíst er hvort bjóði fram krafta sína á landsfundi flokksins eftir áramót. Þar mun spila stóra rullu hvort Sjálfstæðisflokkurinn verði í ríkisstjórn sem telja má ólíklegra en hitt miðað við fylgi flokksins og ríkisstjórnarinnar í síðustu könnunum. Þórdís hefur verið skýr með þá hugsun sína að hún vilji leiða flokkinn þegar Bjarni stígur til hliðar. Sá sem lendir undir í baráttunni um 2. sætið getur áfram boðið fram krafta sína í 3. sæti flokksins og sama niður í 4. sæti. Þannig virkar röðunin. Uppstillingarnefnd raðar svo í sæti 5 til 28. Listinn í heild sinni yrði svo borinn undir stjórn kjördæmaráðs á þriðjudag í næstu viku að sögn Árnínu. Það er því ljóst að stundin í Valhöll á sunnudaginn gæti orðið stór fyrir Þórdísi Kolbrúnu. Sigur í kosningu gegn Jóni Gunnarssyni, þingmanni flokksins í kjördæminu til 17 ára, væri stórt skref í lykilkjördæmi flokksins. Þrír dagar eru til stefnu og má reikna með að mörg símtöl verði hringd til að tryggja að fólk fjölmenni á fundinn og nýti atkvæðarétt sinn. Miðað við kannanir undanfarnar vikur fengju Sjálfstæðismenn alls ekki fjóra þingmenn úr kjördæminu og mögulega ekki þrjá. Þannig að tap í kosningu gegn Jóni gæti þýtt varaþingmennsku fyrir varaformanninn sem myndi styrkja stöðu annarra sem líta til mögulegs framboð til formanns til flokksins, til dæmis Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðlaugar Þórs Þórðarsonar. Þau verða að óbreyttu í efstu sætum lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Tillaga um uppstillingu flokksins í Reykjavík var samþykkt á fundi kjördæmisráðs flokksins í Reykjavík í kvöld en fundurinn var samkvæmt upplýsingum fréttastofu vel sóttur. Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Stjórn kjördæmisráðs Suðvesturkjördæmis fundaði í kvöld með kjörnefnd um fyrirkomulagið í kjördæminu. Stjórnin samþykkti tillögu kjörnefndar um að viðhafa röðun við val á efstu fjórum sætum á listanum. Boðað hefur verið til fundar í Valhöll klukkan 13 í kjördæmaráði og tillagan borin upp. Með þeim fyrirvara, að sú tillaga verði samþykkt fer fram annar fundur á sama stað klukkan 14 þar sem kosið verður um efstu fjögur sætin. Árnína Steinunn Kristjánsdóttir er formaður kjördæmisráðs flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún tekur undir að spennandi sunnudagur sé í vændum og von á miklum fjölda. Á milli fjögur og fimm hundruð manns hafa atkvæðarétt á fundunum. Fólk er hvatt til að skila formlega inn framboði en Árnína segir ekkert þó koma í veg fyrir að fólk bjóði sig fram á staðnum. Fyrst er kosið í fyrsta sæti og svo koll af kolli niður í fjórða sæti. Reiknað er fastlega með framboði Bjarna Benediktssyni formanni flokksins í fyrsta sæti listans og má telja harla ólíklegt að hann fái mótframboð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í annað sæti listans. Þórdís Kolbrún er af Akranesi en búsett til lengri tíma í Kópavogi sem tilheyrir Suðvesturkjördæmi. Hún hefur hingað til verið þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi en ákvað að söðla um. Suðvesturkjördæmi er líklega sterkasta vígi flokksins ásamt Suðurkjördæmi. Fyrir í Suðvesturkjördæmi eru þingmennirnir Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason. Sá síðastnefndi hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða fram krafta sína. Hins vegar hefur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði sagt íhuga framboð í kjördæminu mjög alvarlega. Hennar vertíð sem bæjarstjóri lýkur um áramótin vegna samkomulags við Framsóknarflokkinn um að skipta bæjarstjórastólnum á milli sín. Rósa hefur sterkt bakland hjá flokknum í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Jón Gunnarsson hug á að halda stöðu sinni sem annar þingmaður flokksins í kjördæminu. Það myndi þýða kosningu á milli þeirra Þórdísar um annað sætið. Jón hefur sterkt bakland í Kópavogi og gæti því orðið um spennandi kosningu að ræða á milli þeirra Þórdísar sem hefur á móti breiðari stuðning. Færsla hennar á milli kjördæma er talin til marks um að hún vilji gera sig gildandi í kjördæmi Bjarna formanns sem óvíst er hvort bjóði fram krafta sína á landsfundi flokksins eftir áramót. Þar mun spila stóra rullu hvort Sjálfstæðisflokkurinn verði í ríkisstjórn sem telja má ólíklegra en hitt miðað við fylgi flokksins og ríkisstjórnarinnar í síðustu könnunum. Þórdís hefur verið skýr með þá hugsun sína að hún vilji leiða flokkinn þegar Bjarni stígur til hliðar. Sá sem lendir undir í baráttunni um 2. sætið getur áfram boðið fram krafta sína í 3. sæti flokksins og sama niður í 4. sæti. Þannig virkar röðunin. Uppstillingarnefnd raðar svo í sæti 5 til 28. Listinn í heild sinni yrði svo borinn undir stjórn kjördæmaráðs á þriðjudag í næstu viku að sögn Árnínu. Það er því ljóst að stundin í Valhöll á sunnudaginn gæti orðið stór fyrir Þórdísi Kolbrúnu. Sigur í kosningu gegn Jóni Gunnarssyni, þingmanni flokksins í kjördæminu til 17 ára, væri stórt skref í lykilkjördæmi flokksins. Þrír dagar eru til stefnu og má reikna með að mörg símtöl verði hringd til að tryggja að fólk fjölmenni á fundinn og nýti atkvæðarétt sinn. Miðað við kannanir undanfarnar vikur fengju Sjálfstæðismenn alls ekki fjóra þingmenn úr kjördæminu og mögulega ekki þrjá. Þannig að tap í kosningu gegn Jóni gæti þýtt varaþingmennsku fyrir varaformanninn sem myndi styrkja stöðu annarra sem líta til mögulegs framboð til formanns til flokksins, til dæmis Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðlaugar Þórs Þórðarsonar. Þau verða að óbreyttu í efstu sætum lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Tillaga um uppstillingu flokksins í Reykjavík var samþykkt á fundi kjördæmisráðs flokksins í Reykjavík í kvöld en fundurinn var samkvæmt upplýsingum fréttastofu vel sóttur.
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira